Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Side 50

Víkurfréttir - 30.04.2020, Side 50
Við berum mikla ábyrgð á hamingju okkar Nú fer Anna Lóa aftur á kostum með útgáfu nýrrar bókar sem hún gaf út rétt fyrir páska. Bókin nefnist Það sem ég hef lært og inniheldur fróðlegt efni sem getur stuðlað að hamingju lesenda. Það sérstaka við þessa útgáfu er að Anna Lóa ákvað að gefa bókina út sjálf, frjáls og óháð, og var í sendlaferð um Suðurnes með bækur sínar rétt fyrir páska þegar blaðakona Víkurfrétta rakst á hana. Úr varð þetta viðtal. Hamingjuhornið er mjög vinsælt Anna Lóa Ólafsdóttir starfar í dag sem atvinnulífstengill og sérfræð- ingur hjá VIRK Starfsendurhæf- ingarsjóði. Hún hefur breiða fram- haldsmenntun að baki, er lærður kennari, náms- og starfsráðgjafi og með diplóma í sálgæslu. „Í Hamingjuhorninu er að finna mörg hundruð pistla en Facebook- síðan er með traustan fylgjendahóp sem telur um 11.000 lesendur. Bókin mín, Það sem ég hef lært, er byggð að hluta á því sem ég hef skrifað í Hamingjuhornið þannig að fólk getur flett upp á þeim málefnum sem eiga við hverju sinni, hvort sem það eru hversdagslegar áskoranir eða stærri verkefni. Við erum alltaf að fá einhver verkefni í lífinu og þurfum að uppfæra viðbragðsbúnaðinn okkar reglulega. Við berum mikla ábyrgð á hamingju okkar jafnt sem óhamingju. Ég hugsaði bókina sem uppflettibók – þú getur flett upp á því sem talar við þig þann daginn og von mín er að bókin höfði til allra sem eru tilbúnir að horfa inn á við,“ segir Anna Lóa. Langþráður draumur að rætast „Með útgáfu bókarinnar er að rætast langþráður draumur sem mér finnst mjög ánægjulegt. Þessi bók flokkast sem uppbyggileg lesning en aldrei er nóg af þannig bókum á íslenskum bókamarkaði. Þessi bók er því viðbót inn í þá flóru en sjálf hef ég leitast eftir þannig efni þegar ég hef þurft á að halda. Reynsla mín sem pistlahöfundur hjá Víkurfréttum á árum áður reyndist mér mikilvæg hvatning enda mikill áhugi lesenda á þessu efni. Ég vil líka endilega koma því á framfæri að það var frábært að skrifa vikulega fyrir Víkurfréttir í tvö ár – þar varð Ham- Hamingjuhornið var mjög vinsæll vikulegur þáttur á Víkur- fréttum fyrir nokkrum árum. Þar sem Anna Lóa Ólafsdóttir, pistlahöfundur, fór á kostum þegar hún hjálpaði lesendum blaðsins að höndla hamingjuna eftir alls konar leiðum. Kímnin sveif stundum yfir vötnum en kjarni málsins var að fá fólk til að leita leiða til að auka hamingju í eigin lífi. Pistlar Önnu Lóu fengu frábær viðbrögð lesenda og í framhald- inu ákvað hún að stofna Facebook-síðu sem nefnist Hamingju- hornið en þar eru fylgjendur yfir 11.000 talsins. 50 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.