Íþróttablaðið - 01.12.1947, Page 32

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Page 32
22 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ ÍR vann bæði boðhlaupin. Næst var keppt í 4x100 m. boðhlaupi, en jafnframt voru tvær aukagreinar teknar á dagskrá, kúluvarp og stang- arstökk — og er það nýtt fyrirbrigði á Meistaramóti íslands. ÍR hafði forust- una í 4x100 m. boðhlaupinu frá byrjun og sigraði á ágætum tíma — 44 sek. — aðeins 1/10 úr sek. lakara en metið. KR-sveitin varð næst og bljóp nú á sín- um bezta tíma. Úrslit: Islandsmeistari 1947: ÍR-sveitin (Finiibj., Reynir, Örn og Haukur) 44,0 sek. 2. A-sveit KR (Trausti, Pétur, Magnús, Ásm.) 44,9 sek. 3. Ármann (Þorbj., Guðm., Guðjón og Reynir), 46,5 sek. 4. B-sveit KR (Páll Brynj., Sveinn, Skúli), 46,6 sek. Meist- ari í fyrra ÍR á 44,7 sek. í 4x400 m. boðhlaupi varð keppnin milli ÍR og KR, enn meiri, því Hauk- ur bljóp ekki meo hjá ÍR. Eftir fyrstu 400 m. átti KR meira að segja 2 fyrstu sveitirnar, en ÍR-sveitin var í þriðja sæti. Á næsta spretti tók Reynir for- ustuna fyrir ÍR og svo bætti Óskar enn um á þriðja sprettinum, þannig að sigur ÍR var orðinn öruggur við síðustu skiptinguna. Magnús Jónsson, KR lét þó engan bilbug á sér finna og tókst að halda bilinu í skefjum þótt við sjálfan Kjartan Jóhannsson væri að etja. Úrslit: íslandsmeistari 1947: ÍR- sveitin (Pétur, Reynir, Óskar Kjartan) 3:28,2 mín. 2. A-sveit KR (Páll, Pétur, Ásm., Magnús) 3:29,8 mín. 3. Ármann (Árni, Stefán, Sigurgeir, Hörður) 3:37,6 mín. 4. B-sveit KR. (Sveinn, Ingi, Brynj. og Trausti) 3:40,6 mín. Meistari i fyrra ÍR 3:33,4 mín. Vilhjálmur kastar yfir 14,50 m. Aukakeppnin í kúluvarpi sýndi að Vil- Iijálmur er í stöðugri framför og nálg- ast nú óðum 15 metrana. Sigfús og Friðrik eru einnig orðnir nokkuð ör- uggir með 13,60 — 14, sem einhverntíma hefði þótt gott. Úrslit: 1. Vilhjálnmr Vilmundarson, KR, 14,53 m. (persónu- legt met) 2. Sigfús Sigurðsson, Self., 13,86 m. 3. Friðrik Guðmundsson, KR, 13,62 m. 4. Gunnl. Ingason, Hvöt, 12,74 m. 5. Ástv. Jónsson, Á. 12,64 m. 6. Sig. Sigurðsson, ÍR, 12,43 m. 7. Hjálmar Torfason, HSÞ, 12,24 m. Torfalaust stangarstökk! Þar sem það var fyrirfram vitað, að Torfi gæti ekki keppt vegna meiðsla, sem hann fékk daginn áður (við nið- urkomu i gryfjuna) var spenningur- inn lítill bæði hjá áhorfendum og kepp- endum. Annars mætti gjarnan benda hlutaðeigandi aðilum á það, að erlendis er sag talið mjög nauðsynlegt i stang- arstökksgryfjur. — Úrslit: 1. Bjarni Linnet, Á., 3,45 m. 2. Kolbeinn Krist- insson, Self., 3,45 m. 3. Þorsteinn Löve, ÍR, 3,00 m. 4. dagur mótsins 21. ágúst. Óvænt úrslit í 100 m. hlaupi. Þar sem veður var fremur óhagstætt dagana eftir 13. ágúst var mótinu frest- að um óákveðinn tíma. Rúmri viku siðar var þó lialdið áfram þrátt fyrir hvassviðri og kulda og keppt í tveim greinum, 4x1500 m. boðhlaupi og úr- slitum í 100 m. hlaupinu. Liðu þannig 9 dagar milli milliriðils og úrslitahlaups í 100 metrum og er slíkt víst einsdæmi í lieiminum. Vegna vindsins var