Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Síða 15

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Síða 15
starfsfólkið en Gunnar þreifar á blindra- letursborðinu og þá veit hann í hvaða fyrir- tæki er verið að hringja. Hann notar einnig fótstig og þá svarar hann en um leið setur hann höndina á takkaborðið. Gunnar segir að Samskip séu góður vinnuveitandi og hafi ávallt greitt götu hans. Sjónstöð Islands lætur í té búnaðinn sem Gunnar notar í sínu starfi. Gunnar hefur fikrað sig áfram í tölvu- þjálfun. „Þegar símvirkjarnir voru að setja upp símkerfið hér reyndi ég að fá allar upplýsingar hjá þeim. Ef eitthvað bilar í símkerfinu þá hringi ég í þá og kvarta þeir þá oft yfir að ég spyrji of mikið“, segir Gunnar og brosir. Gunnar hefur tekið að sér að kenna öðru starfsfólki í húsinu á símkerfið og ef einhver minniháttar bilun verður á kerfinu þá fer Gunnar í málið. Hjá Samskipum er, eins og á öðrum stórum vinnustöðum, innanhúss- tölvupóstur og les talgervillinn allan póst sem berst til Gunnars. „Ég hef líka notað for- rit sem heitir Talpóstur og ætla ég að reyna að fá meiri þjálfun í notkun þess forrits“, segir Gunnar. Málin ekki í góðum farvegi Gunnar hefur fengið tölvuþjálfun hjá Dóru Pálsdóttur, áður kennara í Hringsjá, starfs- þjálfun fatlaðra. Hann langar til að læra meira og komast á fleiri tölvunámskeið. Gunnar segist ekki vita hvert hann geti snúið sér til að fá meiri þekkingu á það kerfi sem hann notar. Blindraleturshugbúnaðurinn sem hann notar er mjög flókinn og ef eitthvað bilar þá tekur mjög langan tíma að laga það því það eru mjög fáir hér á landi sem kunna þar til verka. Hann segist oft þurfa að hringja í marga aðila og stefna þeim saman á sama tíma en það reynist oft erfitt. „Ef það þarf að leita tæknilegra lausna þá þarf að elta menn úr mörgum áttum til að leysa vandann. Það sem einn þekkir þekkir ekki hinn. Það er nauðsynlegt að einn og sami maðurinn hafi heildarsýn á þessi mál. Tölvumálin hjá blind- um eru ekki í nógu góðum farvegi“, segir Gunnar. Hann segir þetta óviðunandi og þarf þjónustan í kringum þetta kerfi að vera mun betri en hún er núna. Gunnar segir einnig að það hafi ekki verið nægilega mörg tölvu- námskeið fyrir blinda þar sem kennt er á þann búnað sem er í boði hér á landi. Fatlaðir fái tœkifœri til að nýta tœknina Gunnar leggur mikla áherslu á að fatlaðir nýti sér tæknina og fái þá leiðsögn sem þurfi. Hann segir að oft fylgi þróun tækja fyrir fatlaða ekki þeirri tækniþróun sem almenn er. Windows '95 var orðið ágætlega þróað fyrir búnaðinn sem Gunnar notar en Windows 2000 er ekki eins vel á veg komið og segir Gunnar að það komi upp vandi sem tókst að leysa áður, en lausnirnar á sams konar vanda eru enn sem komið er vart fyrir hendi hér á landi. Gunnar er bjartsýnn á framtíðina og segist viss um að einn daginn komist þessi mál í gott horf. Tækninni fleygir fram og finnst Gunnari heldur alvarlegra þegar öryrkjar fá ekki þau tækifæri sem aðrir fá vegna þess að það sé kreppt að þeim fjárhagslega. K.Þ. Gunnar segir nauðsynlegt að fatlaðir fái tölvuþjáifun. TÍMARIT ÖRYRKJABANDALAGSINS 15

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.