Spássían - 2013, Qupperneq 36

Spássían - 2013, Qupperneq 36
36 GRÁMYGLAN OG SAKLEYSINGINN Skrifað hefur verið um kynlíf lengur en elstu menn muna. Löngu áður en E.L. James settist niður fyrir framan tölvuskjáinn, bretti upp ermar og skrifaði fyrsta kaflann í því sem síðar varð Fimmtíu gráir skuggar, hafa verið skrifaðar ástarsögur fyrir konur, kryddaðar með mismiklu kynlífi - sumar alveg hreint löðrandi í kynofsa. Fimmtíu gráir skuggar, sem kom upphaflega út á netinu sem spunasaga af Twilight, sló hins vegar svo rækilega í gegn að menn töldu að eitthvað nýtt og spennandi hlyti að vera hér á ferð. En hvað? Kynlíf á annarri hverri síðu, BDSM, fjötrar, undirgefni, undirlægjur, meistarar, sársauki og meira að segja svipur. Um allt þetta hafði verið skrifað áður en pakkinn, markaðssetningin, bókahönnunin og ástin sem afsakar allt þetta holdlega bras gerði þetta forboðna einhvern veginn boðlegt „venjulegu“ fólki. Þetta snýst samt alls ekki allt um kynlíf og sagan sjálf er ekki sérlega frumleg, ekki frekar en ástarsögur almennt. Strákur hittir stelpu, þau geta ekki verið saman vegna ýmissa hindrana en þegar þau hafa rutt öllum ljónum úr veginum fallast þau í faðma og úti er ævintýri. Skuggabækurnar hnausþykku eru þrjár talsins og fjalla um furðu ótæknivædda háskólastúdínu að nafni Anastasía Steel og hinn 27 ára gamla auðkýfing Christian Gray. Sakleysinginn Anastasía er með öllu óreynd í rúmfræði, óspillt tandurhrein mey sem stundar ekki einu sinni sjálfsfróun, og botnar ekkert í þeim kenndum sem hún finnur fyrir í garð Christians og þaðan af síður áttar hún sig á honum. Christian býður Önu hvorki gull né græna skóga. Það sem hann býður upp á er trúnaðarsamningur og svo annar samningur þar sem meyjan hreina þarf að samþykkja að gerast undirlægja hans. Þá má ekki gleyma „leikherberginu“, en dótið þar inni fæst ekki í Toys’r’us. Bæði þurfa þau að láta af kröfum sínum og væntingum að sumu leyti, og rauðhærða grámyglan Christian þarf að láta sig hafa það að stunda svolítið vanillukynlíf með óreyndri stúlkunni. Kynlífslýsingarnar eru margar og ansi langar, orðmargar og ítarlegar en ýmislegt grófara er nú hægt að komast yfir. Fyrsta kynlífsreynsla Anastasíu er, samkvæmt hennar eigin orðum, „undraverð“, líkami hennar „skelfur“ og „svignar“ og „svitagljái geislar frá [henni]“ (115). Með tímanum verður kynlífið hins vegar harkalegra, færist úr rúminu yfir í leikherbergið og Anastasía lætur undan kröfum Christians um rassskelli, fjaðurkústa og alls kyns leikföng sem æsa, særa, meiða og veita unað. Vandamálin í sögunni tengjast þó ekki kynlífinu, heldur er stærsti vandi þeirra hversu tilfinningalega heftur Christian er. Það á rætur að rekja til þess að líffræðileg móðir hans var útúrdópuð krakkhóra og fór síður en svo mjúkum höndum um son sinn. Og þess vegna þráir hann að láta svipur, leðurreimar, fjaðrir og alls kyns dót leika, misharkalega, við líkama þeirra kvenna sem samþykkja skilmála hans. Titlar bókanna vísa til sálarástands karlhetjunnar sem er, eins og það er orðað í ensku upprunalegu útgáfunni, „fifty shades of fucked up“. Það er verkefni Anastasíu að svipta hinum gráu skuggum úr sálu og hjarta grámyglunnar sem hún elskar og kenna honum að elska - og vera elskaður - og njóta þess að veita gleði í stað þess að særa. Þegar því takmarki hefur verið náð, í lok þriðju og síðustu bókarinnar, eiga þau eitt barn og annað er á leiðinni og það er ekki nóg með að Christian sé klæddur hvítum fötum heldur er sál hans hvít sem nýfallin mjöll og hjartað barmafullt af ást. LOGANDI LENDAR … Fjöldi bóka af svipuðum toga kom út í kjölfar gríðarlegra vinsælda bókaflokksins um auðkýfinginn gráa og stúlkuna sem elskar hann og víða er bent á að bækur rithöfundarins Sylvíu Day séu svipaðar - og jafnvel betri. Nú eru komnar út á íslensku tvær fyrstu bækurnar í Crossfire- Um allt þetta hafði verið skrifað áður en pakkinn, markaðssetningin, bókahönnunin og ástin sem afsakar allt þetta holdlega bras gerði hið forboðna einhvern veginn boðlegt „venjulegu“ fólki. „
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.