Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Síða 78

Víkurfréttir - 30.04.2020, Síða 78
Andri Þór Unnarsson lærir stafræna hönnun í Tækniskólanum ásamt því að starfa sem verktaki samhliða námi. Hann segist vera heppinn að flest sem hann gerir í tengslum við nám og vinnu fer oftast fram í tölvu og því hefur faraldurinn ekki haft of mikil áhrif á hann. – Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Frekar furðulegt ástand sem við erum að upplifa, að sama leyti verður maður að passa að halda jákvæðu hugarfari og halda sér í rútínu. – Hefurðu áhyggjur? Hef mestar áhyggjur af henni ömmu minni sem er að verða 87 ára í sumar og sömuleiðis fólki sem er í áhættu- hópi. – Hefur þú gert miklar breyt- ingar í daglegu lífi? Í rauninni er ég að gera svipaða hluti og væri að gera ef faraldurinn væri ekki. Er að halda áfram að gera verk- efni í skólanum og verktakaverkefni. Er svo heppinn með það að flest sem ég geri í tenglsum við nám og vinnu fer oftast fram í tölvunni. Dagarnir eru ekki flóknir en góðir. Vakna og segi góðan daginn á „Microsoft Teams“ við kennara og bekkjafélaga. Vinn verkefni dagsins í skólanum. Tek göngutúr, stundum heimaæfingu og enda síðan á því að horfa á Netflix eða spila Call of Duty Warzone. – Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu eða nám? Ég er í Tækniskólanum að læra staf- ræna hönnun, því hefur verið breytt í fjarnám og verður þannig út önn- ina. Um leið og samkomubannið hófst var ekki gert ráð fyrir því að við myndum hittast aftur. Kennar- arnir þurftu eina viku í að ná áttum og skipuleggja prógram fyrir fram- haldið. Það gengur þokkalega en við erum í hópaverkefni núna sem er síðasta verkefni annarinnar. Það er krefjandi að vinna verkefni í þessum geira í fjarnámi. Ég starfa sem verktaki með skól- anum og það hefur gengið mjög vel þrátt fyrir ástandið. Síðustu mánuði hef ég verið að vinna að Netþjálfun World Class. Hef geta sinnt því alveg 100%. Tökudagarnir eru þannig að það eru fáir á staðnum og höfum við alltaf passað tveggja metra regluna. Eftirvinnslan er síðan bara unnin heima og því hefur það ekkert breyst. Hinsvegar átti ég að starfa í háloft- unum hjá Icelandair í sumar sem flugþjónn. Því miður verður ekki af því þetta sumarið út af faraldrinum. Starfaði við það síðasta sumar og það var frábær reynsla. – Hefur þú hitt vini eða ættingja í gegnum fjarfundarbúnað? Notast aðallega við FaceTime til þess að heyra í vinum og einnig fjöl- skyldumeðlimum. – Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Um leið og samkomubannið tók gildi. – Hvað varð til þess? Að sjá hversu hratt veiran hefur breiðst út, hversu auðvelt er að smit- ast af henni og hversu hættuleg hún er fyrir fólk í áhættuhópi. – Hvernig ert þú að fara varlega? Er mjög mikið heima þessa dagana og hef einnig sett pásu á að hitta vinina. Er í rauninni búinn að vera í kringum sama fólkið síðan sam- komu bannið tók gildi fyrir utan tökudagana sem ég þarf að skjótast í. Er ekki að fara að fara út á almanna- færi að óþörfu og þvæ mér vel um hendurnar. – Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? Frábærlega, alveg til fyrirmyndar. – Finnst þér fólk vera taka til- mælum yfirvalda nógu alvar- lega? Það er mjög misjafnt þar sem maður sér fólk oft setja á samfélagsmiðla vinahittinga, matarboð, bústaða- ferðir og fleira. – Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Halda ró og fylgjast vel með til- mælum frá sóttvarnalækni. Ekki gleyma að vera svolítið hugmynda- rík og finna sér eitthvað skemmti- legt að gera með fjölskyldunni. Passa að halda heilsunni í toppmálum og reyna að gera það besta úr þessu og hægt er. – Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? Því miður þekki ég það ekki nógu vel til þess að tjá mig um það. – Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? Auðvitað, það hefur áhrif á okkur öll. Það er bara spurning hversu mikil áhrif þetta er að hafa á fólk. Ég hef verið duglegur í að finna mér verkefni og skella mér í göngutúra til að fá frískt loft. Ég tel það vera mjög mikilvægt á þessum tímum þar sem maður hangir mikið inni þessa dagana. – Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Skreppi einstaka sinnum í búð til þess að grípa nauðsynjavörur. – Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Erfitt að segja eins og staðan er núna. Vonandi fer þetta að lagast. Ef ég ætti að tippa á það myndi ég setja á ágúst. – Þegar faraldurinn er yfirstað- inn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? Ef allt er í toppmálum þá myndi ég telja það líklegt að ég myndi ferðast bæði innan- og utanlands þar sem við misstum af utanlandsferð um páskana. – Er einhver sérstakur viðburður eða dagur sem þú hræðist að verði aflýst? Það myndi valda mörgum von- brigðum ef Þjóðhátíð og fleiri stórar útihátíðir myndu falla niður. Maður verður bara að vona það besta. Reynum að vera svolítið Andri Þór Unnarsson er nemandi í Tækniskólanum og segir mikilvægt að fólk finni sér eitthvað skemmtilegt að gera með fjölskyldunni. hugmyndarík Netspj@ll 78 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.