Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Page 41
Að hafa eitthvað
að segja
egar ég var tíu ára var
mér tilkynnt að birta ætti
eftir mig frásögn í
Jólasveininum, en í því
merka blaði sem kom út fyrir hver
jól í Bamaskóla Akureyrar, var að
finna nokkrar úrvalsritgerðir eftir
nemendur skólans. Stoltur afhenti
ég kennara mínum ritgerðina, sem
hét að mig minnir FERÐALAGIÐ
í SVEITINA og gat varla hamið
eftirvæntinguna þær vikur sem
bíða þurfti þar til hún birtist. Loks
rann útgáfudagurinn upp og með
skjálfandi fingrum opnaði ég
brakandi nýtt blaðið í leit að mínu
fyrsta ritverki á prenti. En það var
sama hvað ég fletti oft í gegnum
síðumar sextán - ritgerðina mína
var hvergi að finna. Sært stoltið
varð allri heilbrigðri réttlætis-
kennd sterkari. Eg kaus því að láta
sem ekkert væri og krafði kennara
minn aldrei skýringa. Eg þóttist
nefnilega vita hvar skórinn
kreppti: Það hlaut að vera einhver
villa í ritgerðinni, svo alvarleg að
ekki þætti forsvaranlegt að birta
hana í jafn virtu riti og Jóla-
sveininum. Líklega hafði ég beygt
KÝR vitlaust eða haft eitt enn í
SÆUNNI. Það hvarflaði semsagt
ekki að mér að ritgerðin, sem lýsti
viðburðasnauðri flugferð milli
Akureyrar og Egilsstaða, hefði
einfaldlega verið leiðinleg. Inni-
haldslaus. Eg vissi sjálfsagt sem
var að það skiptir meira máli á
Islandi hvort það sem maður segir
sé “rétt” eða hljómi vel, en það
hvort maður hafi yfirleitt eitthvað
að segja.
Mér tókst um sinn að koma í
veg fyrir að svona upp-
ákomur endurtækju sig með því að
gefa út prívat málgögn þar sem
mín skrif fengu ávallt inni. Það
leyndi sér ekki að þessi ungi
maður gekk með rithöfundinn í
maganum þó augljóst væri að
vegur hans yrði enn um sinn tak-
Mynd: Mbl.
Þorvaldur Þorsteinsson
markaður við eigin útgáfu.
Sérstaklega ef miðað var við
mælskumennina í MA og síðar HI
sem aldrei þreyttust á að vitna í
höfuðskáldin máli sínu til stuðn-
ings og minna mig á, með sinni
leiftrandi orðsnilld, að sá dagur
væri langt undan að mín skrif yrðu
birt í Jólasveinum bókmennta-
heimsins. Það endaði með því að
ég meðtók skilaboðin, lagði rit-
höfundadrauma á hilluna, hætti í
íslenskunámi í Háskólanum og
færði mig yfir í Nýlistadeild MHI.
Og fór að skrifa. Ekki sem “penn-
inn” sem mig langaði að vera
heldur sem sá skissublýantur sem
ég var. Og til að gera langa sögu
stutta, þá var það í gervi mynd-
listarskussans sem engar reglur
kann og ekkert hefur lesið sér til
gagns, sem ég laumaði mér ein-
hvern veginn bakdyramegin inn í
rithöfundadrauminn aftur. Og svei
mér þá ef hann er ekki farinn að
rætast örlítið. Bara í allt annarri
mynd en mig hafði dreymt um.
Sem betur fer.
Þorvaldur Þorsteinsson 2001.
Þessi grein birtist á vef Borgar-
bókasafnsins, www. borgarboka-
safn.is
Hlerað í hornum
Sá feimni úr sveitinni var kominn í
borgina og vildi nú fá vin sinn með
sér á dansleik. Verst væri, sagði
hann, hve hann væri feiminn og ætti
erfitt með að tala við dömurnar í
dansinum. Vinurinn sagði það engan
vanda, það væri bara að slá þeim
gullhamra nógu duglega. Nú fara
þeir á ballið og sá feimni býður upp
stúlku og þau dansa um stund en svo
sér vinurinn að daman rýkur burt frá
dansherranum í rokna fússi. “Hvað
sagðirðu eiginlega?” “Jú, ég var bara
að slá henni gullhamra, því ég sagðist
dást að því hvað hún svitnaði lítið í
dansi af svona feitri manneskju að
vera”.
***
Náungi með risvandamál kom til
læknis og kvartaði sáran. Læknirinn
lét hann hafa viagra og með það fór
maðurinn. Mörgum vikum seinna
hitti læknirinn manninn á götu og
hældi hann lyfinu á hvert reipi. “Og
er konan þín ekki ánægð?”, spurði
læknirinn. “Konan mín. Það veit ég
ekkert um, ég hef ekki komið heim
síðan við sáumst á stofunni”.
Bónda sem kom í kaupstað varð það
á að stíga á faldinn á kjól hefðarfrúar
sem hún dró á eftir sér. Frúin lítur við
og segir:
“Hefurðu ekki augu í hausnum,
nautið þitt?” Bóndinn: “í sveitinni
höfum við ekki kýr með svona
löngum hala, svo ég varaði mig ekki
héma”.
***
Móðirin: “Þú eyðileggur heilsu þína
Soffía með því að reyra lífstykkið þitt
svona fast að þér”. “Það getur vel
verið móðir mín, en því taka menn
ekki eftir á götunni”.
***
Sögur herma að á vegaskilti á vest-
firskri heiði standi: Ef þetta skilti
sést ekki er vegurinn lokaður vegna
snjóa.
***
Læknirinn segir við sjúklinginn: “Eg
sé ekki betur en þú þurfir að fá þér
gleraugu”. “En ég er með gleraugu”.
“Jæja, þá þarf ég líklega að fá mér
gleraugu”.
TÍMARIT ÖRYRKJABANDALAGSINS
41