Bændablaðið - 19.03.2020, Page 25

Bændablaðið - 19.03.2020, Page 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 2020 25 Um er að ræða 390,5 fm. stálgrindarhús sem byggt var árið 1986, ásamt 94,2 fm. sambyggðri íbúð sem einnig var byggð árið 1986 og 28 fiskeldiskerjum sem eru 20 rúmmetrar hvert. Húsið er klætt að utan með bárujárni og bárujárn er einnig á þaki. Gluggar og gler eru í lagi að sögn eiganda. Gólfplata er steypt og hitalögn er í allri plötunni. Anddyri er flísalagt og einnig kaffistofa. Í kaffistofunni er eldri innrétting. Eldissalurinn er með 30 kerjum sem eru 2 rúmmetrar hvert. Innaf eldissalnum er klaksalur með 18 sjö bakka rennum. Búið er að setja tvo yfirbyggða gáma utan við klaksalinn og er þar einnig klakaðstaða. Verkstæði er í enda hússins. Húsið er upphitað með affalli hitaveitunnar á svæðinu. Lóðin er 60.000 fm. leigulóð. Á lóðinni standa tvö dæluhús byggð 1986 sem eru 7,8 fm. hvort auk rafstöðvarhúss sem er 14,4 fm. byggt árið 1987. Rafstöðin er nýleg og er um 60-70 kw. Fiskeldisstöðin Laugar í Rangárþingi ytra Hallgrímur Óskarsson, löggiltur fasteignasali. Símar 480 2902 eða 845-9900 GRÆNT ALLA LEIÐ Taktu þátt – www.byggdir.is www.byggdir.is/english Mundu eftir könnuninni Byggðafesta og búferlautningar: Íslensk sveitasamfélög Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KEÐJUR OG KEÐJUVIÐGERÐAREFNI GOTT ÚRVAL Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson S: 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.isLYSTUGT FÓÐUR, ÖRUGGT FÓÐUR ALÞINGI&EIGNARHALD Á JÖRÐUM Frumvarp um breytingar á jarðalögum: Auka á gagnsæi í eignarhaldi á landi Frumvarp forsætisráðherra um breytingu á lögum um eignarráð og nýtingu fasteigna er komið úr samráðsgátt stjórnvalda og fer nú til frekari vinnslu, en 12 umsagnir bárust um frumvarpið. Markmið þess er meðal annars að styrkja löggjöf um jarðir, land og aðrar fasteignir og í því felast bættir möguleikar stjórnvalda á yfirsýn og stýringu slíkra málefna. Frumvarpið felur í sér breytingar á fjórum lagabálkum; um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, þinglýsingalögum, lögum um skráningu og mat fasteigna og jarðalögum. Breytingarnar á jarðalögum eiga við um allt land utan þéttbýlis sem skipulagt hefur verið fyrir landbúnað og aðra starfsemi. Þær eiga einnig við um öll lögbýli án tillits til þess hvort þau séu í dreifbýli eða þéttbýli. Undanþágur erlendra aðila til eignarréttar á Íslandi Í gildandi lögum er gert ráð fyrir að ráðherra sé heimilt að veita aðilum undanþágu sem ekki eru íslenskir ríkisborgarar eða eiga hér lögheimili og eru utan Evrópska efnahagssvæðisins, til að eignast land eða hafa afnotarétt af landi. Tiltekin eru tvö tilvik þar sem ráðherra getur vikið frá þessum skilyrðum. Annað er ef umsókn kemur frá þeim sem hefur rétt til að stunda atvinnurekstur hér á landi og vill öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteign til beinnar notkunar í atvinnustarfsemi sinni eða til að halda þar heimili. Hitt tilvikið segir einfaldlega: „ef annars þykir ástæða til,“ sem þykir of matskennt orðalag. Í frumvarpinu er lagt til að breyta orðalaginu í þessum ákvæðum. Ráðherra verður þannig heimilt að veita undanþágu í tveimur tilvikum; þegar um umsókn er að ræða frá einstaklingi eða lögaðila sem er nauðsynlegt að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteign ásamt fasteignaréttindum sem tilheyra henni til beinnar notkunar í atvinnustarfsemi sinni. Hins vegar samkvæmt umsókn frá einstaklingi ef hann telst hafa sterk tengsl við Ísland, svo sem vegna hjúskapar við íslenskan ríkisborgara. Á lögbýlum verði landbúnaður stundaður Meðal helstu atriða í breytingum á jarðarlögum er að í fimmtu grein frumvarpsins er gert ráð fyrir breytingum á ákvæðum varðandi lögbýli, þannig að til þeirra verði einungis stofnað til starfsemi á sviði landbúnaðar – sem er samkvæmt skilgreiningu hvers konar varsla, verndun, nýting og ræktun búfjár, ferskvatnsdýra, lands og auðlinda þess til atvinnu- og verðmætasköpunar, matvælaframleiðslu og þjónustu er tengist slíkri starfsemi. Í sjöundu grein er gert ráð fyrir samþykki sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir ráðstöfun á beinum eignarrétti eða afnotarétti jarða til lengri tíma en fimm ára yfir fasteignum sem falla undir gildissvið laganna. Þeim sem ber skylda til að afla þessa samþykkis ráðherra er skipt í þrjá flokka. Í fyrsta lagi ef fasteign er lögbýli og þannig háttar til að viðtakandi réttar og tengdir aðilar eiga fyrir lögbýli, eitt eða fleiri, sem eru samanlagt 50 hektarar eða meira að stærð, í öðru lagi ef fasteign er 350 hektarar eða meira að stærð og í þriðja lagi ef þannig stendur á að viðtakandi réttar og tengdir aðilar eiga fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 10.000 hektarar eða meira að stærð. Undanþága verður frá þessum ákvæðum ef eign er ráðstafað til nákominna. Upplýsingaskylda lögaðila jarða Þá er í sjöundu grein frumvarpsins gert ráð fyrir upplýsingaskyldu lög- aðila jarða, að veita stjórnvöldum upplýsingar um eignarhald sitt; annars vegar erlendir lögaðilar og hins vegar íslenskir lögaðilar sem eru að þriðjungi eða meira í beinni eða óbeinni eigu erlends lögaðila. Forsaga þess að frumvarpið er komið fram er að 16. júní 2017 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nefnd um endurskoðun eignarhalds á bújörðum. Var henni falið að gera tillögur að úrræðum til að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum landsins. Í skýrslu starfshópsins sem gefin var út 31. ágúst 2018 kom fram það álit að til að ná ofangreindum markmiðum kæmi helst til greina að gera nánar tilteknar breytingar á jarðalögum og ábúðarlögum. Atriði sem hópurinn lagði til að tekin yrðu til nánari athugunar lutu meðal annars að því að lögfesta skilyrði um búsetu á landi eða byggingu lands í landbúnaðarnotum, skilyrði um fyrirfram samþykki stjórnvalda fyrir aðilaskiptum að slíku landi og að ákvæði í jarðalögum fyrir lausn lands úr landbúnaðarnotum og landskiptum yrðu afmörkuð með skýrari hætti. Skoða má frumvarpið og umsagnirnar á vef samráðsgáttar stjórnvalda, samradsgatt.is. /smh Katrín Jakobsdóttir forsætis ráð­ herra.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.