Spássían - 2013, Qupperneq 46

Spássían - 2013, Qupperneq 46
46 uppskriftirnar, að minnsta kosti þær sem ég hef prófað og lesið nokkuð vandlega, fá mig ekki til að roðna og efast um eigin hæfileika í eldhúsinu. FISKUR Í NÝJUM FÖTUM Bækurnar Nigella á ítölskum nótum og Fagur fiskur eiga það sameiginlegt að vera nær jafn stórar og skarta höfundinum framan á kápunni. En þar lýkur samanburðinum því Sveinn Kjartansson er afskaplega ólíkur hinni bresku Nigellu þar sem hann stendur gleiðbrosandi í lopapeysunni og heldur á risastórum fiski. Uppskriftirnar í bókinni eru fengnar úr sjónvarpsþáttunum Fagur fiskur sem sýndir voru í sjónvarpi allra landsmanna en verkefnið sjálft á rætur að rekja til rannsóknar matvælafræðingsins Gunnþórunnar Einarsdóttur sem leiddi í ljós sífellt minni fiskneyslu Íslendinga. Eitt helsta markmið bókarinnar er því að fá landsmenn til að elda og borða fisk oftar. Fagur fiskur er alls ekki hefðbundin matreiðslubók. Teikningarnar sem skreyta sumar síður koma á óvart, heiti uppskrifta eins og „Grallaratríó“, „Namm-gúllas“ og „Fiskifondue Bootcamp“ fá mann til að brosa og líflegar ljósmyndirnar vekja líka athygli. Uppsetningin er skemmtileg. Blandað er saman ljósmyndum og teikningum á hverri síðu, engin ein regla virðist vera um hvar texti og myndir lenda á opnunum og oft eru notaðar klippimyndir. Gamlir vinir eins og þorskur og fiskbollur koma við sögu, lesendum er kennt að búa til einfaldar súpur og seyði og sumar uppskriftirnar ættu alls ekki að valda fólki svima. Til dæmis ættu flestir að ráða við að búa til þorsknagga og laxanagga (42) og saltfiskstappan (48) er alls ekki flókin. Rækjubakan (212) ætti líka að vera á hvers manns færi og fleiri aðgengilegar uppskriftir mætti tína til. Hráefnið er þó einnig nýstárlegt og oft er farið óvanalegar leiðir við að brúka það sem fengið er úr sjónum. Hvernig hljómar til dæmis þessi matseðill? Laxaþeytingur Makrílkæfa Súrkálspottréttur Earl Grey te (56) Í fljótu bragði myndi hefðbundinn heimiliskokkur líkast til aðeins treysta sér í hið síðastnefnda á listanum. Og uppsetningin? Veislan er ekki elduð og borin fram í týpísku íslensku Ikea-eldhúsi, ónei. Kokkurinn eldar matinn í úlpu, með húfu og trefil úti í guðsgrænni náttúrunni, umkringdur snjó, ís og brimbrettum og eldar í torkennilegum, risastórum kirnum. Maturinn er svo fram borinn í fjörunni og veislugestir snæða í blautbúningum, umvafðir íslenskum ullarteppum. Svona gerir maður ekki á hverjum degi (ef nokkurn tíma)! Öllu hefðbundnari - en þó framandi - er mynda- og uppskriftaþátturinn „Stórafmæli Möttu“ sem hefur að geyma sérlega girnilega og fallega smárétti, allt úr sjó. Mér féllust hendur í fyrsta skipti sem ég blaðaði í gegnum Fagran fisk. Á þetta að hvetja Íslendinga til að elda meiri fisk, hugsaði ég og hristi höfuðið þegar ég las um fiskiböku með sölvum og monkó- búkkó. Notagildi bókarinnar blasir ef til vill ekki við þegar bókinni er flett í fyrsta skipti en ég hvet lesendur til að skoða myndirnar, lesa hráefnalistana og svo uppskriftirnar sjálfar. Nær engin þeirra er flókin, langflestar ansi einfaldar þegar grannt er skoðað og þótt rósasalat með saltlegnum silungi hljómi eins og framandi ævintýri er hreint ekki flókið að elda það (ég prófaði). Fagur fiskur virðist kannski vera fantasía hins menntaða kokks en er í raun fínasta leið til að strá örlitlum framandleika og nýjungum inn í eldhús og prófa eitthvað annað en plokkfisk og soðna ýsu. Og hver segir að við megum ekki sáldra rósablöðum yfir fiskflökin okkar á venjulegum þriðjudegi? 1 Nanna Rögnvaldardóttir: „Nanna reynir að fara eftir eigin uppskrift“, Konan sem kyndir ofninn sinn, 3. október 2013, sótt 25. nóvember 2013 af http://nannarognvaldar. wordpress.com/2013/10/30/nanna-reynir- ad-fara-eftir-eigin-uppskrift/. Bringurnar sem ég brasaði urðu með engu móti jafn fagrar og bringurnar sem Nanna eldaði og myndaði en góðar voru þær! Fylltu kjúklingabringurnar mínar og mynd af sama rétti í bók Nönnu. Hvers vegna að takmarka sig við eldhúsið? Það er líka hægt að elda úti í hrímhvítri og ískaldri náttúrunni - og hafa það ansi huggulegt. Mynd úr Fagur fiskur. „
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.