Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Qupperneq 24

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Qupperneq 24
PARKINS ONSKÓLI Eiga skólar eingöngu að þjóna þörfum atvinnulífs- ins? Eða eiga skólar líka að vera ætlaðir fyrir fólk til að læra að lifa við þær aðstæður sem það býr við? Eitt er víst að fyrir fólk með ólæknandi sjúkdóm skiptir miklu máli að fræðast um veikindi sín. Ekki síst gildir þetta um fólk með Parkinsonsjúkdóm vegna þess að Parkinsonsjúkdómur er mjög ein- staklingsbundinn og lyfjameðferðin flókin og lyf og lyfjasamsetning margvísleg. Sú meðferð sem hentar einum vel hentar öðrum síður. Það er mikilvægt að við lærum sjálf að greina á milli sjúkdómseinkennanna og aukaverkana lyfja og þekkjum hvenær einkenni koma vegna of mikillar lyfjatöku og hvenær vegna of lítillar. Við þurfum að tileinka okkur tungumál læknanna til að geta rætt við þá um lyfjameðferðina og annað og fá hjá þeim góð ráð sem við þurfum á að halda því lykillinn að skilningi er að tala sama tungu- mál. Þannig getum við haldið áfram að stjórna okkar eigin lífi og taka ábyrgð á því þó að dagleg lyfjataka og ævilangt samstarf við lækna sé orðin staðreynd í okkar lífi. Með stjórnina í okkar höndum er líðanin betri, sjúkdómseinkennin bærilegri og hugsanlega þróun sjúkdómsins hægari. Hver eru tœkifœrin til að frœðast Tækifærin til fræðslu eru mörg og misaðgengileg. Flestir fá einhverja grunnþekkingu frá sínum lækni að minnsta kosti ef þeir sækjast eftir henni, sumir leita eftir þekkingu alls staðar sem hana er að finna og enn aðrir afneita sjúkdómnum og vilja ekkert af honum né um hann vita í lengstu lög. Til lengdar kostar það hinn síðastnefnda vanlíðan og stress við að fela sjúkdómseinkennin fyrir sjálfum sér og öðrum og stendur í vegi fyrir einlægum samskiptum við aðra. Margir lesa sér til um sjúkdóminn heima hjá sér t.d. í ritinu „Heimilis- læknirinn" eða á netinu. Að afla sér þekkingar á þann hátt er góðra gjalda vert, en er oft mjög „sjokk- erandi“ lesning fyrir nýgreinda manneskju vegna þess að sumt efnið er úrelt og ekki sett fram með það fyrir augum að lesandinn sé að lesa um framtíðarmöguleika sjálfs sín. Anna Hrefnudóttir Og oftast er tolk eitt að lesa sér til og hefur engan sem þekkir sjúkdóminn og nýjustu meðferðarmöguleika til að spyrja spurninganna sem upp koma og til að aðstoða við að horfast í augu við raunveruleikann. Og upp- lýsingamar em jafnvel samhengis- lausar, mótsagnakenndar og erfitt að fá út úr þeim heillega mynd. Námskeið Endurmenntunar- stofnunar Háskóla íslands um Parkinsonveiki Undirrituð greindist sjálf með Parkinsonsjúkdóm fyrir tæpum fjórum árum, þá 42ja ára. Hún vildi fljótlega vita allt sem vitað er um sjúkdóminn og hefur reynt að afla sér þekkingar víða. Því greip hún fegins hendi þegar bauðst að fara á námskeið um Parkinsonsjúkdóm í Endurmenntunarstofnun Háskóla Is- lands 12. til 13. nóvember sl. Þar voru fyrirlesarar frá öllum sérgreina- hópum sem koma að umönnun Parkinsonveikra. Námskeiðið var í reynd ætlað fólki sem annast Parkinsonsjúklinga enda var uppi- staða nemanna starfsfólk heil- brigðisstofnana, þó var það ekki auglýst þannig. Að halda þetta námskeið var mjög gott og þarft framtak. Það var fróð- legt og mikil þörf er á að kenna þeim sem annast Parkinsonsjúklinga um hvemig Parkinsonveiki er svo þeir hafi betri forsendur til að hjálpa því fólki sem það annast. Heiti fyrirlestranna gefur gott yfir- lit yfir efni námskeiðsins: - Hvað er Parkinsonveiki? Einkenni, gangur, horfur og faraldsfræði sjúk- dómsins? (Asgeir B. Ellertsson, taugalæknir). - Truflanir á starfsemi sjálfráða taugakerfisins, svefni og lyktar- skynjun í Parkinsonveiki. (Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir. taugasjúkdóma- læknir). - Meinafræðilegar breytingar og líf- eðlisfræðilegar truflanir í boðefna- starfsemi. (Halldór Kolbeinsson, geðlæknir). - Lyfjameðferð við Parkinsonveiki í upphafi og á seinni stigum. Áhrif hennar og snemm- og síðbúin vanda- mál er henni tengjast. (Grétar Guð- mundsson, taugalæknir). - Aðgerðir við Parkinsonveiki. (Garðar Guðmundsson, taugaskurð- læknir). Erfðir og Parkinsonsveiki. (Andrew Anthon Hicks, erfða- fræðingur). - Endurhæfing Parkinsonsjúklinga. (Olöf Bjamadóttir, læknir). - Viðbrögð við sjúkdómsgreiningu - að lifa með sjúkdóminn. (Svanhvít Björgvinsdóttir, sálfræðingur). - Tal og kyngingarvandamál í Park- insonveiki - hvað er til ráða. (Elísabet Arnardóttir, talmeina- fræðingur). - Hlutverk iðjuþjálfa, hjálpartæki og leiðbeiningar. (Kolbrún Einarsdóttir, næringarráðgjafi). - Félagslega kerfið, hvaða leiðir skal fara. (Barbel Schmidt, félagsráð- gjafi). - Tryggingakerfið og Parkinson- sjúklingar. (Haraldur Jóhannsson, læknir hjá Tryggingastofnun rík- isins). 24

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.