Bændablaðið - 19.03.2020, Qupperneq 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 2020 29
skemmri tíma,“ segir Sigurjón og
bætir við að rekstur Sólheima sé
viðkvæmur og það megi lítið út
af bregða í starfseminni. „Í dag
er reksturinn í jafnvægi og nýtur
þess skilnings sem nauðsynlegur
er meðal hagaðila til að tryggja
áframhaldandi blómlegt starf á
þessum stað sem er í raun eitt af
óskabörnum þjóðarinnar en við
finnum fyrir því að Sólheimar
njóta mikils trausts og velvildar
meðal alls almennings.“
Glæsileg afmælisdagskrá
fram undan
Í tilefni af 90 ára starfsafmæli
Sólheima hefur afmælisnefnd
verið að störfum frá því fyrir
áramót sem leidd er af Magnúsi
Ólafssyni, varaformanni stjórnar
Sólheima. Metnaðarfull dagskrá er
að taka á sig mynd og eins og krist
allast hefur í starfsemi Sólheima
frá upphafi mun menning og listir
leika þar stórt hlutverk.
Fyrirhugað er að menningar
veisla Sólheima verði sett 6.
júní með glæsilegri afmælis
dagskrá sem mun lifa fram í lok
ágúst með veglegum tónleikum í
Sólheimakirkju alla laugardaga
í sumar.
Sögusýning í myndum og máli
sem unnin er í samstarfi við Reyni
Pétur um starf Sesselju á Sólheimum
og framlag Lionsklúbbsins Ægis til
starfsins allar götur frá árinu 1957.
Ásmundur Einar Daðason
félagsmálaráðherra verður við
staddur vígslu Péturstorgs
til að heiðra störf Péturs
Sveinbjarnarsonar fyrir Sólheima,
en hann stýrði starfi Sólheima í
hartnær 40 ár. Við það tækifæri
verður afhjúpað nýtt listaverk sem
er gjöf listamannsins Sigurðar
Guðmundssonar til Sól heima í
tilefni afmælisársins.
Hátíðarsýning verður í Þjóð
leik húsinu á leikverki sem nú
er verið að æfa með íbúum og
starfsmönnum Sólheima og mun
eiga skírskotun til sögu og starfs
Sesselju á Sólheimum.
Ný umhverfissýning verður
opnuð í Sesseljuhúsi við setningu
menningarveislu í byrjun sum
ars og forsætisráðherra Íslands,
Katrín Jakobsdóttir, mun sækja
Sól heima heim þann 4. júlí sem
verður dagurinn sem hin form
legu hátíðarhöld verða haldin í
tilefni afmælisins. Vígslubiskup
í Skálholti mun svo messa í
Sólheimakirkju á sjálfan afmæl
isdaginn 5. júlí.
Þá stendur til að bjóða öll um
íbúum í Grímsnes og Grafnings
hreppi í opið hús á Sólheimum
og þiggja leiðsögn, kynningu
og kaffi ásamt því að félögum í
Lionsklúbbnum Ægi verður gert
hátt undir höfði.
„Þetta er hvergi nærri tæmandi
upptalning en gefur þó til kynna
að öllu verður tjaldað til til að gera
afmælisárið minnisstætt öllum
þeim sem kjósa að taka þátt í því
með okkur,“ segir Sigurjón Örn,
augljóslega spenntur fyrir þeirra
glæsilegu dagskrá, sem verður
boðið upp á.
Næstu 90 árin?
Að lokum er Sigurjón Örn beðinn
um að skoða í kristalkúluna sína og
spá fyrir um hvernig starfsemin á
Sólheimum verður eftir önnur 90
ár, eða árið 2110.
„Já, þú segir það, ég held að það
verði áfram unnið í anda Sesselju
næstu 90 árin. Arfleifð hennar er
svo sterk og hugmyndir hennar
sem eitt sinn þóttu svo framandi
eru svo „main stream“ í dag sem
gerir það að verkum að Sólheimar
munu ekki lengur að þurfa að berj
ast fyrir tilvist sinni.
Ég tel að næstu 90 árin keppist
menn við að styrkja starfið enn
frekar og nýta þau ótal tækifæri
sem búa í sögu og ímynd staðarins.
Enginn er spámaður í sínu föð
urlandi en Sólheimum hefur lengi
verið hampað erlendis og til okkar
er horft sem eins af fyrstu sjálf
bæru samfélögum í heimi og fyrir
mynd þeirra sem á eftir komu. Slík
samfélög njóta mikils meðbyrs og
skilnings í dag, sem mun án efa
efla okkar góða starf. Þörfin fyrir
fagmennsku, virðingu, listsköp
un og kærleika mun áfram eiga
sinn stað í hjörtum fólks en það er
einmitt það sem Sólheimar standa
fyrir og munu gera um ókomna
tíð.“ /MHH
Vigdísarhús var vígt á Sólheimum á 78 ára afmæli staðarins 5. júlí 2008.
Hér er Vigdís Finnbogadóttir, sem húsið er nefnt eftir, og herra Sigurbjörn
Einarsson biskup, sem flutti húsblessun, en hann lést 28. ágúst 2008, þá
97 ára að aldri. Frú Vigdís fagnar 90 ára afmæli 15. apríl næstkomandi.
Mynd / MHH
Reynir Pétur Ingvarsson er líklega þekktasti íbúinn á Sólheimum, en hann gekk hringinn í kringum landið til að
safna fyrir íþróttahúsi á Sólheimum. Hér er hann með Hanný sinni á góðri stundu. Mynd / MHH
Það er mikið af frábæru listafólki á Sólheimum. Hér er einn listamaðurinn
við verk sín. Mynd / MHH
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
Opnar stöðvar
Stöðvar í húsi
Stöðvar í gám
Aukabúnaður eins og sjálfvirkur
skiptirofi og fleira
Öflug og góð þjónusta
Gerðu kröfur — hafðu samband við
Karl í síma 590 5125 eða sendu línu
á kg@klettur.is og kynntu þér þína
möguleika.
Allar stærðir
af AJ Power
rafstöðvum:
Sesseljuhús á Sólheimum. Mynd / HKr.
Frá Sólheimum. Myndir / HKr.