Spássían - 2013, Page 73

Spássían - 2013, Page 73
73 bók sinni Huldukonur í íslenskri myndlist sem kom út árið 2005 fjallar Hrafnhildur Schram um óþekktar myndlistarkonur. Hér eru kynntar til sögunnar tíu íslenskar konur sem stunduðu myndlistarnám erlendis á síðustu áratugum 19. aldar og í byrjun 20. aldar. Að námi loknu fluttust þær allar aftur til Íslands en engin þeirra gerði myndlist að ævistarfi sínu.1 Að mati Hrafnhildar áttu þessar konur stóran þátt í að ryðja brautina fyrir aðrar sem á eftir komu og eiga þær að hennar mati skilið sinn sess í íslenskri listasögu. Það er gleðilegt að Hrafnhildur hafi gefið þessum framúrskarandi konum verðskuldaðan gaum og athygli með bók sinni.  Þær listakonur sem hér eru til umfjöllunar, Eyborg Guðmundsdóttir (1924-1977) og Elín Pjet. Bjarnason (1924-2009), eru einnig að mestu óþekktar ennþá. Þessar konur eru einni til tveimur kynslóðum yngri en konurnar í bók Hrafnhildar og gott dæmi um hve mikinn falinn fjársjóð megi enn finna í íslenskum myndlistararfi. Ekki eru til nein grunnrit um þessar konur ennþá. Eyborg Guðmundsdóttir yfirlesið gleymdar myndlistarkonur MEÐ NÁIN TENGSL VIÐ LIST MEGINLANDS EVRÓPU Á TUTTUGUSTU ÖLD Elín Pjet. Bjarnason Eftir Huldu Hlín Magnúsdóttur Í

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.