Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Qupperneq 35

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Qupperneq 35
breytingar sem hafa orðið á viðhorfi sam- félagsins gangvart seinfærum/þroskaheftum mæðrum. Fram kemur í viðtölunum við mæðurnar að þær óttast gjarnan að standa sig ekki nógu vel og vita hverjar afleiðingamar geta orðið. Áður fyrr þótti það sjálfsagt að börnin væru tekin af þroskaheftum/seinfærum mæðmm eða þær teknar af heimilum sínum og settar á sólar- hringsstofnanir án frekar útskýringa og þarf vart að minna á hvaða áhrif það hefur haft á bömin og mæðumar. Tekin voru viðtöl við böm kvennanna og lýsa þau því hvernig var að alast upp hjá sein- færri/þroskaheftri móður eða vita af henni á stofnun. Stórfjölskyldan mikilvœgust Það sem þessar konur eiga sammerkt er að stórfjölskyldan hefur verið mikilvægasti stuðn- ingsaðili þeirra í lífinu og börn þeirra mæðra sem voru settar á stofnanir ólust upp hjá ná- komnum ættingjum eða ömmunum. Rannveig og Hanna Björg nefna sérstaklega ,,mæðurnar“ í rannsókninni þ.e. mæður kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni. Þær tala máli þeirra og vörðu þær ef þess þurfti. Aðeins ein móðirin fékk engan stuðning og ein lítinn stuðning. Hinar seinfæru/þroskaheftu mæður treystu á fjölskyldur sínar og kemur fram í bókinni að besti stuðningurinn sem félagslega kerfið getur veitt er að búa til allsherjar öryggisnet fyrir þessar fjölskyldur. Félagslega kerfið Konumar voru misánægðar með félagslegu þjónustuna sem þær fengu. Sú þjónusta var í lágmarki hjá elstu konunum og á þeim tíma vom málin afgreidd á mjög kaldranalegan hátt. I viðtölunum við konumar kemur fram að per- sónuleg tengsl á milli þeirra og starfsmanna félagsþjónustunnar voru mjög mikilvæg. Þeim þótti óþægilegt að fá alltaf nýja og nýja mann- eskju inn á heimilið sem sýndi þeim vart áhuga heldur vann vinnuna sína á mjög ópersónulegan hátt. Verst þótti þeim þegar starfsfólkið treysti þeim ekki og hafði í hótunum um að klaga þær og að barnið yrði tekið af þeim ef þær stæðu sig ekki. Vitanlega sýnir enginn sínar réttu hliðar við slíkar aðstæður. Yfirleitt var allur stuðningur sem félags- þjónustan veitti vel þeginn af yngri konunum og hafa orðið miklar breytingar á þeirri þjón- ustu og stuðningi. Fram kemur í kaflanum um stuðning við fjöl- skyldur seinfærra/þroskaheftra mæðra að stuðningurinn reynist bestur ef hann miðast við að styðja alla fjölskylduna sem heild, að hann sé veittur til langs tíma og sé byggður á traust- um tengslum á milli foreldra og stuðningsaðila. Einnig eru nefndir gallar eða ógnanir kerfisins svo sem ef foreldrar fara að óttast að barnið verði tekið af þeim hugsanlega að ástæðulausu eins og áður hefur komið fram. Slíkt hefur verið nauðsynlegt í einhverjum tilfellum en ekki nærri öllum. Vandinn felst í að mæta þörfum hverrar fjölskyldu fyrir sig en skortur á þjón- ustu, fagfólki og fjárframlögum kemur oft í veg fyrir að hægt sé að standa nægilega vel að málum. Allir eiga rétt á að lifa fjölskyldulífi Það er réttur allra að fá að lifa hamingjusömu lífi og eignast fjölskyldu. Samfélagið þarf að styðja seinfæra foreldra eins og aðra þegna landsins. Frekar þarf að efla sjálfstraust foreldr- anna en að draga úr þeim allan kjark. Starfsfólk félagsþjónustunnar leikur stórt hlutverk í lífi þessara fjölskyldna og þar verður fagmennskan og skilningurinn að vera fyrir hendi. Starfs- fólkið styður foreldrana til að læra að annast börnin sín sem hverri manneskju þykir vænst um og skiptir okkur mestu máli í lífinu. Þessar tilfinningar verða ekki þurrkaðar út og er því betra að hlúa að en valda skaða. Eitt barnanna komst svo að orði þegar það var spurt um tilfinningar sínar gagnvart móður sinni sem var sett á stofnun: „Eg held að það sé ekkert sem getur breytt því hjá einstaklingi hver móðir hans er. Hún er alltaf móðir manns hver sem hún er og hvað sem hún gerir“ (bls. 161). í lok bókarinnar kemur skýrt fram að enn er langt í land að nægileg úrræði séu fyrir hendi handa seinfærum foreldrum. Hanna Björg og Rannveig benda á tillögur um hvað megi gera betur og hvemig sé hægt að framkvæma það. Þær segja m.a: Mikilvægt er að þróa stefnu í mál- efnum fjölskyldna þroskaheftra/sein- færra foreldra þar sem skilgreint er eðli og umfang þess stuðnings sem ætti að standa þeim til boða. Brýnt er að rannsaka hvaða úrræði eru árangursríkust til að mæta þörfum þroskaheftra/seinfærra foreldra og bama þeirra og þróa ný úrræði á grundvelli mats og rannsókna. Starfsfólk félagslega þjónustukerfisins þarf að nálgast hverja tjölskyldu með virðingu og ábyrgjast að hún fái bæði sanngjarna og réttláta meðferð. (bls.177) Bókin er góð heimild um stöðu þessara fjöl- skyldna hér á landi og er vel til þess fallin að upplýsa lesendur og slá á fordóma. K.Þ. TÍMARIT ÖRYRKJ AB AND AL AGSIN S 35

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.