Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2002, Side 44
BANKASTRÆTI
Auglýsing um fasteignagjöld
í Reykjavík árið 2002
Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík árið 2002 verða sendir út næstu daga, ásamt gíróseðlum vegna
fyrstu greiðslu gjalda, og umsóknareyðublaði vegna greiðslu gjalda með boðgreiðslum á greiðslukortum. Gjöldin
eru innheimt af Tollstjóranum í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í sparisjóðum, bönkum eða á
pósthúsum.
Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, holræsagjald, vatnsgjald og sorphirðugjald.
Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem fengu lækkun á fasteignaskatti og holræsagjaldi á liðnu ári, fá einnig
að óbreyttu lækkun árið 2002, að teknu tilliti til tekju- og eignaviðmiðunar.
Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl lífeyrisþega eftir framlagningu skattskrár Reykjavíkur. Úrskurðar hún endanlega
um breytingar á fasteignaskatti og holræsagjaldi hjá þeim er eiga rétt á þeim samkvæmt þeim reglum er borgarstjórn
setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, ásamt 87. gr. vatnalaga nr. 15/1923, sbr. einnig
lög nr. 137/1995. Verður viðkomandi tilkynnt um breytingar ef þær verða.
Á fundi borgarráðs þann 11. desember s.l. var samþykkt að tekjumörk vegna lækkunar fasteignaskatts og
holræsagjalds á árinu 2002 hækki um 19% á milli ára og verði sem hér segir: (Miðað er við tekjur liðins árs).
100% lækkun:
Einstaklingar með tekjur allt að kr. 1.155.000-
Hjón með tekjur allt að kr. 1.615.000-
80% lækkun:
Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 1.155.000- til kr. 1.330.000-
Hjón með tekjur á bilinu kr. 1.615.000- til kr. 1.860.000-
50% lækkun:
Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 1.330.000- til kr. 1.530.000-
Hjón með tekjur á bilinu kr. 1.860.000- til kr. 2.140.000-
Til að flýta fyrir afgreiðslu geta þeir sem ekki fengu lækkun á sl. ári sent framtalsnefnd umsókn um lækkun, ásamt
afriti af skattframtali 2002.
Fulltrúar framtalsnefndar eru til viðtals alla þriðjudaga milli kl. 16.00 og 17.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur, frá 5. febrúar
til 30. apríl n.k. Á sama tímabili verða upplýsingar veittar í síma 552-8050, alla þriðjudaga kl. 10.00 til 12.00.
Hreinsunardeild, Umhverfis- og heilbrigðisstofu, Skúlatúni 2, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og
breytingar á sorphirðugjaldi í síma 567-9600, og í bréfasíma
567-9605.
Orkuveita Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 34, veitir þær upplýsingar sem snerta álagningu og breytingar á vatnsgjaldi
í síma 585-6000, og bréfasíma 567-2119.
Fjármáladeild, Ráðhúsi Reykjavíkur, gefur upplýsingar um álagningu annarra fasteignagjalda og breytingar á
þeim í síma 563-2062, og bréfasíma 563-2033.
Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 15.000- fyrir árið 2002 eru: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní
og 1. ágúst. Gjalddagi gjalda undir kr. 15.000-, og gjalda þeirra gjaldenda er völdu eingreiðslu fasteignagjaldanna
í maí, er 1. maí.
Reykjavík, 15. janúar 2002
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Reykjavikurboi^