Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Page 6

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Page 6
AÐGENGI AÐGENGI Hraðbankar eru óaðgengilegir sjónskertu fólki. / öllum þjóðfélögum heims eru enn fyrir hendi hindranir sem koma í veg fyrir að fatlað fólk geti notið réttar síns og frelsis til athafna og hindra það um leið í að taka þátt í almennum athöfnum sam- félagsins. Hverju ríki ber skylda til að fjarlægja slíkar hindranir (Meginregl- ur SÞ, formáli, grein 15). Ríkjum ber að viðurkenna hversu aðgengi er mikilvægt þegar fjallað er um jafnrétti á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Til þess að koma til móts við þarfir fólks með hvers kyns fötlun er lagt til að ríki a) geri áætlanir um með hverjum hætti megi ryðja hindr- unum úr vegi þeirra sem eru líkam- lega fatlaðir og b) sjái til þess að upp- lýsingar og boðskipti verði aðgengi- leg (Meginreglur SÞ, 5. regla). Skortur á aðgengi er mannréttindabrot Innan Evrópska efnahagssvæðisins og aðildarríkja þess er í auknum mæli farið að fjalla um málefni fatlaðra út frá mannréttindasjónarmiðum og kröfum um jöfn tækifæri handa öll- um þegnum. A síðastliðnum áratug hafa verið samþykkt í ýmsum lönd- um heims lög sem banna mismunun vegna fötlunar. Má nefna sem dæmi Ástralíu, Bandaríkin, Stóra-Bretland og Suður-Afríku. Hér á landi voru einnig sett lög um málefni fatlaðra á síðasta áratug en ákvæði þeirra um mismunun eru harla veik. I Banda- ríkjunum hefur verið gengið einna lengst í þessa átt. Árið 1990 voru samþykkt þar sérstök lög um málefni fatlaðra, Americans with Disabilities Act (ADA). Fatlað fólk hefur sömu réttindi og skyldur og aðrir þjóðfélagsþegnar. Þetta þýðir með öðrum orðum að drengir og stúlkur, konur og karlar á öllum aldri eiga að hafa jafnan rétt og tækifæri til að stjóma lífi sínu og að óskir þeirra séu virtar. Mikilvægur árangur náðist í rétt- indabaráttu fatlaðra þegar þing Sameinuðu þjóðanna samþykkti meginreglur um jafna þátttöku og tækifæri fatlaðra árið 1993. Þeirri skoðun eykst nú fylgi að í stað meginreglnanna beri að vinna að alþjóðlegum sáttmála um réttindi fatlaðra. Eru sáttmálar um réttindi kvenna og bama nefndir sem fyrir- myndir. Meginreglumar skylda ekki ríkisstjórnir aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna til þess að grípa til aðgerða. Ýmis ríki hafa þó leitt ákvæði í lög sem má með beinum hætti rekja til meginreglnanna. Má þar nefna Kín- verska alþýðulýðveldið en þar hefur mikið starf verið unnið til þess að bæta hag fatlaðra. Meginreglurnar hafa haft áhrif á störf dómstóla víða um heim þar sem talið er að í þeim felist ákveðin mannréttindi sem rétt sé að taka tillit til. Má þar nefna dóm Hæstaréttar 19. desember 2000 en í málsreifun sinni vitnaði Ragnar Aðalsteinsson meðal annars til ákvæða í meginreglunum. Þá hafa þessar reglur orðið til þess að öll Norðurlöndin nema Island hafa sett fram sérstaka áætlun um úrbætur í aðgengismálum. Málefni fatlaðra eru mannréttindi Á fundum sínum hefur Mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna tekið málefni fatlaðra til umræðu sem mannréttindamál. í síðustu ályktun nefndarinnar um þessi efni (Ályktun 2000/51) beinir nefndin því til sam- taka og stofnana að fylgja eftir álykt- unum nefndarinnar. Einnig er skorað á aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að fjalla um stöðu fatlaðra í skýrslum sínum um mannréttindi. Nefndin gaf einnig út svo hljóðandi yfirlýsingu sem lýsir afstöðu hennar til megin- reglnanna: „Hvers kyns brot á grundvallar- hugmyndum um jafnrétti, hvers kyns aðgreining eða mismunun eða hvers konar neikvæður aðskilnaður fatlaðra er brot á mannréttindum þeirra”. Bamasáttmáli SÞ er einnig mikil- vægt skjal sem vitna má til um mál- efni fatlaðra, en sáttmálinn var sam- þykktur 20. nóvember 1989. Þar er fjallað um ýmis réttindi bama og 6

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.