Íþróttablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 28

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 28
18 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Mei§taramót I$land§ Fyrsti dagnr, mánudagur 11. ágúst. 3 íslandsmet í kalsaveðri. Þetta 21. Meistaramót, sem frestað hafði verið daginn áSur, hófst meS undanrásum i 200 m. hlaupi. Kallt var í veSri og vindur suSvestan (um 4 stig) eða i fang hlauparanna meiri hluta leiðarinnar. Fyrri riðilinn vann Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR léttilega á 23,3 sek, en allhörS keppni var um 2. sætið milli þeirra KR-inganna Trausta Eyjólfssonar og Péturs Sigurðssonar. Vann sá fyrrnefndi á 23,9, en Pétur fékk 24,1. í síðari riðlinum voru 4 keppendur. Haukur Clausen, ÍR vann leikandi létt á 23,1 sek. Næstur varð Ásm. Bjarnasön, KR á 23,7, þriðji Mag- nús Jónsson, KR 24,1 og fjórði Hall- dór Lárusson, Umsk, 24,3. Vegna hins óhagstæða vinds var úrslitahlaupinu frestað uin óákveðinn tíma. Hörð keppni í 800 m. hlaupi. 5 keppendur mættu til leiks i 800 m. hlaupi. Óskar tók forustuna með Kjartan á hælum sér, en Stefán Gunn- arsson, Á fékk fékk pústur í þr'engsl- unum á fyrstu beygjunni og dróst nokkuð aftur úr. Fyrri hringur var ekki hlaupinn á betri tíma en 1 mín. enda var veður meS afbrigSum kalt óg hryssingslegt. Nú fóru þeir Óskar og Kjartan að greikka sporið, en Pétur Einarsson, ÍR fór fram úr báðum Ár- menningunum. Á síðustu 100 m. gerði Kjartan hraustlega tilraun til að ná Óskari, en án árangurs og Óskar sleit snúruna um 3 m. á undan. Tíminn er prýðilegur með tilliti til allra aSstæðna í logni hefði metiS 1:50,1 án efa fallið. Urslit: íslandsmeistari 1947, Óskar Jón- son IR, 1:58,1 mín. 2. Kjartan Jóhannsson, ÍR 1:58,6 mín. 3. Pétur Einarsson, ÍR 2:03,6 mín. 4. Hörður Hafliðason, Á. 2:04,7 mín. 5. Stefán Gunnarsson, Á, 2:07,6 mín. Meistari í fyrra: Kjartan 1:57,2 mín. Vann kúluvarpið í síðustu tilraun. Kúluvarpið var óvenju sp'ennandi að þessu sinni, enda vantaði Huseby, sem annars hefði átt sigurinn visan. Svo klaufalega hafði tekist til að kepp- endur voru að óþörfu látnir kasta móti hinum sterka vindi og háði það nokkuð. í fyrstu umferð náði enginn góðu kasti nema Vilhjáhnur (13,57 m.) en strax í 2. umferð tók Sigfús frá Selfossi forustuna með 13,88 m. og hélt henni út 5. umferð, er hann lengdi sig upp í 14,01 m., sem er fjórði bezti árangur íslendings. Vilhjálmur hafði ekkert lengt sig frá 1. umferð, Friðrik uáði hinsvegar 13,39 m. i fimmtu um- ferð og Sig. Sigurðsson ÍR, liafði 13,28 m. í síðustu umferð fór Friðrik einnig fram úr Vilhjálmi og varpaði 13,81 m., sem er ágætt kast og persónulegt met lians. Vilhjálmur sýndi nú óvenju mikla einbeitni og tauga- styrkleik, þvi að í þessari síðustu til- raun tókst honum að komast fram úr hinum báðum og vinna sinn fyrsta íslandsmeistaratitil með 14,07 m. varpi. Ef hringurinn hefði verið látinn snúa undan vindinum, eru líkur til að 3 menn hefðu varpað yfir 14 og kúlu- varpið unnist á 14,50 — 14,60 m. Úr- slit: íslandsmeistari 1947, Vilhj. Vil- mundarson, KR, 14,07 m. 2. Sigfús Sig- urðsson, Self. 14,01 m. 3. Friðrik Guð- mundsson, KR. 13,81 m. 4. Sig. Sigurðs- Vilhjálmur Vilmundarson, K. R. son, ÍR 13,28 m. 5. Gunnlaugur Inga- son, Hvöt 12,86 m. 6. Ástv. Jónsson, Á. 12,81 m. Meistari í fyrra: Huseby 15,11 Skúli „aðeins“ 1,80 m. Enda þótt veður væri sérstaklega óhagstætt fyrir hástökkvarana, von- uðu menn þó að Skúli færi 1,85—1,90 m. eins og hans er vani. Þetta brást þó, enda nutu þeir sín hvorugur Skúli né Kolbeinn, sem einnig var 10 cm. fyrir neðan sitt bezta. Nýliðinn Her- mann Magnússon, KR var sá eini, sem veðrið fékk ekkert á, því að hann fór hátt yfir 1,70 m. og bætti sitt per- sónulega met um 5 cm. Virðist hann vera gott efni í stökkvara. Úrslit: ís- landsmeistari 1947, Skúli Guðmundsson KR 1,80 m. 2. Kolbeinn Kristinsson, Self. 1,70 m. 3. Hermann Magnússon, KR 1,70 m. Meistari í fyrra: Örn Clau- sen, ÍR 1,70 m. (stökk þó 1,75 í um- stökki). Finnbjörn 7,14 í langstökki bezta afrek kvöldsins’. Það var nokkurnveginn vist að lang- stökkið mundi vinnast á 7 rnetra stökki því auk þess sem vindurinn var beint i bakið, þá mættust þarna í fyrsta sinn okkar einu 7 metra langstökkvar- ar, methafinn og meistarinn Oliver Steinn 7,08 og Finnbjörn Þorvaldsson, sem liafði stokkið lengst áður 7,04 m. Keppnin hófst með 6,78 m. stökki hjá Finnbirni, Oliver svaraði með 6,69 m. og Magnús Raldvinsson, ÍR með 6.64 m., hinir fjórir voru fyrir neð- an 6,50 m. í annari umferð kom svo metstökkið. Finnbjörn náði meiri hæð en áður og það dugði, því að atrenn- an var ágæt — 7,14 m. nýtt met og 6 cm. betra en gamla metið, sem Oliver setti i svipuðu veðri á meistaramót- inu 1944. Vegna meðvindsins, sem var milli 3 og 4 stig meðan langstökkið fór fram, er vafi á því að metið verði staðfest, þar sem leikreglur leyfa ekki nema 2 stig. Hitt er svo annað mál, að svo kalt var í veðri að Finnbjörn hefði vafalaust stokkið jafnlangt í logni og hita. Oliver svaraði með 6,86 m. Er það gott afrek með tilliti til þess að hann er lítt æfður og þetta hans fyrsta keppni á sumrinu í Rvík. Eftir þetta skeði lítið markvert. Olíver náði aftur sömu lengd, Finnbjörn ógilti flest sin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.