Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Page 11

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Page 11
Áhorfandinn hverfur á vit myndarinnar. kynningarefnis virtust menn ekki hafa hugað að markhópnum. Þannig var stundum rakið það helsta sem einkenndi ákveðin tímabil í ævi Errós. I eitt skipti var lýst tilurð ákveðinnar myndraðar en síðan ein- ungis fjallað um tiltekna mynd í röðinni. Hins vegar var lítið um lýs- ingar á einstökum listaverkum. Ánœgja með tilraunina Þegar haft var samband við Eirík Þorláksson, forstöðumann Listasafns Reykjavíkur og ánægju lýst með tilraunina sagðist hann einnig vera ánægður með viðbrögðin. „Við höfum fengið yfirlit yfir notkun (þ.e. fjölda hringinga og mínútufjölda) sem bendir til að þetta hafi náð nokkrum vinsældum." Eiríkur var því næst spurður hvað hefði ráðið því hvernig kynningarnar voru úr garði gerðar. „Við upphaf verkefnisins var leitað eftir ákveðnu jafnvægi rnilli al- mennra upplýsinga (um tímabil, feril o.s.frv.) og takmarkaðri lýsinga (þ.e. um ákveðin málverk), en auðvitað skarast þetta að vissu marki. Það var einnig ákveðið að leita til ýmissa aðila (listfræðinga, listamanna og annarra) til að fá umsagnir og veita TÍMARIT ÖRYRKJABANDALAGSINS þeim nokkurt frelsi í sinni umfjöllun. Markmiðið er að þarna sé sem mest efni fyrir almenna gesti safnsins, ekki of fræðilegt en heldur ekki of bókstaflegt. Jafnvægi þarna á milli verður ætíð viðkvæmt og erfitt að sjá fyrir sér að það verði nokkum tíma þannig að öllum líki - en þá verður ætíð hægt að halda áfram að leita nýrra leiða.“ Nú lauk Erró-sýningunni um ára- mótin. Mér lék því hugur á að for- vitnast um framhald þessarar leið- sagnar. „Þetta GSM-leiðsagnakerfi verður þróað áfram. Erró-sýningunni er að vísu lokið en það verður sett upp ný sýning og leiðsögninni breytt miðað við hana. Síðan er ætlunin að þróa á næstunni samsvarandi leiðsögn urn sýningu á verkum Kjarvals á Kjarv- alsstöðum, verk Ásntundar Sveins- sonar í Ásmundarsafni og loks um valdar stærri sýningar sem verða haldnar innan safnsins í framtíðinni. - Þetta er því leiðsagnarkerfi sem er komið til að vera og mun vonandi eflast og styrkjast í framtíðinni. Nú standa yfir samningaviðræður um hvort þetta geti áfram verið gest- um að kostnaðarlausu (eða þá hvaða kostnað verði um að ræða); við gerum okkur í dag góðar vonir um að þetta geti verið ókeypis áfram, a.m.k. á næsta ári.“ Hvað má bæta í kerfinu? Greinilegt er að forráðamenn Lista- safns Reykjavíkur hafa til þess metn- að að gera þetta kerfi sem best úr garði. I væntanlegri þróunarvinnu mætti hafa eftirtalin atriði í huga: Huga þarf nánar að markhópnum sem höfða á til. Breyta þarf kerfinu þannig að menn geti hætt í miðri frásögn og haldið síðan áfram á sama stað. Lýsa þarf betur einstökum lista- verkum sýningarinnar. Listasafnið kanni hvort ekki sé rétt að bjóða sérstök segulbands- eða rafræn tæki sem menn geti hengt á öxlina. Það er þreytandi að halda GSM-símum upp að eyranu til lengdar. Því er þeim bent á sem ætla að nýta sér leiðsögnina að fá sér heyrnartól við símann sinn áður en farið er á Listasafn Reykjavíkur til þess að njóta fræðslu unt listaverkin. Listasafni Reykjavíkur er óskað til hamingju með þessa tilraun. I megin- atriðum telst hún hafa heppnast vel. A.H. ii

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.