Spássían - 2013, Blaðsíða 33

Spássían - 2013, Blaðsíða 33
33 ugmyndin að Englafossþríleiknum kviknaði sumarið 2009, skriftir hófust í upphafi árs 2010 og ári síðar var fyrstu bókinni lokið. Það tók annað ár að skrifa Eld og síðasta bókin tók álíka langan tíma. Bækurnar eru allar hnausþykkar, en íslensku þýðingarnar eru samtals 1010 síður - og það meira að segja í frekar stóru broti. Þennan síðufjölda má þó alls ekki túlka sem löst, miklu frekar sem stóran kost enda eru þetta bækur af þeim toga sem maður vill hreinlega ekki ljúka heldur lesa sífellt meira. DAUÐI SEM MARKAR UPPHAF Hringurinn hefst á dauða. Kynntur er til sögunnar menntaskólaneminn Elías. Hann hefur lengi átt erfitt; en síðasta hálfa árið hefur allt farið batnandi, honum finnst hann sjálfur hafa breyst og þess „vegna er svo erfitt að skilja hvers vegna núna - núna þegar hann getur loksins sofið á næturnar, núna þegar hann getur meira að segja fundið til gleði” (12). Lesandi finnur strax til samúðar með þessum einmana dreng og grunar að hér sé á ferðinni aðalpersóna bókarinnar. Það er þess vegna sem það er svo ótrúlegt þegar Elías stendur, síðar í sama kafla, inni á baðherbergi í skólanum og getur ekki annað en hlýtt ókunnu og líkamslausu röddinni sem talar við hann; hann ræður ekki við sig þrátt fyrir að gera sér grein fyrir afleiðingum þess sem hann er að fara að gera: Líkami Elíasar gengur að handlauginni og tekur upp stærsta glerbrotið. Hann veit hvað á að gerast. Hann svimar af ótta. Þú ert bilaður. Það er ekki hægt að bæta þig. Hann gengur hægt aftur á bak inn í einn af opnu klósettbásunum. Bráðum verður því lokið. Bráðum þarftu ekkert að óttast framar. Nú er röddin næstum huggandi. Elías læsir að sér og sígur niður á klósettið. Hann berst gegn því að opna munninn, berst gegn því að öskra. Handtakið um glerbrotið verður fastara og hvassar brúnirnar skerast inn í lófann. Enginn sársauki. Og hann finnur ekki til sársauka. Hann sér blóðið drjúpa úr lófanum og leka niður á grátt flísagólfið en hann finnur ekkert til (14). Allir ganga að því sem vísu að Elías hafi framið sjálfsmorð, allir nema sex stúlkur sem eru aðalsögupersónur Hringsins en þær vita að Elías batt ekki sjálfviljugur enda á líf sitt heldur fengu ill galdraöfl hann til þess. Stúlkurnar sex, Minoo, Vanessa, Linnéa, Anna-Karin, Ída og Rebekka, mynda hringinn; hring hinna útvöldu norna sem þurfa að vinna saman til að sigra ill galdraöfl sem herja á Englafoss, en nái þau völdum verður heimurinn aldrei samur á ný. Elías hafði átt að vera sjöundi meðlimur hringsins en hin illu öfl náðu til hans áður en hann áttaði sig á eigin kröftum. ALVEG EINS OG ALLT ÖÐRUVÍSI Nornirnar sex eru allar á fyrsta ári í menntaskóla og halda, ýmist því miður eða sem betur fer, að allt sé eins og áður, að ekkert hafi breyst þrátt fyrir að þær hafi formlega sagt skilið við grunnskólann og hafið nýtt líf í menntaskólanum. Á yfirborðinu eru þær líka svipaðar öðrum unglingum og glíma við sín persónulegu vandamál, hvort sem þau tengjast fjölskyldunni, skólanum, sjálfsmyndinni, útlitinu eða einhverju öðru. Það truflar óneitanlega lestur fyrstu kaflanna hversu margar aðalpersónurnar eru en sá vandi leysist fljótt þar sem persónuleikar, félagsleg staða og fjölskyldur þeirra eru ólíkar. Það er einfalt að stilla þeim upp sem stereótýpum: Anna-Karin er feitlagið eineltisfórnarlamb úr sveitinni, Minoo er fullkomnunarsinni með 10 í öllum fögum, Vanessa er ljóshærð djammdrottning í push-up brjóstahaldara, Rebekka óöruggur lystarstolssjúklingur, Linnéa er svartklæddur furðufugl og Ída breiðir yfir eigið óöryggi með H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.