Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Side 31
stofnunar í Vestur-Svíþjóð (Försakringskass-
an). Hann sagði frá hvemig ástandið þar í landi
væri og hvað gert hefur verið til bóta. Innlegg
Sven-Olof í umræðuna um samstarf stofnana
var mjög áhugavert. Öll endurhæfing þar í
landi er starfsmiðuð og skoðað er hverju þarf
að sinna til að endurhæfingin geti orðið sem ár-
angursríkust.
Hann kynnti SASSAM - lfkanið eða mats-
tækið en það er eins konar eyðublað sem allir
fagaðilar fá í hendumar. Með því er hægt að
safna grunnupplýsingum um einstakling sem
þarf að leita til margra sérfræðinga. I stað þess
að grafast þurfi fyrir um sögu og ástand ein-
staklingsins er þetta blað haft til hliðsjónar þar
sem búið er að fylla í alla reiti helstu upp-
lýsingar. Þetta flýtir ferlinu og einstaklingurinn
kemst fyrr í endurhæfingu sem er bráð-
nauðsynlegt. Sven-Olof sagði að líkanið væri
verkfæri til að fá heildarsýn á ástand einstak-
lingsins og gengi út frá því að koma fólki út á
vinnumarkaðinn aftur. Sven-Olof sagði að hér
á landi þyrfti að gera áætlun um uppbyggingu
endurhæfingar þar sem verksvið hvers og eins
yrði skilgreint. Hann sagði að það væri
nauðsynlegt að auðvelda endurhæfingarferlið
með:
skipulagðri athugun með heildarsýn
að taka mið af þörfum einstaklingsins
að tryggja samfellu í ferlinu
að hafa ábyrgð á endurhæfingu einstaklingsins
skýra
að sá/þeir sem bera ábyrgð á endurhæfingu ein-
staklingsins hafi fagþekkingu, umboð og úr-
ræði til að veita einstaklingnum nægilegan
stuðning
að samhæfa skipulag og fjármagn vegna
stuðningsaðila
Sven-Olof benti á í lokin að einstaklingurinn
sjálfur væri mikilvægasti aðilinn í endur-
hæfingarferlinu. Gunnar Kr. Guðmundsson
þakkaði Sven-Olof fyrir erindið og sagði það
vera mjög áhugavert.
Hrafnhildur Tómasdóttir, félagsráðgjafi, hélt
erindi um endurmenntun atvinnulausra. Hún
sagði nauðsynlegt að viðhalda starfshæfni og
að fólk geti lagað sig að breytilegum aðstæðum
en það tryggi stöðu þess á vinnumarkaði.
Hún sagði, eins og áður hefur komið fram, að
30 % öryrkja hefðu aðeins grunnskólapróf,
væru því á lægstu laununum og það væri minna
um endurmenntun á meðal þessa hóps.
Einstaklingar í þessari stöðu hafa oft lítið
sjálfstraust og þurfa mikla hvatningu. Hrafn-
hildur vakti athygli á að það stæðu manneskjur
á bak við tölurnar þegar talað er um „jafn-
vægisatvinnuleysi“ og hvaða áhrif sú umræða
hefur. Hún benti einnig á að örorka hafi sömu
áhrif og atvinnuleysi. Við búum í vinnumiðuðu
landi og fólk tengir sjálfsmynd sína við starf
sitt og spurningin væri alltaf „hvað gerirðu“? í
Mikilvægt að endurhæfing sé starfsmiðuð.
Frá nýja tækjasalnum á Reykjalundi.
stað „hvernig hefur þú það“?
MFA-skólinn reynir að styrkja einstakling-
ana, veitir þeim ráðgjöf og eins og Hrafnhildur
orðaði það „þar lærir fólk að læra“. Þeir sem
hafa verið atvinnulausir langtímum saman fá
aðstoð eftir þörfum í MFA-skólanum.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumála-
stofnunar, talaði um starfshæfni þeirra sem
hafa verið lengi atvinnulausir. Hann hefur
orðið var við í starfi sínu að fólk sem hefur
verið lengi atvinnulaust missi oft félagslega
færni sína. Þá væri það algengt viðhorf hjá at-
vinnuveitendum að einstaklingur sem hefur
verið atvinnulaus lengi væri ekki góður starfs-
kraftur. Hann hélt því fram að færri þyrftu á
endurhæfingu að halda þegar atvinnuleysi væri
lítið og þá vildi gildi endurhæfingarinnar
gleymast.
Hann sagði að langtímaatvinnuleysi væri að
mestu bundið við höfuðborgarsvæðið og þar
væri þörfin fyrir starfsendurhæfingu brýnust.
TÍMARIT ÖRYRKJABANDALAGSINS
31