Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 28
eru annars ýmsar áherslubreytingar í starfsemi markaðsstofunnar sem verður gaman að takast á við og móta í samstarfi við stjórn félags- ins. Mig hafði annars dreymt um það lengi að geta gengið í vinnuna, sá draumur hefur nú ræst og eru það mikil lífsgæði. – Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni? Já, mér finnst allir vera að reyna að vanda sig og fara eftir reglum. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Held að við verðum þakklátari fyrir margt sem okkur þótti áður svo sjálf- sagt, eins og að eiga gæðastundir með vinum og ættingjum og gefa gott og innilegt faðmlag. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Það eru bara helst símtöl og Messenger en nota myndsímtöl mun meira en áður og hef farið í nokkur fjarpartý. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Það yrði til mömmu og pabba. Ég hef einungis getað heimsótt þau á pallinn undanfarnar vikur svo við reynum að heyrast oftar í síma. – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Nei, eiginlega ekki ... eða eigin- maðurinn er allavega mun betri kokkur en ég. – Hvað finnst þér skemmtileg- ast að elda? Helst eitthvað sem hægt er að gera í einum potti t.d. kjúklingasúpu en svo er líka skemmtilegt að bera fram litríkan og fallegan mat. – Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Innbökuð nautalund – jólamaturinn okkar. – Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Súrmat, læt pabba um það. –Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Bökuðum mjög góðar brauðbollur nýverið og dreifðum hluta þeirra á góð heimili. Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Hakk og spaghetti, allir sáttir við það á mínu heimili. Stíllinn þróaðist síðan með árunum en undanfarin fimmtán ár hef ég nær eingöngu gengið í gömlum kjólum og á orðið ansi stórt og fallegt safn. Þegar aðrir fara á söfn í útlöndum þá fer ég í gersemaleit í vintage-búðum. 28 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.