Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 51
ingjuhornið til. Enn þann daginn í
dag eru Suðurnesjamenn duglegir
að lesa pistlana mína og núna um
páskana byrjaði ég á því að dreifa
bókunum mínum á Suðurnesjum,
til þeirra sem höfðu pantað eintak
í forsölu.“
Námskeið og fyrirlestrar
framundan
„Það er gaman að segja frá því að
langflestar ljósmyndir í bókinni eru
teknar af Ellert Grétarssyni, einstak-
lega fallegar ljósmyndir eins og hans
er von og vísa. Bókin hefur strax
fengið mjög góðar viðtökur. Fram-
undan hjá mér er að koma bókinni
til lesenda vítt og breitt um landið.
Hún verður fyrst um sinn seld á
vefnum hamingjuhornid.is en svo
langar mig líka að fylgja bókinni
eftir með námskeiðum, fyrirlestrum
og fleiru skemmtilegu,“ segir Anna
Lóa.
Anna Lóa og útvarp K100
„Ég hef verið að dreifa hamingju-
kornum með vinum mínum á K100 í
þættinum Ísland vaknar. Tilgangur-
inn er alltaf sá sami – að við lítum
inn á við og séum ekki að bíða eftir
því að einhverjir aðrir eða eitthvað
annað færir okkur hamingjuna á
silfurfati. Ég finn mig vel í að láta
gott af mér leiða og neita því ekki að
þegar vel tekst til og maður finnur
að maður getur haft jákvæð áhrif á
aðra er vinnan meira gefandi. Svo
verður maður líka að muna að fólk
„blómstrar“ á mismunandi hátt og
árangur hjá einum er ekki það sama
og hjá öðrum. Áhrifin sem maður
hefur á aðra koma mishratt og mis-
vel í ljós og því á takmarkið ávallt
að vera, að vanda sig sem fagmaður
án væntinga um einhvern ákveðinn
árangur og trúa því að það skili
mestu,“ segir Anna Lóa og bætir við
í lokin: „Mig langar að þakka fyrir
móttökurnar kæru Suðurnesjamenn
og aðrir landsmenn. Ég er jákvæð
að eðlisfari en óraði ekki fyrir þeim
viðbrögðum sem bókin mín hefur
fengið.“
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Njarðvíkurskóli– Starfsfólk skóla
Garðyrkjudeild – Sumarstörf
Velferðarsvið – Sérfræðingur
Stapaskóli - Starfsfólk skóla
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum
vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru
jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Hægt er að leggja inn almenna umsókn
á sama stað. Þeim er komið til stofnana
sem eru í leit að starfsfólki. Almennar
umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Viðburðir
í Reykjanesbæ
Hljómahöllin
Miðvikudaginn 29. apríl kl. 20:00 kemur
tónlistarmaðurinn Auður fram ásamt hljómsveit
í gegnum streymi á Facebook-síðu Hljómahallar,
RÚV2, Rás 2 og ruv.is og Facebook-síðu Víkurfrétta.
Bókasafn
Laugardaginn 2. maí kl. 11:30 verður Halla Karen í
beinu streymi með notalega sögustund. Lesið og
sungið úr bókinni Áfram Latabær eftir Magnús
Scheving.
Skoðið fleiri spennandi viðburði á heimasíðu
Reyjanesbæjar.
Hvatningarverðlaun
fræðsluráðs 2020
Fræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningar-
verðlauna fyrir verkefni í skólastarfi sem þykja skara fram
úr og vera öðrum til eftirbreytni. Verðlaunin eru veitt til
einstaka kennara, kennarahópa og starfsmanna í leikskólum,
grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem standa að
baki verkefnunum. Hvatningarverðlaunin verða afhent í Bíósal
Duus Safnahúsa mánudaginn 8. júní kl. 17:00.
Allir sem vilja geta sent inn ábendingar um áhugaverð verkefni
sem hafa nýst skólasamfélaginu og hafa verið unnin á yfir-
standandi skólaári. Skila þarf inn tilnefningum fyrir 15. maí nk.
Gróa Björk Hjörleifsdóttir og Guðrún Lísa Einarsdóttir hlutu hvatningar-
verðlaun fræðsluráðs 2019 fyrir verkefnið Jóga og slökun í Heiðarskóla.
Markmið verkefnisins var að nemendur læri á tilfinningar sínar og geti
nýtt sér aðferðir til þess að takast á við áskoranir daglegs lífs.
Eyðublað fyrir tilnefningar má finna hér
VF-myndir
Marta Eiríksdóttir
marta@vf.is
Við berum mikla ábyrgð á hamingju okkar
Bókin mín, Það sem ég hef lært, er byggð að hluta á því
sem ég hef skrifað í Hamingjuhornið þannig að fólk getur
flett upp á þeim málefnum sem eiga við hverju sinni, hvort
sem það eru hversdagslegar áskoranir eða stærri verkefni ...
Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 51