Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Síða 6

Víkurfréttir - 30.04.2020, Síða 6
Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Vantar þig heyrnartæki? Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað, sérfræðingur hjá Heyrnartækni, verður í Reykjanesbæ í maí. Reykjanesbær 15. maí 2020 Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Á dögunum opnað Reykjanesbær nýjan samráðsvef, BetriReykjaensbær.is sem hefur það markmiðið að auka þátttöku íbúa í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þróunar og þjónustu hjá Reykjanesbæ segir að vefurinn fari vel af stað, þrátt fyrir að hafa aðeins verið í loftinu í nokkra daga og formleg kynning á honum ekki hafin. „Við erum búin að setja inn þrjá flokka þar sem við óskum eftir hug- myndum frá íbúum. Flokkarnir og verkefnin verða breytileg eftir tíma- bilum og hvað er í gangi hverju sinni. Núna höfum við mikinn áhuga á að fá hugmyndir frá fólki hvernig við getum skapað ný atvinnutækifæri og einnig hugmyndir hvernig við getum auðgað mannlífið í bænum. Þegar hugmynd er komin inn hefur fólk svo tækifæri til þess að segja sína skoðun á henni, og smella á „líka við“. Allar hugmyndir og ábendingar fara í ákveðið ferli innan bæjarins. Einhverjar fara fyrir nefndir og ráð eftir því hvers eðlis þær eru. Vefur- inn er einfaldur í notkun og hægt að velja hvort komið er fram undir nafni eða ekki og ætti því að henta flestum. „Ég hvet alla til að skoða vefinn og setja inn nýjar hugmyndir og ábendingar eða hafa skoðun á þeim sem þegar eru komnar inn og taka með því þátt í að byggja í sameiningu upp enn betri Reykjanesbæ“, sagði Jóna Hrefna. Við viljum hugmyndir frá fólki að nýjum atvinnutækifærum Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir yfir áhyggjum sínum yfir dökkri stöðu atvinnumála á Suðurnesjum og kallar eftir nauðsynlegum aðgerðum og samráði við ríkisstjórn Íslands án tafar. Þetta kemur fram í áskorun sem samþykkt var á fundi bæjarráðs Voga fyrir síðustu helgi. „Suðurnesin hafa orðið fyrir tvöföldu áfalli á skömmum tíma, fyrst með falli WOW Air, með til- heyrandi 30% samdrætti í flugsamgöngum, og nú því reiðarslagi sem heimsfaraldrinum fylgir. Ljóst er að áhrifin munu valda sögulegu atvinnuleysi sem nú nálgast á þriðja tug prósenta á svæðinu. Höggið kallar á fumlausar aðgerðir, samstöðu og lausnir sem leiða til öflugrar viðspyrnu. Bæjarráð hvetur því ríkisstjórnina til þess að beita sér strax fyrir leiðréttingu ríkisframlaga til stofnana á Suðurnesjum og flýtingu framkvæmda eins og kostur er. Horft verði til þeirra verkefna sem þegar hafa verið kynnt fyrir ríkisvaldinu auk verkefna á sviði öryggismála, menntamála, sam- gangna og heilbrigðismála sem ráðast má í með skömmum fyrirvara. Bæjarráð fagnar þeim almennu aðgerðum sem nú þegar hefur verið ráðist í en krefst þess að sér- staklega sé tekið tillit til þeirra svæða á Íslandi sem verst verða úti. Bæjarráð mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að standa vörð um velferð íbúa í gegnum þá erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Saman munum við vinna sigur á þeirri heilbrigðisvá sem að steðjar og endurreisa hér blómlega byggð þar sem fram- sækni, virðing og eldmóður tryggir heilsu og lífsgæði okkar allra,“ segir í áskoruninni. Reykjanesbær hefur tekið í notkun samráðsvefinn BetriReykjanesbaer.is Vogamenn kalla eftir aðgerðum og samráði FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 6 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.