Víkurfréttir - 30.04.2020, Síða 75
– Er eitthvað framandi sem
hefur komið þér á óvart þar
sem þú býrð núna?
„Vá, þegar ég kom fyrst til Vestur-
Ástralíu vissi ég ekki hvort ég var
að flytja út í óbyggðir með snákum,
krókódílum, eitruðum kóngulóm
og brjáluðum kengúrum. Ég vissi
ekki neitt um Ástralíu og ég hafði
ekki gert neina könnun um landið.
Fyrsti staðurinn sem við bjuggum
á var City Beach. Það var eins og
búa í Beverly Hills, glæsihús alls
staðar, dýrir bílar og fólkið var
auðvitað sérstaklega vinarlegt.
Við bjuggum þar okkar fyrstu sex
árin. Vestur Ástralía er námustaður
fyrir gull, eðalsteina og olíu og við
komum hingað í endann á upp-
sveiflu.
– Hefurðu alltaf búið á sömu
slóðum?
„Já, Vestur-Ástralía valdi okkur.
Á City Beach við vorum okkar
fyrstu sex ár og svo núna í Frem-
antle, sem hentar okkur mjög
vel. Fremantle er ekki bara þekkt
hafnarborg í Ástralíu heldur einn-
ig borg listar og tónlistar. Það býr
margt listafólk hér og fyrir mig
sem áhugalistakonu og dóttur
mína, Anítu, sem lagahöfundur
... og þegar við nálguðumst Ísland í 40.000 fetum
reis fallega eyjan okkar úr sæ og hægt var að sjá
landsendanna á milli í blíðviðrinu ...
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
Una Ósk með dætrum sínum, þeim Alexöndur, Anítu og Söru.
Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 75