Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Síða 42

Víkurfréttir - 30.04.2020, Síða 42
– Hvernig eruð þið að afla tekna til að lifa? „Það fer ekki mikið fyrir því núna. Við vorum með bakarí og seldum í verslanir og til hótela. Við vorum einnig að gera múslí og granóla og það gekk rosalega vel þangað til fyrir tveimur árum þegar Kínverjarnir komu á svæðið. Það voru gefin leyfi fyrir 110 spilavítum á svæðinu okkar, þannig að uppbyggingin er búin að vera rosaleg á síðustu tveimur árum. Hér hafa risið háhýsi og hér eru lúxusbílar um allt.“ – Þannig að Kínverjarnir flæddu yfir allt? „Já en jafn fljótt og þeir komu þá fóru þeir aftur og skildu staðinn okkar eftir eins og hálf- gert sprengjusvæði. Ég veit ekki hvað það eru margar byggingar og háhýsi hálfkláruð og allt í rúst. Ástæðan er að veðmál á netinu höfðu verið leyfð en síðan ákvað forsætisráðherr- ann að banna þá starfsemi og þá fóru allir og ákváðu að skilja allt eftir, allar glæsikerrurnar og bara allt. Það stendur til dæmis Rolls Royce hérna fyrir utan hótelið hjá okkur og hefur verið hér í marga mánuði.“ – Og þið búið bara á hóteli? „Við búum á hóteli sem er lokað. Þetta er nýtt lúxushótel og við erum bara fjögur sem búum hérna og erum að passa hótelið fyrir vin vinar okkar. Þetta er svolítið eins og í kvikmynd- inni Shining. Það er þyrlupallur uppi á þaki, danssalir og þetta er allt mjög skrítið. Það eru fjórar sundlaugar og tvær uppi á þaki. Svo erum við bókstaflega á ströndinni. Ég opna hurðina, labba yfir götuna og þá er ég kominn á sandinn á ströndinni.“ – Hvernig er veðrið þarna? „Núna er heitasti tími ársins. Appið segir mér núna að það sé 32 stiga hiti. Það er svo rakt hérna að það er ólíft á milli klukkan níu á morgnana og til hálf fjögur á daginn.“ – Og hvað gerir þú á þeim tíma? „Ég nota hann til að skrifa. Svo er ég einnig að læra kínversku í gegnum YouTube. Ég er komin með kambódískuna svo til í lagi. Ég er líka að læra Taekwondo og box á ströndinni og er með þjálfara.“ Ég og kærasti minn bjuggum í New York en fyrir fimm árum ákváðum við að fara að ferðast og leita okkur að stað þar sem við gætum haft sumarhús. Við fórum í þriggja mánaða ferðalag og fórum til Balí, Tælands, Vietnam, Laos og enduðum í Kambódíu ... 42 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.