Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 4

Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 4
Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-14 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að leita eftir láns- fjármögnun fyrir allt að 250 milljónum króna. Bæjarráðið fundaði á mánudag um fjármál rekstur sveitarfélagsins í ljósi COVID-19 og ráðstafanir sem nauðsynlegt er að ráðast í vegna breyttra forsendna í rekstri sveitarfélagsins. Leitað verði eftir útfærslum í lánsfjár- mögnunina, þar sem m.a. verði litið til lánskjara, uppgreiðslumöguleika sem og útfærslu á með hvaða hætti lánið verði hafið. Bæjarstjóra er falin nánari úrvinnsla málsins og að leggja niðurstöður fyrir næsta fund bæjar- ráðs, segir í afgreiðslu málsins Bæjarráð samþykkir jafnframt heimild til að auka yfirdráttar- heimild í viðskiptabanka um allt að fimmtán milljónum króna til að brúa fjárþörf sveitarsjóðs þar til niðurstaða er fengin í útfærslu lántökunnar. Þá samþykkir bæjar- ráð jafnframt að á næsta fundi bæjarráðs verði lögð fram drög að viðaukum við fjárhagsáætlun árs- ins 2020, þar sem jafnframt verður tekin ákvörðun um endurskoðun rekstrar- og fjárfestingaliða fjár- hagsáætlunar 2020. Magnús Kristjánsson, ráðgjafi hjá KPMG, fór yfir lausafjárstöðu sveitarfélagsins á fundinum ásamt því sem hann fór yfir nokkrar sviðsmyndir um hvers megi vænta á næstunni og í tengslum við þá óvissu sem uppi er um þessar mundir. Enginn starfsmaður velferðarsviðs smitast Af um 150 starfsmönnum velferðar­ sviðs Reykjanesbæjar hefur enn eng­ inn starfsmaður smitast af COVID­19 og hafa aðeins fáir starfsmenn þurft að fara í sóttkví. „Skiptir hér miklu að starfsmenn velferðarsviðs fylgja vel tilmælum sóttvarnarlæknis og Almannavarna bæði í starfi og utan þess. Ekki hefur enn þurft að kalla eftir starfsmönnum úr bakvarðar­ sveit velferðarþjónustu en næstu vikur munu reyna á úthald, styrk og þrautseigju starfsmanna og stjórnenda og gott að vita til þess að til er gott bakland á þessum erfiðu tímum,“ segir í fundargerð velferðarráðs Reykjanesbæjar frá því fyrr í mánuðinum.Velferðarráð Reykjanesbæjar færir öllu starfsfólki í velferðarþjónustu sveitarfélagsins kærar þakkir fyrir viðbrögð þeirra í kjölfar þess að neyðarstigi almanna­ varna var lýst yfir á landinu vegna COVID­19. Samkomubann og aðrar takmarkanir hafa þýtt röskun á hefð­ bundnu starfi sem starfsfólk hefur fundið lausnir á og unnið út frá þeim tilmælum sem gefin hafa verið af mikilli fagmennsku. Vogar leita lánsfjármögnunar upp á 250 milljónir króna vegna COVID-19 4 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.