Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 60

Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 60
Lovísa Sif Einarsdóttir stundar nám í Háskóla Reykjavíkur. Hún notast við fjar- fundarbúnað á hverjum degi og saknar þess að geta knúsað sitt nánasta fólk. – Hvernig ert þú að upplifa ástandið? Þetta ástand hefur í för með sér mikla óvissu og einangrun. Hef ekki verið að eyða miklum tíma með mínu nánasta fólki sem er mjög ólíkt því sem áður var. – Hefurðu áhyggjur? Já, ég hef t.d. áhyggjur af afleiðingum á efnahagsástandið í heiminum, hversu frjáls verðum við eftir þetta með ferðalög vítt og breitt um heim- inn og að sjálfsögðu af þeim sem standa mér næst og eru í áhættuhópi. – Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Hann hefur þau áhrif að ég hitti mitt nánasta fólk ekki eins oft og áður. Námið stunda ég nú heima í stað þess að mæta í skólann og æfingar stunda ég nú heima í stað þess að fara í ræktina. Ég hitti því ekki margt fólk þessa dagana sem er að sjálf- sögðu mikil viðbrigði. – Hvernig eru dagarnir hjá þér núna? Endalaus lærdómur, æfingar, göngu- túrar, FaceTime með fjölskyldunni og endalaust „kósý“ – sem er nú ekk- ert voðalega kósý lengur eftir allan þennan tíma hangandi heima. – Hefur þú gert miklar breyt- ingar í daglegu lífi? Já, mjög miklar. Ég hitti ég fólkið mitt sjaldnar og þá aðallega í gegnum tölvuna, námið er stundað heima í gegnum tölvuna og æfingar eru einnig stundaðar heima. Það vantar alveg félagslega þáttinn sem spilar stóran þátt í mínu daglega lífi. –Hefur þú hitt vini eða ættingja í gegnum fjarfundarbúnað? Já, ég geri það á hverjum degi. – Hvernig hittingar? Ég notast aðallega við FaceTime – Hefur þú eða þitt fólk verið í sóttkví? Foreldrar mínir hafa verið í sjálfs- kipaðri sóttkví síðan 14. mars þar sem faðir minn er með undir- liggjandi sjúkdóm, við höfum alveg hist af og til en þá þarf að fara eftir þessum reglum sem allir þurfa að hlýða eins og að þvo hendur, spritta og það sem er verst er að ekki má knúsast. – Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Myndi segja að það hafi verið um miðjan mars. – Hvað varð til þess? Ætli það hafi ekki byrjað á fréttunum utan úr heimi og svo að sjálfsögðu þegar smitin fóru að gera vart við sig hér á landi. –Hvernig ert þú að fara var- lega? Ég bara hlýði Víði og hans félögum. Held mig við tveggja metra regluna, þvæ mér mjög reglulega um hend- urnar og að sjálfsögðu spritta. –Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? Mér finnst þeir hafa staðið sig frá- bærlega og þá sérstaklega þríeykið okkar yndislega. – Finnst þér fólk vera taka til- mælum yfirvalda nógu alvar- lega? Flestir en ekki allir – sumt fólk er bara fífl og það breytist ekkert. – Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Að halda sambandi við fólkið mitt og næra líkama og sál. – Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? Nei, ég held að sveitarfélagið sé að gera nákvæmlega það sem á að gera á þessum skrýtnu tímum. – Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? Já, alveg klárlega. Ég hitti fólkið mitt sjaldan, fer ekki í skólann, fer ekki á æfingar og hitti því fátt fólk. – Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Ég fer í búð en hlýði Víði í einu og öllu þegar þangað er farið. – Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Ég veit það ekki en langar að vera bjartsýn og segja fram á haust. – Þegar faraldurinn er yfirstað- inn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? Draumurinn er að geta komist eitt- hvað erlendis en maður verður bara að sjá til hvernig þetta þróast allt áður en maður tekur svoleiðis ákvarðanir. – Er einhver sérstakur viðburður eða dagur sem þú óttast að verði aflýst? Já. Þjóðhátíð. Ekkert voðalega kósý lengur Lovísa Sif Einarsdóttir saknar félagslega þáttarins á tímum COVID-19 en hefur verið dugleg að læra. Er hrædd um að komast ekki á Þjóðhátíð í Eyjum 60 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.