Spássían - 2013, Page 41

Spássían - 2013, Page 41
41 Laura Marling gaf út fyrstu plötuna 18 ára gömul og á nú þegar að baki frábæran feril í Bretlandi. Hún sannar sig enn og aftur með fjórðu plötu sinni. Once I Was an Eagle er persónuleg, einföld umfangs; fallegur hljóðheimur með sterkum textum og áleitnum laglínum. Þegar þessu er blandað saman og flutt af einlægni verður útkoman töfrandi. Once I Was an Eagle er frábær plata og gagnrýnendur virðast á einu máli um gæði hennar. Hún er róleg og lágstemmd en tekst samt að vera full af krafti og á köflum reiði. Ekki besta platan til að hlusta á meðan þú ert að gíra þig upp í partý, en alveg meira en þess virði að kveikja á kertum, slappa af og bara hlusta. Ef þér líkar þetta prófaðu þá Joni Mitchell, Regina Spector og Beth Orton Laura Marling Once I Was an Eagle

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.