Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Side 76

Víkurfréttir - 30.04.2020, Side 76
og söngkona hentar Freo fullkom- lega.“ – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? „Ég elska Freo. Fólkið er vinalegt, skapandi og frá öllum stéttum, ríkir og fátækir undir sama þaki mætti segja. Við höfum ána Swan River á öðrum endanum og ströndina á hinum og það er ávallt eitthvað um að vera.“ – Hvernig er að vera með fjöl- skyldu og börn þarna? „Strandarlíf og útivera allt árið í kring er það sem mínar dætur njóta. Útimarkaðir og lifandi tón- list er þeirra uppáhald og svo er menntun mjög mikilvæg hér, að allir fari í háskóla og fylgi draumum sínum. Alexandra, elsta dóttir mín, flutti að heiman fljót- lega eftir að við komum hingað en við búum í sömu borg. Hún hefur tekið tíma frá vinnu sinni til að ferðast og vinna eins og í Japan og Vietnam, sem er einn af hennar uppáhalds stöðum. Það eru tæki- færi fyrir alla hérna, ef þú vilt.“ – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? Í dag hefur COVID-19 valdið því að ég missti vinnuna mína tíma- bundið, svo að þegar ég vakna við sólarupprás, kl. sjö á morgnana, geri ég mig tilbúna til að skokka eða ég fer á ströndina til að labba og geri æfingar. Svo mála ég úti í garðinum mínum af því að ég hef ekki studíó til að mála í. Ég hef einnig framleitt og stjórnað fyrir dóttur mína tónlistarlega. Ef hún hefur tónleika, þá hjálpa ég henni. Einnig spila ég stundum með nágrönnum mínum en við erum áhugamanna-Ukulele-band, sem er meira okkur sjálfum til skemmt- unar en allir velkomnir að vera með. Ég er líka í vinahóp kvenna „Wild Women of Art“. Við hittumst einu sinni í viku til að mála og einnig skipuleggjum við sýningar, markaði og fleira“ – Líturðu björtum augum til næstu mánaða? „Veturinn er á næsta leiti hér hjá okkur. Núna næstu fjóra mánuðina verður pínu kalt en það mætti segja að vetur hér er eins og sumar á Íslandi. En, já, ég hef nokkur plön á næstunni sem ég er spennt að byrja á og svo er planið líka að hitta Klöru vinkonu frá Grinda- vík á Balí. Það eru tíu ár síðan við sáumst síðast svo það verður gaman.“ – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? „Ég get ennþá málað en það er ekki mikið um sölu og við getum fram- leitt lög en það eru engar uppá- komur í gangi. Annars er þetta ekki svo slæmt hérna. Að mínu mati hefur ríkistjórnin í Ástralíu tekið vel á COVID-19. Fyrir utan að missa vinnuna mína, en hún byrjar vonandi fljótlega aftur, eða að ég finn mér bara eitthvað annað að gera, ég er opin fyrir nýjum tækifærum.“ – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? „Hafnarfjörður hefur ávallt átt sér- stakan stað í hjarta mínu og ef mig dreymir mig í draumum mínum á Ísland þá er ég í Hafnarfirði. Ég var fædd þar og megnið af minni fjölskyldu bjó eða búa í Hafnar- firði.“ – Hvað stefnirðu á að gera á næstu mánuðum? „Það er ekkert bókað ennþá en ég hef verið að gæla við að fara í nokkra flugtíma, kannski get ég losnað við lofthræðsluna mína þannig og svo auðvitað að njóta samveru med dætrum mínum á ströndinni.“ – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? „Hlutirnir hafa bara færst aðeins til en ekkert hefur verið útilokað ennþá. Að hitta Klöru á Bali er ennþá efst á listanum.“ Á gamla markaðnum í Freo. 76 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.