braut- inni snúið við eins og i 200 m. Annars var ekki búist við neinum sérstökum árangri, þar sem erfitt er að ná góðufn tíma við fyrstu tilraun í kalsa. Finn- björn náði strax forustunni og hélt henni fram á síðástu metra, en þá náði Haukur honum með sínum mjúka og létta endaspretti og marði vinning, all- greinilega þó. Tími beggja var úrskurð- aður sá sami — 10,9 sek. eða 2/10 lakari en íslandsmetið, sem Finnbjörn hafði sett í milliriðlinum. í spenningnum tóku fáir eftir 3. og 4. manni, en það voru þeir Ásm. og Þorbjörn, sem báðir fengu sömu tíma og í milliriðlinum. Úrslit: íslandsmeistari 1947: Haukur Clausen, ÍR 10,9 sek. 2. Finnbjörn Þorvalds- son, ÍR. 10,9 sek. 3. Ásm. Bjarnason, KR. 11,2 sek. 4. Þorbjörn Pétursson, Á. 11,4 sek. Meistari í fyrra: Finn- björn 10,8 sek. Óhagstætt veður fyrir 4x1500 m. boðhlaup. Það mun bafa verið erfitt að að h'tta á óhagstæðara veður fyrir langhlaup en var þetta kvöld, enda stóðst metið (17:52,6 mín.) áhaup ÍR.-sveitarinnar, og er það þó ekki betra en sem svarar ca. 4:28,0 á mann. Þctta er að því leiti leiðinlegt, að þetta var í fyrsta sinn, sem 4x1500 m. boðhlaúp er sett inn á meistara- mótið. Ástæðan fyrir því að grein- um þessum var hespað af þetta kvöld mun hinsvegar vera sú, að ekki var seinna vænna vegna utanfarar IR. og framkv.nefndinni mun ekki hafa þólt þorandi að bíða eftir betra veðri. Úrslit: íslandsmeistari: ÍR-sveitin (Örn Eiðsson, Kjartan, Pétur og Ösk- ar) 17:54,0 mín. 2. Ármann (Snæ- björn, Árni, Stefán, Hörður) 18:29,2 mín. 3.. Drengjasveit KR. (Sveinn Björnss., Ingi Þorsteinss., Einar Einars son og Ólafur Ragnarsson) 19:06,2 mín. (nýtt drengjamet). Fimmtarþraut var enn frestað þótt augíýst væri og urðu það mörgum vonbrigði, bæði keppendum og á- horfendum. 5. dagur mótsins, 5. sept. Fimmtarþraut. Hálfum mánuði eftir 4. dag móts- ins fór fimmtarþrautin- loks fram. Voru keppendur 4 eða helmingi færri en skráðir voru. Ásm. Bjarnason, KR. sigraði mjög auðveldlega þar sem hvorki Jóel né Finnbjörn voru ann- arsvegar. Annars er Ásmundur þegar orðinn mjög góður fimmtarþrautar- maður á okkar mælikvarða og þyrfti ekki nema örlitla hepni til þess að bæta metið. Úrslit: Islandsmeistari 1947: Ásmundur Bjarnason KR. 2687 stig. Einstök afrek (Langst. 6,17 m., Spjót 44,93 m., 200 m. 23,0 sek. Kringla 31,84 m., 1500 m. 5:11,6 mín.). 2. Gunnar Sigurðsson, KR. 2164 stig. 3. Guðm. J. Sigurðsson, Á. 2063 stig. 4. Stefán Gunnarsson, Á. 1886 stig. Meistari í fyrra Jón Hjartar KR. 2689 stig. 6. og 7. dagur mótsins. 13.—14. sept. Tugþraut. Enn leið rúm vika og þá var loks bægt að halda tugþrautina. 10 km. hlaupinu var hinsvegar frestað í nokkura daga. Til kepni í tugþraut mættu 5 menn, en 3 þeirra komu ekki til leiks siðari daginn og luku þvi aðeins 2 þrautinni. Þeir, sem hættu voru KR-ingarnir FYiðrik Guðnmnds- son, (stighæstur eftir fyrri daginn), 2855 stig), Hermann Magnússon (2765 stig) og Torfi Bryngeirsson (hætti eftir 4 greinar). Keppnin varð þvi litt

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.