Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Síða 6
6 31. janúar 2020FRÉTTIR É g meina – þetta er endalaust kjafts- högg alltaf hreint. Það er alveg sama hvert þú leitar, þú færð aldrei al- mennileg svör. Enginn virðist vita neitt í sinn haus hvernig maður eigi að snúa sér í sambandi við hlutina,“ segir ör- yrki á sjötugsaldri sem stendur í ströngu við skattinn. Maðurinn, sem við skulum kalla Jón, skuldar skattinum rúmlega tvær milljónir króna vegna skattaákvörðunar fyrir árið 2014, þrátt fyrir að hann hafi verið lýstur gjaldþrota árið 2016. Lokaðar dyr Jón er í dag öryrki vegna ýmissa kvilla, meðal annars vegna slit- og vefjagigtar eft- ir langa ævi af erfiðisvinnu. Hann harkaði þó lengi af sér á vinnumarkaði en í kjölfar hrunsins fóru fjármálin í ógöngur. Hann sá sig því nauðbeygðan til að lýsa sig gjald- þrota árið 2016. „Þá var ég með skattaskuld og mér var sagt að allt færi inn í gjaldþrotið. En ég er ekki enn kominn almennilega út úr þessu þroti. Ég er enn á svörtum lista eft- ir öll þessi ár, það er árið 2020 núna. Eftir tvö ár átti ég að vera frjáls til að byrja lífið upp á nýtt. En það fór aldeilis ekki þannig. Það er kannski vegna þess að ég er öryrki og hef ekkert bolmagn til að berjast fyrir mínum rétti. Það hlustar enginn á mig og það er alveg sama hvert ég sný mér, ég kem alls staðar að lokuðum dyrum. Það hefur enginn tíma til að hlusta eða veita einhver ráð. Það er eins og maður sé ekki til í þjóð- félaginu.“ Skattaskuldinni var lýst í þrotabúið sem reyndist eignalaust. Ári eftir gjaldþrotið barst tilkynning frá skattinum. Skattar vegna tekjuársins 2014 höfðu verið endur- ákvarðaðir. Þar með væri komin ný skuld, sem ekki félli undir gjaldþrotið, þrátt fyrir að eiga rætur að rekja til sömu skuldar og lýst var í búið. Afturvirk skuld „Já, þetta kom mér svolítið á óvart. Að fá svona bréf. Svo fór ég að spyrjast fyrir um hvað þetta væri og þá var mér sagt að ég gæti ekki borgað krónu inn á þetta, þá fengi ég alla skuldina, líka það sem lýst var í þrotabúið, aftur í andlitið. En það hvarflaði aldrei að mér að þetta færi svona.“ Sjónarmið skattsins er að við endur- ákvörðun sem þessa þá stofnist krafan í reynd við endurákvörðunina, en miði ekki við tekjuárið sem hún verður til vegna. Þar sem fyrningartíma krafna í þrotabúi Jóns var ekki lokið þá var Jóni bent á að ef hann færi að greiða inn á þessa nýju skuld, eða semja um hana, ætti hann á hættu að rjúfa fyrningu eldri kröfunnar og þar af leið- andi gæti skatturinn haldið áfram að rukka hana. Jón kærði ákvörðun Ríkisskattstjóra til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, en niðurstaðan var sú sama. Hann þyrfti að greiða þessa endurákvörðuðu skuld. Jón kom því skuldugur út úr gjaldþroti. „Ég fékk bara bréf. Sem ég skildi ekki og fór með til lögmanns sem var svo yndisleg- ur að fara yfir þetta fyrir mig og senda þeim bréf. Þá fékk ég þessa skýringu; að það var gerð afturvirk skattabreyting árið 2017 á skattaákvörðun frá 2014. Ég hélt að þetta væri bannað, en ég fæ hvergi svör um það hvernig megi breyta hlutunum svona á aft- urábak.“ Mistök endurskoðanda Endurákvörðunina má rekja til mistaka sem áttu sér stað við framtal. Jón hins vegar gerði framtalið ekki sjálfur. Á þeim tíma hafði hann verktakalaun og treysti sér ekki til að sjá sjálfur um skattamálin. „Ég taldi ekki eitt né neitt fram. Ég fór bara með allt mitt til endurskoðanda. Ég treysti því bara 100% að það væri allt rétt sem kæmi frá endurskoðandanum. En lög- maðurinn segir að þarna hafi einhver mis- tök verið gerð. Það sem kemur mér mest á óvart er að það sé hægt að gera þessa breytingu svona á afturábak og koma fólki í fangelsi skulda. Mér finnst þetta virka eins og einhver geðþóttaákvörðun hjá þessu fólki. Ég verð bara í sama fangelsinu það sem ég á eftir ólifað því ég á engan pen- ing til að borga þetta. Ef ég ætti pening til að fara aftur í þrot myndi ég skoða að gera það. En ég á hann ekki til.“ Má éta það sem úti frýs Jóni fannst þessi ákvörðun skattsins engan veginn geta staðist og leitaði til starfsfólks skattsins eftir ráðum. En fékk hann þar ein- hverjar leiðbeiningar, einhver ráð? „Nei, ég fékk engin önnur svör en þau að ég yrði bara eltur. Þeir mega svo sem koma heim til mín og taka það sem ég á þar. En ég á ekkert í mínu innbúi. Dóttir mín á einn sófa og vinur minn annan. Ein vinkona mín á sjónvarpið, strákurinn minn á þrjá gítara sem eru þarna. Það eina sem ég á er rúmið og þeir mega bara taka það. Það er það eina sem ég á.“ Nýja lífið sem átti að taka við eftir gjald- þrotið kom aldrei. Nú hefur skatturinn gert árangurslaust fjárnám hjá Jóni vegna skuldarinnar, og hann sér ekki fram á að komast nokkurn tímann af svörtum láns- hæfislistum. „Af því að ég er öryrki þá svona eiginlega má ég bara éta það sem úti frýs. Mér finnst ég bara vera útskúfaður ræfill. Fyrir öllum. Ég fæ það á tilfinninguna að ég sé ekki þess virði að segja hæ við. Það er það viðhorf sem mætir mér þegar ég þarf að leita mér aðstoðar einhvers staðar í kerfinu. Ég vona bara að þetta blessaða fólk verði aldrei full- orðið eða veikist.“ n Rekstrarumsjón ehf. • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði • S: 571 6770 • www.rekstrarumsjon.com • umsjon@rekstrarumsjon.com LÁTIÐ OKKUR UM REKSTUR HÚSFÉLAGSINS Við sérhæfum okkur í umsjón með rekstri húsfélaga og bjóðum trausta og faglega þjónustu á góðu verði Hafðu samband og fáðu tilboð strax í dag! „Ég vona bara að þetta blessaða fólk verði aldrei fullorðið eða veikist Erla Dóra erladora@dv.is „Mér finnst ég bara vera útskúfaður ræfill“ n Hundeltur af skattinum vegna endurákvarðaðra skatta n Á ekkert nema rúmið sitt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.