Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Page 34

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Page 34
C SÝNILEGAR FJÖLSKYLDUR Seinfærar/þroskaheftar mæður og börn þeirra HANNA BjÖRG SlGURJÓNSDÓTTIR Rannvhig Traustadóttir Fjölskyldan saman. Myndin á bókarkápu er eftir Sigur jón Jóhannsson. Hvað er „nægilega gott“ foreldri? ✓ Osýnilegar fjölskyldur Seinfærar/Þroskaheftar mæður og börn þeirra bókinni Osýnilegar fjölskyldur, Seinfær- ar/Þroskaheftar mæður og börn þeirra eru birtar niðurstöður rannsókna sem þær Hanna Björg Sigurjónsdóttir og Rannveig Traustadóttir unnu á árunum 1994 til 2000. Rannsóknin er hluti af stærri rannsóknum á fötluðum konum. Fram kemur í formála bókarinnar að hér á landi hafi ekki áður verið gerðar ítarlegar rann- sóknir á fjölskyldum seinfærra/þroskaheftra foreldra. Hér er því um verðugt verkefni að ræða. I inngangi segir að seinfærar/þroskaheftar ntæður og fjölskyldur þeirra séu ósýnilegar í flestum samfélögum og að enginn viti með vissu hversu margar þær eru. Flestir fræði- menn eru sammála um að þeim fari fjölgandi og því sé nauðsynlegt að afla þekkingar og skilnings á högum þeirra. Vitnað er í rannsóknir sem gerðar hafa verið erlendis á högum mæðra sem þurfa stuðning og þegar íslenska rannsóknin er borin saman við þær kemur margt lfkt fram. Rannveig Traustadóttir var verkefnisstjóri rannsóknarinnar en hún er grunnur að meistara- prófsritgerð Hönnu Bjargar sem vann undir handleiðslu Rannveigar. Bókin er góð heimild um stöðu þessara kvenna hér á landi og er skrifuð á mjög hlut- lægan og faglegan hátt. Urtakið sem náði til tíu kvenna hefði mátt vera stærra til að fá enn betri mynd af stöðu þessara kvenna. Rannveig og Hanna Björg kynntust vel þessum tíu konum og börnum þeirra á þessu tímabili og voru í góðu persónulegu sambandi við þær. Viðfangsefnið er viðkvæmt en þeim hefur tekist mjög vel að nálgast það. Allir viðmælendur koma fram undir dulnefni og vakti það sérstaka athygli mína að stuðningur og traust rannsakenda við viðmælendurna er haft í hávegum. Einnig er vert að minnast á að einn kafli bókarinnar er skrifaður á auðlesnu máli svo að seinfærir ein- staklingar geti lesið og skilið niðurstöður rannsóknarinnar. Þrjár kynslóðir mœðra Eins og áður er nefnt tóku tíu konur þátt í rannsókninni. Sú elsta var 83ja ára og sú yngsta 26 ára þegar þær hittu Hönnu Björgu og Rannveigu fyrst. Elstu „börnin“ fæddust upp úr 1950 en það yngsta árið 2000. Þær Rannveig og Hanna Björg töldu mikilvægt að rannsóknin næði yfir svo langt tímabil til að öðlast skilning á því hvaða áhrif breytingar á ýmsum félagslegum þáttum hefðu haft á líf þessara fjölskyldna og möguleika þeirra til barneigna og fjölskyldulífs. í bókinni koma vel fram þær 34

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.