Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 4
Er nýja heimilið þitt á
Ásbrú kannski hjá okkur?
Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is
Rétturinn
Ljúffengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-14
alla virka daga
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að leita eftir láns-
fjármögnun fyrir allt að 250 milljónum króna. Bæjarráðið fundaði
á mánudag um fjármál rekstur sveitarfélagsins í ljósi COVID-19 og
ráðstafanir sem nauðsynlegt er að ráðast í vegna breyttra forsendna í
rekstri sveitarfélagsins.
Leitað verði eftir útfærslum í lánsfjár-
mögnunina, þar sem m.a. verði litið
til lánskjara, uppgreiðslumöguleika
sem og útfærslu á með hvaða hætti
lánið verði hafið. Bæjarstjóra er falin
nánari úrvinnsla málsins og að leggja
niðurstöður fyrir næsta fund bæjar-
ráðs, segir í afgreiðslu málsins
Bæjarráð samþykkir jafnframt
heimild til að auka yfirdráttar-
heimild í viðskiptabanka um allt
að fimmtán milljónum króna til
að brúa fjárþörf sveitarsjóðs þar
til niðurstaða er fengin í útfærslu
lántökunnar. Þá samþykkir bæjar-
ráð jafnframt að á næsta fundi
bæjarráðs verði lögð fram drög að
viðaukum við fjárhagsáætlun árs-
ins 2020, þar sem jafnframt verður
tekin ákvörðun um endurskoðun
rekstrar- og fjárfestingaliða fjár-
hagsáætlunar 2020.
Magnús Kristjánsson, ráðgjafi
hjá KPMG, fór yfir lausafjárstöðu
sveitarfélagsins á fundinum ásamt
því sem hann fór yfir nokkrar
sviðsmyndir um hvers megi vænta
á næstunni og í tengslum við þá
óvissu sem uppi er um þessar
mundir.
Enginn
starfsmaður
velferðarsviðs
smitast
Af um 150 starfsmönnum velferðar
sviðs Reykjanesbæjar hefur enn eng
inn starfsmaður smitast af COVID19
og hafa aðeins fáir starfsmenn þurft
að fara í sóttkví. „Skiptir hér miklu
að starfsmenn velferðarsviðs fylgja
vel tilmælum sóttvarnarlæknis og
Almannavarna bæði í starfi og utan
þess. Ekki hefur enn þurft að kalla
eftir starfsmönnum úr bakvarðar
sveit velferðarþjónustu en næstu
vikur munu reyna á úthald, styrk
og þrautseigju starfsmanna og
stjórnenda og gott að vita til þess
að til er gott bakland á þessum
erfiðu tímum,“ segir í fundargerð
velferðarráðs Reykjanesbæjar frá
því fyrr í mánuðinum.Velferðarráð
Reykjanesbæjar færir öllu starfsfólki
í velferðarþjónustu sveitarfélagsins
kærar þakkir fyrir viðbrögð þeirra í
kjölfar þess að neyðarstigi almanna
varna var lýst yfir á landinu vegna
COVID19. Samkomubann og aðrar
takmarkanir hafa þýtt röskun á hefð
bundnu starfi sem starfsfólk hefur
fundið lausnir á og unnið út frá þeim
tilmælum sem gefin hafa verið af
mikilli fagmennsku.
Vogar leita lánsfjármögnunar upp á
250 milljónir króna vegna COVID-19
4 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár
Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.