Bændablaðið - 19.03.2020, Qupperneq 39

Bændablaðið - 19.03.2020, Qupperneq 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 2020 39 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ALTERNATORAR í flestar gerðir dráttarvéla Áhugasamir er bent á vegr.is Netfang: vegr@vegr.is Vélsmiðja Grundarfjarðar Flytjum inn iðnaðarhús og skemmur í öllum stærðum gerðum. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Um viðskipti með bújarðir Sextíu ár eru frá stofnun Veiði­ klúbbsins Strengs. Umsvif hans hafa á stundum verið höfð á orði í umræðu um viðskipti með bújarðir þar sem sitt sýnist hverj­ um. Strengur er líka meðal þeirra sem yrðu fyrir áhrifum nýrra tillagna að lagabreytingum sem meðal annars gerðu sölu jarða yfir ákveðnum stærðarmörkum háðar leyfi ráðherra. Margir álíta tillögurnar, sem áhrif hafa á fjölda bújarða og þar á meðal flestar jarðir á Austur- og Norðausturlandi, úr hófi íþyngjandi. Og fleiri kunna að verða fyrir áhrifum en ætla hefði mátt að óathuguðu máli. Fyrirætlanir Strengs hafa verið ágætlega kynntar síðustu misseri. Markmið okkar eru skýr, að stöðva hnignun Atlantshafslaxins, sem nú flokkast sem tegund í hættu, með sjálfbærni að leiðarljósi og með aðgerðum til langs tíma, og til góða fyrir nærsamfélagið. Verkefnið nefnist Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi og snýst um villta laxastofna í ám Norðausturlands. Engar áætlanir eru um útvíkkun út fyrir það svæði. Líkt og margir vita þá er upphafs maður verkefnisins breski fjárfestirinn Jim Ratcliffe og því stýrt af Streng. Verkefnið er fjármagnað í bland af landareignum Jims Ratcliffe á Íslandi og tekjur af sölu Strengs á veiðileyfum í ám verkefnisins. (Frekari upplýsingar eru á www. verndarsvaedi.is.) Strengur og margir aðrir hafa gert athugasemdir við frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Sumar eru mjög gagnrýnar á tillögurnar. Þar á meðal er umsögn Bændasamtaka Íslands frá 11. mars. Í henni er bent á að allar hömlur á sölu fasteigna, þ.á m. jarða, séu til þess fallnar að afmarka kaupendahópinn og rýra þ.a.l. verðmæti jarðanna. „Lægra verðmæti þýðir svo aftur minna veðrými. Að mati Bændasamtakanna er nauðsynlegt að fram fari sjálfstæð rannsókn á því hvaða áhrif takmarkandi reglur sem þessar geta haft á virði og veðhæfi jarða sem og afleiðingar fyrir þá sem eiga þær m.t.t. skuldbindinga þeirra,“ segir þar. Samtökin gagnrýna einnig hversu mikið vald ráðherra er fært og vara við því að takmarkanir á sölu fasteigna stangist á við eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar. Álit í þessa veru er að finna í mörgum öðrum athugasemdum sem skilað hefur verið inn. Þá er vert að benda á álit Gunnars Þorgeirssonar, nýkjörins formanns Bændasamtakanna, sem birtust í grein hans í Bændablaðinu 5. mars. Hann bendir á að ekki sé síður mikilvægt að ríkið skilgreini stefnu um hvað gera eigi við ríkisjarðir. „Því þær eru fjölmargar og standa ósetnar og hafa mjög mikil áhrif á búsetumynstur í hinum dreifðu byggðum,“ segir hann. Rökræða má hvort breyting- arnar sem forsætisráðherra leggur til gagnist í baráttunni gegn fækkun í bændastétt. Vandkvæði land búnaðarins eru vel þekkt. Forsíðufrétt Bændablaðsins 24. október síðastliðinn fjallað um vandann sem stafar af þeim fjöl- mörgu býlum sem fallið hafa úr nýtingu í kjölfar erfða þar sem nýir eigendur hafa ekki hug á búskap. Umræða um þetta heldur áfram. Markmið frumvarpsdraganna falla hins vegar vel að náttúruverndar- og uppbyggingarstarfi verndars væðisins á Norðausturlandi. Þau snúast meðal annars um að stuðla að því að nýting lands og réttinda sé við landkosti og með hags muni samfélagsins að leiðarljósi, og stuðli að fjölbreyttum og samkeppnishæfum landbúnaði, náttúru