Íþróttablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 17
ÍÞRÖTTABLAÐIÐ 7 HauTcur Clausen og Finnbjörn Þorvaldsson, Tceppendur ísl. á Noröurl.mótinu. Fyrst fór fram 100 m. hlaup í tugþraut, en síðan aðalkeppnin í 100 m. Tranberg, Noregi var á l'. braut; Strandberg, Sví- þjóð á 2.; Danielsson, landi hans á 3.; Finnbjörn á 4.; Bloch, Noregi á 5. og Inge Nilsson, Sviþjóð á 6. braut. Ræsir- inn lét hlauparana klæða sig úr æfinga- búningunum og síðan taka sér stöðu. — „Viðbúnir“, og skotið reið af. En hvað var að? Finnbjörn og Bloch brugðu of fljótt við. Þeir voru kallaðir til baka, og látnir taka sér stöðu á ný. Við strák- arnir vissum bvorki í þennan beim né hinn, svo æstir vorum við. Og það er alveg ábyggilegt, að við höfum verið miklu taugaóstyrkari en Finnbjörn sjálf ur. En við hefðum alveg getað sparað okkur skjálftan, því þegar skotið reið af i annað sinn var Finnbjörn enn lang- fyrstur upp. Hann hljóp síðan mjög glæsilega fyrstu 50—60 metrana og var kominn allt að því 1 M> m. á undan bin- um keppendunum. Á síðustu 10 metr- unum tókst Strandberg hinsvegar að „pressa“ sig örfáa centimetra fram fyr- ir hann, en yfirleitt var hlaupið mjög jafnt og spennandi síðustu metrana. — Hrifningu okkar verður ekki með orð- um lýst, er við heyrðum að Finn- björn hefði orðið annar á'sama tíma og sigurvegarinn 10,9 sek., enda þótt við hefðum allir vonað að honum tækist að sigra. Sigurvegarinn Lennart Strand- herg var lengi einn bezti spretthlaupari Evrópu og á m. a. Evrópumet ásamt nokkrum öðrum, í 100 m. hlaupi á 10,3 sek. Hann komst m. a. í úrslit á Olym- píuleikunum í Berlin 1936 og hljóp þá á 10,5 sek. 3. varð Inge Nilsson á 10,9, (en hefði átt að fá 11,0 eftir myndum að dæma). Tranberg, varð 4. á 11,0 sek. (Hann varð 2. á Evrópumeistaramótinu í fyrra bæði í 100 m. á 10,7 og í 200 m. 21,7 sek.). 5. varðPeter Bloch á 11,0 sek. og 6. Stig Danielsson Svíþjóð, 11,1 sek. Svíarnir héldu jafnvel, að Danielson mundi vinna, þar sem hann hafði náð tímanum 10,5 i sumar. Danielsson keppti hér i fyrra sumar, eins og kunnugt er. Þennan dag fór einnig fram langstökk. Þar keppti Finnbjörn einnig, og varð 4. og stökk 7,09 m., sem er nýtt islenzkt met. 1. varð Gustaf Strand Svíþjóð, og kom hann öllum á óvart með því að sigra Olof Laessker Evrópumeistarann frá í fyrra, og setja nýtt persónulegt met 7,32. Laessker, Sviþjóð, varð 2. og stökk 7,22 m. 3. varð Tranberg með 7,11 m. og 4. Finnbjörn með 7,09 m. 5. Simola, Finn land, með 7,06. Hann virtist ekki vel fyrir kallaður, þar sem hann hafði stokkið 7,28 m. fyr í sumar. 6. varð Sví- inn Sven Persson, sem stökk 6,61 m. Hann meiddist í fyrsta stökki og varð að hætta. Okkur þótti áberandi hve Finn björn hafði fallegan stökkstíl, þegar miðað er við hina keppendurna. Það eina sem Finnbjörn virðist vanta, er að sveifla fótunum betur fram áður en hann snertir stökkgryfjuna. Þá gæti hann ábyggilega lengt sig um 30—40 cm. þar sem hann hefur svo mikinn liraða í atrennunni. Sunnudaginn 7. september hófst svo keppnin á Stadion klukkan 1,30. Keppn- in þennan dag hófst með stangarstökki og Maraþonhlaupi. Sú grein, sem við ís- lendingarnir biðum eftir með mestri eftirvæntingu þennan dag, var hinsveg- ar 200 m. hlaupið, en þar átti Haukur að keppa. Við bjuggumst þó ekki við íslenzkum sigri. Eg minnist þess nú, að áður en ég fór inn á áhorfendapallana, kom til mín Sverker Benson ritstjóri við Sænska íþróttablaðið, (en hjá hon- um bjuggum við Haukur meðan við dvöldum i Stokkhólmi), og sagði við mig: „Þú heldur ef til vill að ég sé orð- inn vitlaus, en ég þori að veðja að Haukur bróðir þinn vinnur 200 m. hlaupið.“ Eg svaraði engu en ég hugs- aði með mér. Skyldi hann annars vera orðinn vitlaus. En sleppum þvi. Þegar kallarinn hafði tilkynnt, að 200 metra hlaupið væri næsta grein, komu þátttak- endurnir gangandi inn á völlinn. Braut- arskiptingin var þannig: að Haukur var á 1. braut, Strandberg á 2.; Lundqvist Svíþjóð á 3.; Bloch á 4.; Tranberg á 5. og Hedin Svíþjóð á 6. braut. Þegar kepp- endurnir höfðu grafið holurnar og voru komnir úr búningunum, þá æptum við strákarnir „áfram ísland“ og veifaði Haukur þá til okkar. Okkur þótti hann furðu rólegur þegar hann var að fara af stað, en það hefir ef til vill verið af því að flestir álitu, að hann yrði síðast- ur. Jæja! Keppendurnir tóku sér stöðu og skotið reið af. Lundqvist og Tran- berg náðu beztu viðbragði, en Haukur og Strandberg lökustu, og var Haukur þó enn seinni af stað. Þegar um 50 m.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.