Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 28
eru annars ýmsar áherslubreytingar
í starfsemi markaðsstofunnar sem
verður gaman að takast á við og
móta í samstarfi við stjórn félags-
ins. Mig hafði annars dreymt um
það lengi að geta gengið í vinnuna,
sá draumur hefur nú ræst og eru það
mikil lífsgæði.
– Finnst þér fólk almennt virða
reglur tengdar samkomubanni?
Já, mér finnst allir vera að reyna að
vanda sig og fara eftir reglum.
– Hvaða lærdóm getum við
dregið af heimsfaraldrinum?
Held að við verðum þakklátari fyrir
margt sem okkur þótti áður svo sjálf-
sagt, eins og að eiga gæðastundir
með vinum og ættingjum og gefa
gott og innilegt faðmlag.
– Hvaða aðferðir ertu að nýta til
að eiga í samskiptum við fólk?
Það eru bara helst símtöl og
Messenger en nota myndsímtöl mun
meira en áður og hef farið í nokkur
fjarpartý.
– Ef þú fengir bara að hringja
eitt símtal í dag, hver fengi það
símtal og hvers vegna?
Það yrði til mömmu og pabba. Ég
hef einungis getað heimsótt þau á
pallinn undanfarnar vikur svo við
reynum að heyrast oftar í síma.
– Ertu liðtæk í eldhúsinu?
Nei, eiginlega ekki ... eða eigin-
maðurinn er allavega mun betri
kokkur en ég.
– Hvað finnst þér skemmtileg-
ast að elda?
Helst eitthvað sem hægt er að gera
í einum potti t.d. kjúklingasúpu en
svo er líka skemmtilegt að bera fram
litríkan og fallegan mat.
– Hver er uppáhaldsmaturinn
þinn?
Innbökuð nautalund – jólamaturinn
okkar.
– Hvað geturðu ekki hugsað þér
að borða?
Súrmat, læt pabba um það.
–Hvað var bakað síðast á þínu
heimili?
Bökuðum mjög góðar brauðbollur
nýverið og dreifðum hluta þeirra á
góð heimili.
Ef þú fengir 2000 krónur, hvað
myndir þú kaupa í matinn?
Hakk og spaghetti, allir sáttir við það
á mínu heimili.
Stíllinn þróaðist síðan með árunum
en undanfarin fimmtán ár hef ég nær
eingöngu gengið í gömlum kjólum og á
orðið ansi stórt og fallegt safn.
Þegar aðrir fara á söfn í útlöndum þá fer ég
í gersemaleit í vintage-búðum.
28 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár
Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.