Spássían - 2013, Page 7
7
fantasíur
örva
ímyndunaraflið
ólk les í raun allt milli
himins og jarðar en vissar
greinar eru vinsælli en
aðrar. Sem dæmi eru
stórbrotnu fantasíurnar mjög
vinsælar núna, epískar fantasíur
á borð við A song of Ice and Fire
eftir George R.R. Martin, sem
sjónvarpsþættirnir Game of
Thrones eru byggðir á. Þær hafa
selst mjög vel í mörg ár en eftir
að þættirnir hófu göngu sína fór
hinn almenni lesandi að koma
meira og kaupa þær. Fólk sem
kannski hafði ekki lesið fantasíu
áður. Og er þar ekki að ráðast á
garðinn þar sem hann er lægstur.
Annar vinsæll höfundur hjá okkur,
en meira léttmeti en Martin,
er Brandon Sanderson. Hann
hefur skrifað Mistborn þríleikinn
og The Stormlight Archive
seríuna. Það er aðeins komin út
ein bók í þeirri síðarnefndu en
fólk er mjög hrifið af henni. Ég
myndi setja þær í sama geira og
Hringadróttinssögu eftir J.R.R.
Tolkien: Miðaldaumhverfi þar
sem geisar stríð milli mismunandi
Eftir Ástu Gísladóttur
SÉRVÖRUVERSLUNIN NEXUS HEFUR STARFAÐ SÍÐAN 1992 OG
ÞAR ER AÐ FINNA STÆRSTA ÚRVAL AF SPILUM, MYNDASÖGUM,
LEIKFÖNGUM, DVD MYNDUM OG BÓKUM SEM TENGJAST FANTASÍUM
OG VÍSINDASKÁLDSKAP Á LANDINU. DAGBJÖRT KJARTANSDÓTTIR,
STARFSMAÐUR VERSLUNARINNAR, HEFUR LEIÐBEINT FÓLKI
MEÐ BÓKAKAUP SÍÐAN ÁRIÐ 2005 OG HÚN SETTIST NIÐUR MEÐ
ÁSTU GÍSLADÓTTUR OG RÆDDI VIÐ HANA UM FANTASÍUÁHUGA
ÞJÓÐARINNAR. SEM ER TÖLUVERÐUR OG ÖRT VAXANDI.
„F