Spássían - 2013, Side 66

Spássían - 2013, Side 66
66 TÁKNSAGA Sögusvið bókarinnar er „eyríki í norðurvegi“ þar sem „[lýsir] mold af gulli en mið af silfri og af flaumi vatns þau dýrindi er seint munu til fjár metin“ (5). Þar segir frá drottningunni Snæbjörtu Eldsdóttur sem verður ástfangin af goðkynjaðri hetju, Erni hinum alfrjálsa, giftist honum og eignast með honum tvo syni, hinn söngelska Óð Ævar og Auð hinn fróða. Þá dregur til tíðinda, en hálfbróðir Snæbjartar, Ótryggur, og félagar hans, Loðinn og Viðsjáll, leggja fæð á Örn, fjötra hann og fela í helli fjarri mannabyggðum. Nágranni þeirra úr nálægu ríki, Úlfur hinn illhærði, biður Snæbjartar og hún er ginnt í hjónaband með honum. Við tekur hörmungartímabil í sögu landsins, eymd er mikil og drottningin óhamingjusöm og kóngssynirnir þurfa að lifa í felum. Mörgum árum síðar brjótast kóngssynirnir til valda, drepa Úlf og endurheimta ríkið. Ekki tekur þó betra við því á meðan bræðurnir eru á ferðalagi að leita sér kvonfanga kemur Ofjarl hinn illi – „ríkur og voldugur víkingur er gerzt hafði konungur í ríki einu eigi all- langt undan“ (bls. 66) – og tekur við stjórn ríkisins. Hann reynir að fá drottningu til að giftast sér en hún harðneitar. Loks koma bræðurnir aftur heim og á sama tíma hefur alþýðukonan Ketilríður frelsað Örn hinn alfrjálsa. Í sameiningu ráða konungsfjölskyldan og Ketilríður Ofjarl og lið hans af dögum og hrekja í burtu. Allt endar því vel og úti er ævintýri. Söguheimurinn er goðsögu- eða ævintýralegur en engu að síður er hægt að sjá skýr líkindi með þessu tiltekna eyríki og Íslandi. Nöfn sögupersónanna fela í sér augljósar skírskotanir og söguna er auðvelt að lesa sem táknsögu (allegóríu) um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og samskipti ríkis og þjóðar við erlent vald: Ísland – eða íslenska fjallkonan – (Snæbjört) er í upphafi sögunnar heitbundin frelsi (Erni) og elur af sér hetjur (kóngssynina) en þarf að glíma við svikara úr eigin röðum (Ótrygg og félaga) sem hjálpa erlendu konungsveldi (Úlfi) – þ.e. Noregi eða Danmörku – að leggja Ísland undir sig. Hetjurnar endurheimta sjálfstæði ríkisins eftir langa mæðu en frelsið er enn í fjötrum, enda lýtur Ísland fljótlega aftur erlendu valdi, í þetta skipti stórveldinu Bandaríkjunum (Ofjarli). Þegar hér er komið sögu tekur við hugsjón um hvað gæti gerst, eða ætti að gerast, í framhaldinu: Stjórnvöld og þjóðin öll, yfirstétt jafnt sem alþýða, taka saman höndum, leysa frelsishugsjónina úr læðingi og hrekja erlent vald burt úr landinu. VINSTRIPÓLITÍK OG HERNÁMSANDSTAÐA Lesin á þennan hátt er Sagan af Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilríði Kotungsdóttur pólitísk ádeila þar sem deilt er á íslensk stjórnvöld fyrir að hafa gert langtímasamning um veru bandarísks herliðs á Íslandi. Síðari hluti bókarinnar og sögulokin eru sömuleiðis til þess fallin að blása baráttuanda í lesendur og fá þá til að taka saman höndum og mótmæla veru hersins hér á landi. Þessi saga er ekki fyrsta verk Jakobínu þar sem slík ádeila kemur Söguna er auðvelt að lesa sem táknsögu (allegóríu) um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og samskipti ríkis og þjóðar við erlent vald: „

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.