Spássían - 2013, Qupperneq 77
77
m slíkar konur fjalla
bækurnar Sharp objects
(2006), sem bar titilinn
Beitt áhöld er hún kom út í þýðingu
Aðalsteins Hákonarsonar sama
ár, Dark places (2009) og Gone
Girl (2012) sem kom út í íslenskri
þýðingu Bjarna Jónssonar undir
titlinum Hún er horfin árið 2013.
Ef marka má viðtökurnar sem
bækurnar hafa hlotið hafa fleiri
en höfundurinn þráð nýstárlegar
og almennilega andstyggilegar
kvenpersónur sem erfitt er að átta
sig á.
DROTTINN BLESSI HEIMILIÐ ...
Það eru sex mánuðir síðan
Camille Parker var hleypt út af
geðhjúkrunarstofnun en örin eftir
hnífana, rakvélablöðin og allt hitt
sem hún notaði til að skera sig með
eru þarna ennþá og hverfa líklega
aldrei. Þau hafa verið þarna frá því
hún var þrettán ára og systir hennar
dó. Þá, eins og nú, gat hún ekki fært
sársauka sinn og sorg í orð þannig
að hún tálgaði tilfinningarnar, skar
og stakk út úr eigin holdi með
steikarhníf. Einhvern veginn svona
líður aðalsöguhetju spennusögunnar
Beittum áhöldum í upphafi bókar
þegar ritstjóri tímaritsins sem hún
vinnur fyrir biður hana að fara
heim, til smábæjarins Wind Gap í
Missouri, til að rannsaka og skrifa
um mannshvarf.
Fyrir nokkru hafði telpa úr
bænum horfið en ári fyrr hafði lík
Eftir Helgu Birgisdóttur
BANDARÍSKI RITHÖFUNDURINN GILLIAN FLYNN
HEFUR Í ÞREMUR SKÁLDSÖGUM SKRIFAÐ
UM OFBELDISFULLAR, ILLAR OG HREINLEGA
HRÆÐILEGAR KONUR. ÞAÐ ER EKKI AÐ
ÁSTÆÐULAUSU, MIÐAÐ VIÐ ÞAÐ SEM SEGIR Á
HEIMASÍÐU HENNAR, ÞVÍ HÚN KVEÐST HAFA
VERIÐ ORÐIN LEIÐ Á FJÖRUGUM KVENHETJUM,
HUGRÖKKUM NAUÐGUNARFÓRNARLÖMBUM
OG TÍSKUDRÓSUM Í SÁLARLEIT SEM FYLLA
SÍÐU EFTIR SÍÐU, BÓK EFTIR BÓK, BÓKAFLOKK
EFTIR BÓKAFLOKK. HENNI FANNST VANTA
VIRKILEGA VONDAR KONUR, EKKI EINFALDA
EIGINHAGSMUNASEGGI EÐA SÁPUÓPERULEGAR
TÍKUR - HELDUR VIRKILEGA, VIRKILEGA ILLAR OG
ANDSTYGGILEGAR KONUR.
UM HÚN ER HORFIN
OG AÐRAR BÆKUR
GILLIAN FLYNN
HRÆÐILEGAR,
ANDSTYGGILEGAR OG
ÁHUGAVERÐAR KONUR
U