Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Side 22
MYNDIR FRA
AÐALFUNDI
OG AFMÆLI
ÖRYRKJABANDA-
LAGS ÍSLANDS
Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands var
haldinn 5. október síðastliðinn að Borgar-
túni 6 í Reykjavík. Umræður um kjaramál
settu svip sinn á fundinn.
Að loknum aðalfundi var fjölmörgum gest-
um boðið til afmælishófs á Grand hóteli í
Reykjavík. Formaður Öryrkjabandalagsins,
Garðar Sverrisson, stýrði afmælishófinu.
Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands
og Jan Monsbakken, formaður norrænu
Öryrkjabandalaganna voru heiðursgestir
fundarins.
Arnþór Helgason framkvæmdastjóri í ræðupúlti.
Garðari Sverrissyni, formanni Öryrkjabandalags
Islands, var tíðrætt um kjör öryrkja á aðalfundinum.
Gísli Helgason afhenti Garðari Sverrissyni, form.
ÖBI, flautuna sem hann lék á þjóðsönginn eftir að
Alþingi hafði sett umdeild lög í kjölfar öryrkja-
dómsins.
Hér má sjá Helga Seljan, Friðjón Erlendsson,
Ragnar R. Magnússon, Gísla Helgason og Elísabetu
Á. Möller.
22