Spássían - 2013, Qupperneq 9

Spássían - 2013, Qupperneq 9
9 kápunni, hann á ekki peninga til að auglýsa og því frétta fáir af bókinni. Síðan daga þessar bækur uppi og seríurnar eru aldrei gefnar út í heilu lagi. En Divergent bækurnar hafa verið mjög vinsælar og eins Mortal Instruments eftir Cassöndru Clare. Ég er svolítið hissa á að þær hafi ekki verið þýddar því þær mokast út hjá okkur.“ ÞAÐ KOM AUÐVITAÐ ÚT MYND EFTIR FYRSTU BÓKINNI ÚR MORTAL INSTRUMENT SERÍUNNI SEM VAR FREKAR VOND. „Það hefur hins vegar ekki haft áhrif á sölu bókanna. Yfirleitt drepa lélegar kvikmyndir bókasöluna en ekki í þessu tilviki. Kannski vegna þess að bækurnar voru nógu þekktar og höfðu nógu mikinn skriðþunga þegar myndin kom út. Ég er einmitt að bíða eftir að sjá hvort Ender‘s Game myndin drepi sölu á bókinni hjá okkur.“ VEISTU HVERJU FÓLK SÆKIST EFTIR Í FANTASÍUBÓKUM? „Mér finnst bækur alltaf fjalla um það sem kemur fólki við. Það skiptir ekki máli hvort það er fantasíubók eða önnur bókmenntaverk. Jafnvel þótt viðfangsefnið sé óraunverulegt er verið að fjalla um allt sem viðkemur manninum. Ég held að ástæðan fyrir því að fólk les í fantasíuformi sé að sleppa ímyndunaraflinu lausu. Þegar þú lest bækur sem gerast bara í raunveruleikanum er viðfangsefnið stundum of nærri manni.“ FANTASÍAN GEFUR FÓLKI LEYFI TIL AÐ KANNA HLUTI SEM HINN RAUNVERULEGI HEIMUR FLÆKIR OF MIKIÐ? „Já. og verða óþægilegir þegar þeir eru settir í samhengi sem þú þekkir. Það sem vísindaskáldskapur hefur t.d. gert er að fjalla um hluti sem ekki hefur mátt ræða, eins og Star Trek gerði á sínum tíma. Ég trúi því ekki að lestur fantasíu sé flótti frá raunveruleikanum eins og margir segja. Frekar að þær örvi ímyndunaraflið og bjóði upp á hvíld frá raunveruleikanum án þess endilega að flýja málefnin. En auðvitað eru til svo rosalega grunnar fantasíur að þær taka ekki á neinu sérstöku.“ ÞÚ HEFUR EKKI TEKIÐ EFTIR AÐ LESBRETTI HAFI ÁHRIF Á BÓKASÖLU? „Þau hafa greinilega áhrif. Við höfum misst viðskiptavini, fastagesti, sem koma bara í dag til að spjalla við okkur en kaupa sér engar bækur. Mér finnst það mjög skiljanlegt því ég á sjálf kyndil (Kindle). En vissar bækur og vissa höfunda vil ég eiga í prentuðu formi. Fólk er að færa sig mikið yfir á rafræna formið. Það kaupir sér þá heldur handbækur hjá okkur og hefur handbókasala aukist töluvert. Ég sé líka hvernig krakkar koma úr barnabókunum yfir í bækur á ensku.“ ERU KRAKKAR EKKI FARNIR AÐ LESA MIKLU FYRR NÚNA Á ENSKU EN ÞAU GERÐU FYRIR 10 ÁRUM? MÍN TILFINNING ER AÐ ÞAU SÉU ÖLL FARIN AÐ TALA ENSKU. „Það er líka mín tilfinning. Það koma krakkar niður í 10 ára að leita að bókum hjá okkur. Oft eiga þau enskumælandi foreldri en stundum eru þetta krakkar sem eru búnir að fá leið á því sem er í boði á íslensku. Þess vegna hef ég tekið inn bækur fyrir æ yngri krakka á hverju ári. Maður sér þessa þróun líka þegar vinsælar bækur eins og Game of thrones og Twilight koma út. Stelpur sem höfðu aldrei lesið fantasíur lásu Twilight og komu svo til okkar í leit að öðru efni. Og hefðu sennilega ekki farið út í þennan geira annars.“ HEFURÐU TEKIÐ EFTIR ÞVÍ AÐ FÓLK SÉ AÐ YFIRVINNA FORDÓMA SÍNA GAGNVART FANTASÍUM? „Það er frekar að fólk áttar sig allt í einu á að þetta sé til. Þegar Harry Potter bækurnar voru að koma út var algengt að foreldrarnir uppgötvuðu fantasíu í fyrsta skipti og héldu að þetta væri eitthvað nýtt, eins og Bróðir minn Ljónshjarta hefði ekki verið til í 40 ár. Meirihlutinn af barnabókum er jú fantasía.“ Ég trúi því ekki að lestur fantasíu sé flótti frá raunveruleikanum eins og margir segja. Frekar að þær örvi ímyndunaraflið og bjóði upp á hvíld frá raunveruleikanum án þess endilega að flýja málefnin. „
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.