Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Page 8

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Page 8
„Eigi skal haltur ganga meðan báðir fœtur eru jafnlangiru Ferli- og aðgengismál hreyfihamlaðra að er meginforsenda þess að fatlaðir geti lifað sem eðli- legustu lífi að öll umgerð þjóðfélagsins sé þannig að þeim sé gert auðvelt að komast um til að reka erindi sín vegna vinnu, tómstunda eða félagsskapar í gleði og sorg. Gunnlaugur ormstunga mun hafa sagt við Eirík jarl: „Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafn- langir.” Munnmælasagan segir að hirð- maður jarls, er Þórir hét, hafi þá sagt: „Þessi rembist mikið, Islending- urinn, og væri vel að vér freistuðum hans nokkuð.“ Síðan þetta var sagt finnst mér eins og hugsunarháttur Islendinga hafi á margan hátt lengi verið í sömu veru. Það hefur hjálpað þjóðinni á erfiðum tímum og oft á tíðum hjálpað ein- staklingum til þess að sigrast á erfið- leikum - ekki síst fötluðum til þess að yfirvinna fötlun sína og ná settu marki og standa sig í þjóðfélaginu. Byggingar í anda Gunnlaugs ormstungu Vissulega er Island erfitt yfirferðar og víða illa fært nema fuglinum fljúgandi. Frá því að Islendingar byrjuðu að byggja hús og alveg fram til dagsins í dag hefur oft lítið verið hugsað um hagnýtt gildi. Oft hefur það verið bannorð að þau séu að- gengileg nema hraustasta fólki eða fólki sem getur leyft sér að lifa í anda Gunnlaugs ormstungu. Öll hönnun og arkitektúr hefur verið í þá veru að það þarf helst að vera hin rnesta þrekraun að geta farið ferða sinna eða rekið erindi sín þar. Lengi vel var ekki hús með húsi frekar en maður með mönnum nema það væru tröppur fyrir utan. Þótt það væru svo fljótlega tröppur niður aftur í íbúðinni þá var það enn betra og flottara. En tröppur voru ekki það eina sem var til trafala innandyra. Gott dæmi urn slíkt er að flestöll eldri hús eða ARNÓR PÉTURSSON, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. íbúðir í landinu eru með þeim ósköp- um að salernisdyr eru mun mjórri en aðrar dyr og því oftast algjörlega óaðgengilegar fyrir fólk í hjóla- stólum. Séu gerðar athugasemdir vekja þær sterk viðbrögð. Fyrir nokkrum árum voru gerðar athugasemdir við að- gengi að Norræna húsinu. Þá voru rökin þau að það mundi eyðileggja sjónrænt útlit hússins ef það yrði gert aðgengilegt. Þar sem arkitektinn var látinn var þetta líka talin breyting á vernduðu hugverki svo að engu mætti breyta. Urn þetta stóðu deilur með hléum um árabil En nú hefur skynsemin náð yfirhöndinni fyrir nokkru. Inn í slíkar umræður geta flækst furðulegir fordómar og misskiln- ingur. Gott dæmi um það er að um nokkurt skeið bjó ég í fjölbýlishúsi þar sem aðgengi var ábótavant en aðeins þurfti að gera litla skábraut til að það yrði gott. Viðbrögð einhverra íbúa urðu, þótt enginn þyrði síðar að gangast við þeim, að ef slíkt væri gert mundi húsið fyllast af fólki í hjólastólum og íbúðirnar falla í verði. Þegar málin voru skoðuð betur kom í ljós að húsið var byggt eftir að lög og reglugerðir höfðu verið sett um að slík hús skyldu vera fullkomlega aðgengileg og m.a. höfðu tvær skábrautir verið teikn- aðar við húsið. Þegar gengið var frá húsinu var ekki farið að teikningum. Byggingayfirvöld höfðu ekki staðið sig betur en svo að við lokaúttekt var engin athugasemd gerð. Ég er sann- færður um að þetta er ekki eina dæmið um slíkt. Nokkur dæmi eru um það að á veitingahúsum, þjón- ustustofnunum og jafnvel opin- berurn byggingum með góð og aðgengileg salerni eru þau læst svo að leita þarf lengi að lykli. Þó tekur steininn úr þegar lykillinn finnst. Þá kemur í ljós að í mörgum tilfellum eru þau þá notuð sem geymslur eða ruslaherbergi. Misnotkun bifreiðastæða fatlaðra Islendingar eru ein mesta bflaþjóð í heimi. Til að auðvelda hreyfihöml- uðum að sinna erindum sínum hefur á nokkrum stöðum verið komið upp P-stæðum sem eru sérstök bif- reiðastæði fyrir fatlaða. Vissulega er það til mikilla bóta en samt eru stæðin alltof fá. Það sem verra er að nú bregður svo við að ættingjar Gunnlaugs ormstungu eru orðnir svo latir og sjálfselskir að nær undan- tekningalaust þegar hreyfihamlaður þarf á slíku stæði að halda er það upptekið af fólki sem er með báða fætur jafnlanga og ekkert amar að til gangs. Hvergi nokkurs staðar nema hér á landi þekkist að aðrir en þeir sem til þess hafa réttinn leggi í slík stæði og reyndar eru slíkar sektir við því erlendis að enginn gerir það nema einu sinni. Mikil vinna hefur verið lögð í að gera úttekt á því hvernig byggingar eigi að vera svo að þær séu aðgengi- legar öllum. Má þar sérstaklega nefna starfshópinn sem vann að útgáfu bókarinnar Aðgengi fyrir alla. Segja má að hún sé biblía allra þeirra sem þurfa á góðu aðgengi að halda. Einnig ætti hún að vera biblía allra 8

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.