vernd, viðhaldi og þróun byggðar og um leið þjóðfélagslega gagnlegri og sjálfbærri landnýtingu. Áframhaldandi hefðbundinn landbúnaður styður markmið verndar starfsins og Strengur vill styðja komandi kynslóðir í að velja sér bændastarfið. Um áframhaldandi ábúð hafa því verið útbúnir langtímaleigusamningar. Við kaup hefur íþyngjandi skuldum á stundum verið létt af rekstri búa og rekstur þeirra vænlegri á eftir. Staðreyndin er að búskapur hefur ekki lagst af á neinni jörð sem keypt hefur verið í tengslum við verkefnið, og raunar verið tekinn upp aftur á einni þar sem hann var að leggjast af. Að okkar mati takmarkast jákvæðar afleiðingar verndar- svæðisins ekki við verndar- og uppbyggingarstarfið, heldur gagnast þau nærsamfélaginu einnig stórlega, þar með talið bændum. Markmiðið er að verkefnið verði sjálfbært, að allar tekjur renni aftur til verkefnisins og áframhaldandi uppbyggingar og þannig verði það uppspretta starfa og umsvifa á svæðinu til langrar framtíðar. Tilgangurinn starfsins er skýr, að stöðva á sjálfbæran máta hnignun Atlantshafslaxins, þannig að gagnist nærsamfélaginu um leið. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Veiðiklúbbsins Strengs LESENDABÁS Gísli Ásgeirsson. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Rétt sýrustig jarðvegs leggur grunninn að aukinni uppskeru og endingu túna. Mikilvægar nytja jurtir eins og vallarfoxgras, rý gresi, vallarsveifgras, háving­ ull og smári þrífast betur í jarð­ vegi með hátt sýrustig. Eldri tún með lágt sýrustig einkennast af tegundum eins og hávingul, hálíngresi, axhnoðapunt og snarrót. Í súrum jarðvegi gefur sáðgresið eftir og óæskileg fóður- grös og plöntur verða ríkjandi. Margar plöntutegundir sem ekki eru æskilegar í túnum þrífast vel við lágt sýrustig í jarðvegi og fá því forskot í samkeppni við þær plöntutegundir sem eru æskilegar í túnum. Sýrustig jarðvegs og upptaka næringarefna Æskilegt sýrustig jarðvegs hefur jákvæð áhrif á aðgengi plantna að næringarefnum. Þannig fæst betri nýting á tilbúnum áburði. Einnig stuðlar æskilegt sýrustig jarðvegs að auknum rótarvexti plantna, sem eykur aðgengi að næringarefnum og vatni. Kölkun eykur einnig vetrarþol sáðgresis. Sýrustig jarðvegs og belgjurtir Smári hefur ýmis jákvæð áhrif á gæði gróffóðurs. Hann stuðlar að auknum styrk próteins, vítamína og steinefna í gróffóðri. Meðal annars inni heldur smári þrisvar til fjórum sinnum meiri kalsíum en vallarfoxgras, og tvisvar til þrisvar sinnum meira af magnesíum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fóðurupptaka og mjólkurframleiðslan eykst með auknu hlutfalli af smára í gróffóðri. Til þess að belgjurtir þrífist, er mikilvægt að sýrustig jarð- vegs sé hærra en pH 6,0. Ein af ástæðum þess að belgjurtir þrífast betur við hátt sýrustig er að jarðvegsbakteríurnar sem lifa á rótum þeirra auka virkni niturbindingar. Kölkun bætir byggingu jarðvegs og eykur loftun. Það er ein af forsendum fyrir starfsemi hinna ýmsu jarðvegslífvera sem eykur á umsetningu næringarefna og bætir þar með frjósemi jarðvegs. Ragnhild Borchsenius, fagstjóri fyrir gróffóður hjá norsku landbúnaðar ráðgjafaþjónustunni (NLR), birti í Budskap 2-2020. Þýtt af Margréti Ingjalds- dóttur, söluráðgjafa hjá SS Kölkun eykur uppskeru og bætir endingu túna Mismunandi kröfur tegunda á pH jarðvegs og næringu Heimild: Ragnhild Renna, NLR Nord-Norge Tegund pH-krafa Næringarþörf Vallarfoxgras 6,0 - 6,3 Meðal Hávingull 5,6 - 5,9 Meðal Vallarsveifgras 6,0 - 6,3 Mikil Sandfax 6,0 - 6,3 Mikil Strandreyr 5,5 - 7,0 Lítil Túnvingull 5,5 - 7,0 Meðal Axhnoðapuntur 6,0 - 6,3 Mikil Fjölært rýgresi 5,6 - 6,3 Mikil Rauðsmári 6,2 - 6,5 Meðal Hvítsmári 6,2 - 6,5 Meðal

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.