Spássían - 2013, Page 8
8
konungsríkja. Við mælum mikið
með honum ef fólk er að leita að
einhverju öruggu og vill kynnast
fantasíuheiminum.“
NÚ NÆR FANTASÍAN YFIR BREITT SVIÐ
OG FÓLK GETUR HAFT ÁHUGA Á ÖLLU
EÐA BARA ÞRÖNGU SVIÐI INNAN
HENNAR.
„Já, algjörlega. Fyrir utan
stórbrotnu fantasíurnar hafa
„urban“ fantasíur verið mjög
vinsælar og sér ekki fyrir endann á
því. Fólk heldur alltaf öðru hvoru
að vinsældirnar séu farnar að dala
eins og í skvísubókageiranum en
svo er ekki. Við höfum leitað að
góðri þýðingu á „urban fantasy“ og
okkur finnst bein þýðing ekki passa
– stórborgarfantasía – þannig að við
höfum kallað þær nútímafantasíur.
En innan þess geira eru fantasíur
sem eru meira í ætt við ástarsögur,
spæjarasögur, „noir“ sögur, o.s.frv.,
þannig að fólk getur haldið sig
við mjög afmarkaðan geira ef
það vill. Það sem stendur upp úr
í nútímafantasíu eru „kick-ass“
kvenhetjur sem vaða þar uppi.
Þær eru galdramenn, hamskiptar
eða vampírur eða tengjast
töfrum á einhvern annan hátt.
Þótt til séu vinsælir bókaflokkar
innan nútímafantasíunnar með
karlhetjum eru kvenhetjurnar
miklu vinsælli. Konur eru stærsti
lesendahópurinn en þó les fjöldi
karlmanna þær líka. Ég lenti
reyndar í því um daginn að það kom
til mín strákur í búðina að leita sér
að nýrri nútímafantasíu. Hann taldi
upp það sem hann var búinn að
lesa sem reyndust allt vera bækur
eftir karlhöfunda og um karlhetjur.
Ég benti honum á eina vinsæla
seríu og hann sagði: „Nei ég er ekki
kominn svo langt ennþá að geta
lesið bæði eftir kvenhöfund og um
konu.“ Það kom mér á óvart því ég
hafði alltaf haldið að fólk sem les
vísindaskáldskap og fantasíu væri
ögn víðsýnna en annað og með
opinn huga fyrir ýmsu. Vinsælasta
serían í nútímafantasíugeiranum
um karlmann og eftir karlmann
er Dresden files eftir Jim Butcher
og ber hún höfuð og herðar yfir
allt annað. En það er einfaldlega
meira úrval af bókum með
kvenhetjum. Svo er það gufupönkið
(„steampunk“) sem flokkast líka
sem nútímafantasía og þar eru
margir góðir höfundar. Ég er hrifin
af Gail Carriger og Cherie Priest
en þær skrifa báðar gufupönk sem
gerist á Viktoríutímanum. Þeir
sem lesa hins vegar stórbrotnu
fantasíurnar halda sig mikið við
þær, finnar þar geira sem hentar
þeim og leita ekki út fyrir hann. Ég
held að flestir geri það, ég líka.“
ERUÐ ÞIÐ LÁTIN LESA ÞAÐ SEM ER TIL
Í BÚÐINNI?
„Við bara lesum það sem okkur
langar til að lesa. Stundum kemur
bók í sölu til okkar sem er búin að
fá góða dóma og þá lesum við hana
eða þá að forvitni okkar vaknar ef
bók selst vel. Þegar Twilight var sem
vinsælust kom mikið af foreldrum,
ömmum og öfum sem spurðu: „Eru
þetta góðar bækur? Barnabarnið
mitt er 15 ára og hún er svo
voðalega hrifin af þessu og hana
langar til að lesa þetta á ensku.“
Þannig að ég las bókina en ég hefði
ekki átt að gera það því ég gat ekki
selt hana með sannfæringu eftir
það: „Já hún er mjög vinsæl en mér
finnst þessi skemmtilegri“, sagði
ég kannski og greip einhverja aðra
vampírubók. Unglingabækurnar eru
mjög vinsælar í fantasíunni og allir
aldurshópar kaupa þær.“
FYNDIÐ AÐ KALLA ÞÆR
UNGLINGABÆKUR ÞEGAR ÞÆR ERU
GREINILEGA BÆKUR FYRIR ALLA
ALDURSHÓPA.
„Þetta er auglýsingabragð
hjá bókaútgefendum. Margar
vísindaskáldsögur og fantasíur
getur maður tekið úr hillunum
og sett í unglingabækurnar. Mér
finnst frekar óþægilegt þegar fólk
spyr mig um aldursflokka – þetta
er svo misjafnt eftir einstaklingum.
Mér finnst fólk gera of mikið
af því að reyna að njörva niður
eitthvert aldursbil í sambandi
við bækur. Unglingafantasíurnar
eru samt aðeins annars eðlis en
hinar. Efnistökin eru öðruvísi. Þær
hafa verið mjög dystópískar upp á
síðkastið og maður þarf að hafa sig
allan við til að finna eitthvað annað.
Þar er lítið af klassískri fantasíu
(„high fantasy“).“
KOMA UNGLINGAR TIL YKKAR AÐ
KAUPA ÞESSAR FANTASÍUR?
„Já, bæði úr unglingahillunni og
fantasíudeildinni. Einnig nokkuð
af foreldum og ömmum og öfum
en það er aðallega í desember.
Þau eru reyndar svolítið uppekin
af því hvort þetta sé við hæfi
barna, en jafnvel þótt bækurnar
séu merktar fyrir unglinga geta
þær verið svakalegar. Krakkarnir
sjálfir hafa engar áhyggjur af þessu.
Unglingadeildin hefur stækkað
hjá okkur undanfarin þrjú, fjögur
ár og það er bara út af eftirspurn.
Það komu svo margir krakkar sem
vildu fá eitthvað annað en það sem
er í boði annars staðar. Mér finnst
ofboðslega gaman hvað þau eru
dugleg að bera sig eftir bókum og
fylgjast með, t.d. á netinu. Þau eru
oft á undan okkur.“
HAFA DIVERGENT BÆKURNAR EFTIR
VERONICU ROTH VERIÐ VINSÆLAR HJÁ
YKKUR?
Mjög svo.
NÚ VAR SÚ FYRSTA AÐ KOMA ÚT
Á ÍSLENSKU HJÁ BÓKAÚGÁFUNNI
BJÖRT SEM ER FREKAR NÝTT FORLAG.
MÉR FANNST SKRÍTIÐ AÐ STÆRRI
FORLÖG SKYLDU EKKI FALAST EFTIR
BÓKAFLOKKNUM.
„Þau fylgjast ekki nógu vel með.
Það er oft sorglegt að sjá að
vinsælustu bækurnar, og bækur
sem okkur þykja góðar, koma aldrei
út á íslensku nema þá hjá einnar
bókar útgefanda. Kápan er stundum
ljót því hann hefur ekki efni á
að kaupa réttinn á upprunalegu