Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Síða 24

Víkurfréttir - 30.04.2020, Síða 24
B A R Á T T U K V E Ð J U R TIL VERKAFÓLKS 1. MAÍ 2020 Sendum Suðurnesjamönnum og fólkinu okkar í framlínunni okkar bestu kveðjur! REYKJANESBÆR vinalegur bær Í tilefni sumarkomu og til að létta lundina á fordæma- lausum tímum er bæjarbúum boðið í bílabíó föstu- daginn 1. maí. Þrjár sýningar verða á malarplaninu á milli Ægisgötu og Hafnargötu 15–19. Sýningarnar verða á hágæða 16 m² LED-skjá í samstarfi við Sonik og verður hljóðinu streymt í útvarpið í bílnum. Klukkan 14 verður sýnd uppfærsla Leikfélags Keflavíkur á Benedikt búálfi, klukkan 16 verður sýnd fjölskyldu- myndin „Víti í Vestmannaeyjum“ og klukkan 20 verður hin tímalausa klassík „Með allt á hreinu“ sýnd. Bæjarbúar eru hvattir til að taka rúntinn og upplifa bíó- stemmningu eins og þá sem við höfum aðeins séð í bíó- myndum. Nú er um að gera að poppa eða versla veitingar til að hafa með sér í bílinn og eiga saman skemmtilega stund með fjölskyldunni. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega þar sem raða þarf bílum upp undir stjórn Björgunarsveitarinnar Suðurness. Sérstök athygli er vakin á að stærri bílar þurfa að vera aftastir á stæðinu til að skyggja ekki á útsýni og er fólk beðið að virða fyrirmæli gæsluaðila. Leikfélagið var í miðju sýningarferli á fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfur þegar samkomubannið skall á og hætta þurfti sýningum. Barna- og fjölskyldusýningar hafa alltaf slegið í gegn hjá leikfélaginu og því var þetta ákveðinn skellur fyrir rekstur félagsins. Félagsmönnum langar að halda áfram að gleðja bæjarbúa, stóra sem smáa og ætla því að streyma Benedikt búálf á Facebook. Bene- dikt búálfur var, eins og áður sagði, vorsýning 2020 í leikstjórn Ingridar Jónsdóttur. Höfundur verksins er Ólafur Gunnar Guðlaugsson og tón- listina samdi Þorvaldur Bjarni. Þetta samkomubann kom auðvitað illa niður á félaginu sem eðli mála samkvæmt lifir nánast á miðasölu og ljóst að eitthvert verður tapið. Því hefur verið tekin sú ákvörðun í samstarfi við VF að sýna þessa sýn- ingu og opna um leið fyrir innlegg á styrktarreikning þar sem bæjarbúar geta lagt inn valfrjálsa upphæð um leið og þeir njóta áfram leiksýninga frá okkar frábæra leikfélagi. Þetta er auðvitað gert til þess að koma megi til móts við það fjárhagslega tjón sem félagið hefur orðið fyrir og til þess að hægt sé að halda áfram frábæru starfi að ástandi loknu. Reiknings- númer: 0121-26-000609, kennitala: 420269-7149. Leikfélag Keflavíkur vonar að þið njótið sýningarinnar og hlakkar til að taka upp þráðinn að nýju, von- andi í haust. Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn. LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR HELDUR ÁFRAM AÐ GLEÐJA BÆJARBÚA Undanfarnar vikur hafa Leikfélag Keflavíkur og Víkurfréttir staðið saman að netleikhúsi á Facebook-síðu Víkurfrétta og sýnt nokkrar leiksýningar sem leikfélagið hefur sett upp í gegnum árin. Hefur þetta verið gert til þess að stytta fólki stundir á skrítnum tímum. Reykjanesbær býður í bílabíó 24 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.