Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Page 38

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Page 38
Þórunn Traustadóttir og Dóra Pálsdóttir. LESBLINDA eins og t.d. íslensku og félagsfræði fá nem- , endur að vinna ritgerðirnar í tímum hjá henni. Þar tvinnast þetta allt saman, tölvunotkun og textameðferðin. Að slá texta inn á tölvu Þegar Dóra var í náminu sagði einn kennara hennar frá ungum manni sem átti við lestrar- og skriftarörðugleika að stríða en honum hafði farið mikið fram eftir að hafa reynt ákveðna námsaðferð. Henni lék forvitni á að vita hver þessi aðferð var og vildi fá nánari upplýsingar. „ Ég varð mjög forvitin og vildi fá að vita af hverju honum hafði farið svona mikið fram og hvaða aðferð hafi verið notuð“, segir Dóra. Aðferðin felst í því að velja texta sem nem- andinn hefur áhuga á, það má vera íþróttafrétt skemmtileg bók eða hvað sem er, og síðan slær hann inn textanum í ritvinnslu. Það er þó mikilvægt að nemandinn læri fingrasetningu fyrst. Árið 1985 gerði Marit Helgheim, kenn- * ari við Sérkennaraháskólann í Osló, rannsókn á 16 nemendum í framhaldsskóla sem höfðu lestrar- og skriftarörðugleika. Þeir tóku staf- setningarpróf við upphaf og lok rannsóknar- innar. Verkefnið stóð í fimm mánuði og áttu nemendumir að vinna verkefni heima og var skilyrði að þau gerðu verkefnin samviskusam- lega. Þeir áttu einnig að vinna öll sín heimaverkefni úr skólanum á tölvuna eins og Æfingin skapar meistarann og tölvurnar hjálpa - segja þær Dóra Pálsdóttir og Þórunn Traustadóttir kennarar Dóra Pálsdóttir hefur verið kennari hjá Hringsjá, starfsþjálfun fatlaða s.1.14 ár en áður kenndi hún í Heyrnleysingjaskólanum. Eftir 17 ára kennslu þar fór hún til Noregs í fram- haldsnám við Sérkennaraháskólann í Osló. Námið heitir Tölvur í sérkennslu og að því loknu gerðist hún tölvukennari hjá Hringsjá. Dóra hefur kennt tölvulæsi og þjálfað nemendur í að verða fullfærir tölvunotendur. Nemendur fá að kynnast öllum helstu forrit- um sem eru notuð í dag. Hún leggur einnig mikla áherslu á að nemendur læri rétta fingra- setningu. Ef skrifa þarf ritgerð í öðrum fögum 38

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.