Íþróttablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 52

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 52
42 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ voru um þetta mál, kom það skýrt fram að skilningur allra aðila á 16. gr. iþrótta laganna var sá, að skólastjórar neituðu nemendum sinum þvi aðeins um leyfi til æfinga í íþróttafélögum, að um það væri að ræða, að æfingar færu út í öfg- ar og það tefði fyrir eða hindraði skóla- námið. Ævifélagar í. S. í. Nýlega hafa þessir menn gerst ævi- félagar í. S. L: Snæbjörn G. Jónsson, trésmíðameistari, Reykjavik. Þorbjörn Guðmundsson, biaðamaður, Reykjavik Jóhann Rernbard, ritstjóri, Reykjavik Jón Bárðarson, kaupmaður Isafirði og' Sigurður Skúlason, ritstjóri Reykjavík, og eru þeir nú 335 að tölu. Iþróttakennsla Axels Andréssonar. Axel Andrésson sendikennari ÍSI hef- ur ekki verið aðgerðarlaus undanfarið. Frá þvi í ágúst hefur hann haldið nám- skeið í knattspyrnu og handknattleik hjá eftirtöldum félögum: 1. íþróttafél. Ármanni í Skutillsfirði (þátt. 18); 2. Umf. Þrótti, Hnífsdal (þátt. 40); 3. Knattspyrnufél. Herði og Vestra, ísa- firði (þátt. 107); 4. Iþróttafél. Höfrungi Þingeyri (þátt. 66); 5. íþróttafél. Sam- eining, Ólafsfirði (þátt. 108); 6. íþrótta- fél. Hólaskóla þátt. 31); 7. íþróttafél. Sauðárkróki (þátt. 170). Millilandakeppni við Norðmenn. Undanfarið hafa staðið yfir samning- ar um milliríkjakeppni, Noregur-ísland, í frjálsum íþróttum n. k. sumar. Nú hef- ur þessi milliríkjakeppni verið ákveðin og á hún að fara fram dagana 26. og 27. júní n. k. i Reykjavik. Gert er ráð fyrir að 25 þátttakendur frá Noregi komi. Keppt verður i þessum íþróttagreinum: 100 m. lilaup, 200 m. hlaup, 400 m. hlaup, 800 m lilaup, 1500 m. hlaup, 5000 m. hlaup, 110 m. grindahlaup, 4x100 m. boð- hlaup, 1000 m. boðhlaup, hástökk, lang- stökk, stangarstökk, kúluvarp, kringlu- kast og spjótkast Milliríkjakeppni við Dani í frjálsum íþróttum. Umræður hafa nú hafist um milliríkja keppni við Dani í frjálsum íþróttum n. k. sumar. Frjálsíþróttasamband Dana hefur skrfað ÍSÍ bréf varðandi þessa keppni, sem gert er ráð fyrir að fram færi, 12. og 13. ágúst 1948 i Kaupmanna- höfn. íþróttasamband íslands og Frjáls- íþróttasamband íslands eru nú að at- liuga möguleika á þessari keppni. Milliríkjakeppni í sundi við Norðmenn. í ráði er að bjóða norskúm sundmönn- um hingað næsta sumar.. ÍSÍ hefur skrifað Sundsambandi Noregs og farið þess á leit, að efnt væri til millilanda- keppni í sundi næsta sumar. Það er ætlun ÍSÍ að hér geti orðið um gagn- kvæma keppni að ræða, svo að sund- mönnum vorum gefist síðar kostur á að keppa við Norðmenn heima i Noresi. Leitað verður samkomulags við Norð- menn um þær keppnsgreinar sem til mála munu koma að keppa í. ÞÁTTTAKA ÍSLANDS I VETRAR OLYMPÍULEIKUNUM. Eins og kunnugt er fara Vetrar 01- ympiuleikarnir fram i St. Morit.í í Sviss dagana 30. jan. til 8. febr. 1948. Hefir Skíðasamband ísl. séð um undirbún- ing að þátttöku Islands í leikunum og lagt til við Olympiunefndina, að sendir verði þeir Magnús Brynjólfsson, og Guð- rnundur Guðmundsson frá Akureyri og Jónas Ásgeirsson, Siglufirði. Auk þess Herm. Stefánsson íþróttakennari sem þjálfari, en fararstjóri verði Einar B. Pálsson núverandi formaður Skíðasam- bandsins. Um hátíðarnar hafði farið fram undirbúningskeppni á Akureyri og var hún látin skera úr um val manna, sem því miður gátu ekki orðio fleiri en þrír að þessu sinni. Ritstjóri íþróttablaðsins átti tal við Einar B. Pálsson, nú um áramótin og spurði um álit hans á þessari fyrstu þátt töku íslands i Vetrar Olympiuleikum. Kvað hann menn eigi mega vænta neinna sigra né afreka af ísl. keppend unum þar sem þeir ættu í höggi við beztu skiðamenn heimsins, sem hefðu margfallt betri skilyrði til æfinga og keppni en við. Hinsvegar væri förin að- aðllega farin í þeim tilgangi að vera með og sjá hvar við stöndum i þessari í- þróttagrein. Að fenginni nauðsynlegri keppnisreynslu á slíkum alþjóðamótum væri fyrst hægt að gera sér vonir um sigra eða meiri háttar afrek en fyrr ekki.. íþróttablaðið óskar þessum fyrstu ísl. vetrar Olympiuförum góðrar ferðar og vonar að förin verði isl. skiðamönnum til gagns og gleði. Frá ritstjóranum. Með þessu blaði, sem er það stærsta, er komið hefur út af íþróttablaðinu lýk- ur 11. árg. þess. Er árgangurinn að þessu sinni 148 lesmálssíður eða 4 bls. lengri en nokkru sinni áður. Raunverulega er þó um meiri efnisaukningu að ræða en hér greinir, þvi að á þessu ári hefur blaðið yfirleitt verið sett með smærra letri. Eins og áður hefur verið tekið fram seinkaði útkomu' blaðsins mjög við það að apríl-júni blaðið var ekki prentað fyrr en í ágústlok. Til þess að vinna upp það tímatap, sem af þessu Ieiddi reynd- ist bezt að koma með sept. - okt. og nóv.-des. blöðin út i einu lagi, svo sem nú hefur verið gert. Að sjálfsögðu jók þessi ráðstöfun mjög á þrengslin í blað- inu og verður þvi nokkuð efni að biða næsta blaðs — jan.-febr. blaðsins 1948, sem þegar er fullsett og kemur í kjölfar þessa blaðs. Yerður framvegis gert allt sem hægt er til að útkomutími blaðs- ins verði reglulegri en undanfarið. Að svo mæltu óska ég öllum lesendum í- þróttahlaðsins farsæls nýs árs, með þökk fyrir það liðna. Útgefandi : iÞRÓTTABLAÐIÐ H.F. Ritstjóri og afgreiöslumaóur : Jóhann Bernhard, Bar- ónsstíg 43 — sími 6665. Ritnefnd : Benedikt Jakobsson og Þorsteinn Einarsson. — Blaðstjórn : Ben. G. Waage, Kristj. L. Gestsson, Jens Guð- björnsson, Sigurjón Pét- ursson og Þorsteinn Ein- arsson. — Utanáskrift: Iþróttablaðið, Baróns- stíg 43, Reykjavík. Verð: Kr. 20.oo pr. árg. Kr 2,5o pr. tbl. í lausasölu. Gjalddagi : 1. apríl ár hvert. HERBERTSprení, Bankastræti 3 -----------------------------------I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.