Spássían - 2013, Qupperneq 72

Spássían - 2013, Qupperneq 72
72 Síðari kaflarnir einkennast líka af því að þar fá sýningarnar sem til umfjöllunar eru meira vægi á kostnað samhengis þeirra í leiklistarsögunni. Eðlilega. Þar eru líka meiri þreifingar í formi og framsetningu. Til dæmis gefur Sveinn öðrum orðið að stórum hluta í greinunum um Fedru og Pétur Gaut, tveimur „leikmönnum“ sem honum þykja hafa skrifað gagnlega um sýningarnar. Innlegg þeirra Colette Fayard og  Guðmundar G. Þórarinssonar eru mjög áhugaverð og spurning hvort „umfjallarar“ hefðu átt að fá oftar að leggja orð í belg til lofs og lasts, og þá með viðbrögðum bókarhöfundar við því sem ritað var. Lokagreinin, um uppfærslu Íslensku óperunnar á Cavalleria Rusticana og I Pagliacci frá 2008, er síðan í dagbókarformi sem virkar vel í bland við hinar meira greinandi greinar fyrri hlutans. Kaflinn sem helst vantar er að mínu mati sá sem helgaður væri Bandamannasögu (Bandamenn 1992), með framhaldsvinnu og vinnubrögð leikhópsins Bandamanna sem aukaefni. Þar tekur leikstjórnarferill Sveins skýrustu beygjuna og skrítið að gera henni ekki betri skil. Vinnubrögðum og verkefnum hópsins eru gerð skil í kafla um Hamlet sem ætti að teljast nægt viðfangsefni út af fyrir sig. Eins vekur athygli hvað verkefni frá Þjóðleikhússtjóratíð Sveins vega létt í bókinni. Ekkert þeirra fær að bera uppi kafla þó á mörg þeirra sé minnst. Þar hefði kafli um Í öruggri borg (Þjóðleikhúsið 1980) eftir Jökul Jakobsson, með umfjöllun um þeirra samstarf sem hófst með Sjóleiðinni til Bagdad (1965), þriðja leikriti Jökuls og fyrsta leikstjórnarverkefni Sveins, verið aldeilis ómetanlegur. Allt um það, þá er þetta stórfín bók. Sveinn er vel ritfær og yfirsýn hans yfir íslenskt leikhúslíf undanfarinna sextíu ára eða svo er næsta einstakt, fyrir utan að hann er vitaskuld sérfræðingur í sjálfum sér eins og allir hugsandi menn. Vonandi er bók þessi í alvöru upphaf á ritröð um verk og vinnubrögð okkar fremstu leikstjóra. Ég treysti því að Trausti Ólafsson ritstjóri sé nú þegar búinn að hafa samband við Kjartan Ragnarsson, Stefán Baldursson og Þórhildi Þorleifsdóttur og skipa þeim að ydda blýanta sína. Guðjón Ó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.