Spássían - 2013, Síða 43

Spássían - 2013, Síða 43
43 inngangi að þessu glæsilega verki um myndlistarkonuna Karólínu Lárusdóttur minnist Aðalsteinn Ingólfsson á að list hennar hafi ekki átt upp á pallborðið hjá æðstu listastofnunum landsins og segist m.a. hafa orðið persónulega vitni að því að verkum hennar var ýtt til hliðar sem mögulegum sýningarkosti. Hann bendir jafnframt á að í hinni nýlegu Íslensku listasögu, sem er alls fimm bindi, sé ekki minnst einu orði á þessa listakonu sem lærði erlendis, hefur starfað að myndlist áratugum saman, haldið fjölda sýninga á virtum, erlendum söfnum, skapað sér ótvíræða sérstöðu og verið óhemjuvinsæl meðal íslensks almennings. Sú staðreynd er afar sláandi eftir lestur þessarar bókar, enda er bókinni greinilega að einhverju leyti ætlað að vera mótsvar við þessari höfnun íslenskra listastofnana. Aðalsteinn segir frá ævi Karólínu en þó einna helst starfsferli hennar, og fléttar inn í hvern kafla myndum af verkum hennar og greiningu á verkunum. Lesandinn er þannig dreginn inn í spennandi myndheim Karólínu á aðgengilegan hátt. Mikill fjöldi verka er í bókinni og úthugsuð niðurröðun þeirra á mikinn þátt í að halda lesandanum við efnið svo hann endist til að lesa það sem eina heild frá upphafi til enda, þótt slíkt sé ekki mjög algengt með listaverkabækur. Aftast er texti bókarinnar á ensku, og með bókinni fylgir svo eftirprentun af verki eftir Karólínu. Það er því erfitt að ímynda sér annað en að þeir sem hafa áhuga á myndlist á annað borð, íslenskir sem erlendir, verði glaðir að fá grip sem þennan í hendurnar. Eftir Auði Aðalsteinsdóttur Aðalsteinn Ingólfsson. Karólína Lárusdóttir. JPV. 2013. spennandi myndheimur Karólínu Í Langar og ítarlegar lýsingar á störfum lögreglunnar gera það að verkum að sagan er oft á mörkum þess að vera langdregin, en plottið er hins vegar spennandi og það flókið að nauðsynlegt er að lesa hverja síðu vandlega til að tapa ekki þræðinum. Hjónabandserjur Davíðs og harmleikur þeirra hjóna - sem ekki er upplýstur fyrr en mjög seint í bókinni - truflar spennuna lítið, en bætir á móti afskaplega litlu við söguna. Snemma í bókinni kemur fram að Davíð notar vinnuna sem skjól til að þurfa ekki að takast á við tilfinningaleg vandamál og hann vanrækir konu sína sem á endanum gefst upp og fer frá honum. Þessi saga, og raunar uppbygging á persónu Davíðs, er hins vegar lítill hluti af sögunni og líklega hefði verið betra að fjalla nánar um heimilislíf hans fyrr í bókinni svo lesandi áttaði sig betur á ýmsum hugsunum Davíðs og gjörðum. Í bókinni koma ýmis nýstárleg orð fyrir eins og „greinir“ og „rannsakari“ auk annars lögguslangurs, svo sem að „skyggja“ grunaða, sem vonlaust er að vita hvort er raunverulegt eða ekki, að minnsta kosti fyrir leikmann. Stíll bókarinnar er fremur blátt áfram, textinn ansi stirður á köflum og gjarnan hefði mátt lesa yfir handritið í heild að minnsta kosti einu sinni í viðbót til að fækka ambögum. Hér má nefna að misjafnt er hvernig nafnið Sóley er beygt. Í næstu bókum hefur Jón Óttar prýðilegt tækifæri til að leyfa lesendum að kynnast Davíð betur ásamt því að slípa stílinn til en eftir því sem ég best veit er von á tveimur bókum í viðbót um lögreglumanninn Davíð. Og þá fer okkar maður á flakk; fyrst til Cambridge og Lundúna og svo um allan heim, eða því sem næst. Á heildina litið er Hlustað spennandi nýjung í íslenskum glæpasagnaheimi. Hér talar ný rödd – sem mætti þó slípa aðeins til – og hún er vel þess verð að hlustað sé á hana.

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.