Spássían - 2013, Page 26

Spássían - 2013, Page 26
26 Orphan Black eru kanadískir spennuþættir sem hófu göngu sína árið 2012. Þar segir frá ungri konu, Söruh Manning, sem verður vitni að því þegar önnur kona hendir sér fyrir neðanjarðarlest á ferð. Það sem slær hana enn frekar út af laginu er að kona þessi lítur nákvæmlega eins út og hún sjálf. Þar sem Sarah á í vandræðum í einkalífinu eygir hún þarna tækifæri til að láta sig hverfa inn í líf annarrar og frá eigin vandamálum. Þau reynast þó aðeins vera rétt að hefjast þegar í ljós kemur að látna konan vann við rannsóknarlögregluna og virðist hafa verið ein af fjöldamörgum tvíförum Söruh. Í strangasta skilningi falla þættirnir undir skilgreiningar vísindaskáldskapar (þessar konur eru klón) en í þeim er þó oft gælt við fantasíugeirann. Aðalhlutverkið er í höndum leikkonunnar Tatjönu Maslany og það er ekki lítið sem á hana er lagt þegar hún þarf að takast á við að leika þrjá til fjóra einstaklinga í einu – oft í sama rammanum. Hún er þó fullkomlega starfinu vaxin og útkoman hraðir, spennandi, vandaðir og oft fyndnir þættir um konur sem hafa hlotið mismunandi veganesti í lífinu þrátt fyrir genatísk líkindi sín. Enn sem komið er hafa þeir ekki verið sýndir á Íslandi en vonandi verður fljótt breyting þar á því það má léttilega gleyma sér yfir þeim eina kvöldstund eða svo.. Kortið sýnir sögusvið eða áhrifastaði skáldsagna af ýmsu tagi Sími 411 6100 - www.borgarbokasafn.is - www.bokmenntir.is - www.literature.is - www.bokvit.tumblr.com Íslandskort bókmenntanna Foldasafn í Grafarvogskirkju Ársafn Hraunbæ 119 Aðalsafn Tryggvagötu 15 Gerðubergssafn Gerðubergi 3-5 Sólheimasafn Sólheimum 27 Kringlusafn í Kringlunni Ljóð og sögur Ljóðakort Reykjavíkur LESTU Í LANDIÐ GÖTURNAR ERU FULLAR AF LJÓÐI Kortin má finna á www.borgarbokasafn.is komnar á kortið Ljóð um hverfi, staði, götur og viðburði í Reykjavík kanadísk klón

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.