Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 52

Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 52
B A R Á T T U K V E Ð J U R TIL VERKAFÓLKS 1. MAÍ 2020 Sendum Suðurnesjamönnum og fólkinu okkar í framlínunni okkar bestu kveðjur! – Líturðu björtum augum til sumarsins? Já, er bjartsýnn á að við fáum frábært sumar með hverjum blíðviðrisdeginum á fætur öðrum. – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Líkamsrækt, íþróttir, matur, heilsa, heims- friður og fleira. Ástandið hefur í raun bara fært áhugamálin inn fyrir dyr heimilsins þar sem við höfum komið okkur upp heimarækt í skúrnum og notum við aðstöðuna mjög mikið og stundum oft á dag. – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Kleifar á Ólafsfriði þar sem ættaróðalið, Ytri-Á, er heimsótt á hverju sumri, gott að komast þangað í kyrrðina og sveitasæluna. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Stefnan er að njóta samveru með fjöl- skyldu og vinum – og auðvitað þjálfa sem mest til þess að bæta upp tapið sökum ástandsins. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Planið var að fara erlendis yfir páskana en það breyttist heldur betur. Það bíður betri tíma. – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Við fjölskyldan erum mest megnis heima fyrir og einu skiptin sem farið er út er til þess að hreyfa sig eða fara í búðina en það mætti segja að maður sé að gefa sér tíma í hluti sem hafa setið á hakanum ansi lengi t.d. að laga gamla tölvu, ná myndefni af gamalli upptökuvél inn á tölvutækt form svo eitthvað sé nefnt. – Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni? Já, myndi segja það. En er kannski ekki nógu mikið á ferðinni til þessa að leggja dóm á það hvort eð er. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Þetta er búið að hægja á öllu og maður horfir á sjálfsögðu hlutina öðrum augum. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Ég nýti FaceTime mikið, hringi daglega í foreldra mína. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ég myndi taka hópFaceTime við ömmur mínar sem ég sakna sárt. – Ertu liðtækur í eldhúsinu? Já, það er alveg óhætt að fullyrða það. Eitt af mínum skemmtilegustu áhugamálum er matur. Finnst gaman að prófa mig áfram. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Það er erfitt að velja eitthvað eitt, finnst gaman t.d. að baka, gera heimgert pasta frá grunni, heimagerðar pizzur, súpur svo eitthvað sé nefnt. – Hver er uppáhaldsmaturinn þinn Núna er í miklu uppáhaldi nautalund í pipar-truflu-mareneringu með kartöflum og Bearnaise. – Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Hákarl, lét samt til leiðast að taka einn bita fyrir mörgum árum á pabbadegi í leikskólanum hjá Einari syni mínum en ég gat ekki skorast undan því að taka bita af hákarli, en ég kúgaðist og endaði á að kyngja bitanum og fannst ég hafa gleypt eitthvað geislavirkt því ég fann nákvæm- lega fyrir því þegar bitinn fór í gegnum vélindað og niður í maga. – Hvaða morgunmatur verður oftast fyrir valinu? Geri langoftast sama súkkulaðibanana- hristing sem saman stendur af: 1 dl eggja- hvítur, 1 banani, 1 msk hnetusmjör, 1 og hálf msk kakóduft, 2 dl möndlumjólk, allt í blandara og njóta. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Skellti í snúða með súkkulaðiglassúr – algjör snilld! Þeir smökkuðust betur en úr bakaríinu. Næst í funkithcen verður prófað að gera stórar saltkringlur (pret- zels) – Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Er að svara þessu á miðvikudegi, ætli það verði ekki fimm appelsín í gleri og tíu lakkrísrör í Kosti hjá Gunna, þessi tvenna getur ekki klikkað. Netspj@ll Fáum frábært sumar ! Gunnar Einarsson, ei nkaþjálfari í Sporthú sinu, myndi nota 2000 kró nur á miðvikudegi til að kaupa fimm appelsín í gleri og tíu lakkrísrör í Ko sti hjá Gunna, tvenna sem g etur ekki klikkað, seg ir hann. 52 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.