Spássían - 2013, Blaðsíða 29

Spássían - 2013, Blaðsíða 29
29 „Tímakistur“ í Toppstöðinni Hann viðurkennir að honum hafi brugðið nokkuð er fram komu kvikmyndir á borð við Hansel & Gretel: Witch Hunters (2013) og Snow White and the Huntsman (2012), því það er langt síðan hann fékk sjálfur hugmyndina að bókinni. „Allt í einu fóru að streyma fram þessar myndir og þá fékk ég þetta hefðbundna hugmyndasjokk; er einhver búinn að gera mynd um óskrifaða bókina mína? Svo var dálítið erfitt að velja sér kóng og prinsessu. Það er í sjálfu sér frekar leiðinlegur efniviður. Það var ekki fyrr en ég kom fram með aðstoðarmanninn, Excel, og áttaði mig á að konungurinn gæti alveg verið nær Shakespeare- konungi en ævintýrakonungi sem þetta fór að verða skemmtilegra. Því ævintýrakóngar eru dálítið eins og jólasveinar. Einsleitir. Að sama skapi var erfitt að gera prinsessuna að persónu. Að finna nýjar hliðar á mjög miklum klisjum, þar sem meira að segja paródían og paródían af paródíunni er orðin klisja. Eins og Shrek sem gerir grín að ævintýrinu. En það er líka hægt að taka ævintýrið alvarlega og gera eitthvað sem skírskotar til nútímans. Í Tímakistunni verður prinsessan, án þess að fá við það ráðið, að gyðju - einhverju íkoni og efnahagslegu afli. Að baki liggur hugmynd um það hvernig stjórnlaus ferli fara í gang og menn missa stjórn á atburðarásinni. Atburðarásin er oft fyrirsjáanleg í gömlu ævintýrunum en mig langaði að breyta því aðeins.“ Konungurinn og prinsessan í sögunni eru þannig að einhverju leyti harmrænar persónur og Andri Snær segist til dæmis leita í Rómeó og Júlíu. Fyrir vikið verður bókin afar dramatísk og Andri Snær segist sækja mikið í stemningu goðafræðinnar. „Þannig get ég leikið mér með stór öfl og epísk örlög – eins og eru líka í Bláa hnettinum – þar sem persónurnar glíma við frumöflin. Mig langaði til að taka tímann áþreifanlegum tökum. Ég las bókina Mómó eftir Michael Ende þegar ég var strákur og var mjög hrifinn af henni. Eftir að ég samdi þessa sögu las ég hana svo aftur, eiginlega til að fullvissa mig um að ég væri ekki óvart að taka þaðan eitthvað sem setið hefði í minninu. En nær eina líkingin með Mómó og Tímakistunni er að þær fjalla báðar um tímann.“ Ég fékk einfaldlega hugmynd um kistu sem er ofin úr kóngulóarsilki. Mér fannst svolítið gaman að finna þannig nýja nálgun á það sem hefur blasað við manni allt lífið; þessar prinsessur í kistunum. Þær hafa alltaf verið álitnar sofandi. En svo hugsaði ég að kannski kæmist tíminn ekki inn í kistuna. „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.