Íþróttablaðið - 01.12.1947, Page 36

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Page 36
26 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ FINNLANDSFOR ARMANNS Íþróttahátíðin í Finnlandi 1947. Stjórn Iþróttasambands Finnlands hafði i samráði við utanríkismála- ráðuneytið boðið til hátíðarinnar öllum þeim þjóðum, sem Finnar liafa stjórn- málasamband við. Þessar þjóðir tóku boðdnu og sendu íþróttamenn til hátíðahaldanna. Belgia, Danmörk, Egyptaland, Eng- land, Finnland, Holland, ísland, Ítalía Noregur, Portugal, Luxemburg, Ung- verjaland, Rússland, Tékkóslóvakía, Tyrkland og Svíþjóð. Rúmlega 60 þúsund íþróttamenn og konur tóku þátt í þessari miklu í- þróttahátð og fóru alls fram 83 sjálf- stæðar íþróttasýningar og keppnir mótsdagana, í öllum þeim íþróttum, sem iðkaðar eru meðal menningar- þjóða. Sunnudaginn 29. júní kl. 7 árd. áttu þátttakendur að mæta á leikvanginum (Stadion og Bollplan). Því að nú skyldi fara fram sú fjölmennasta og tilkomumesta ganga íþróttamanna, er sést hefði i Vestur-Evrópu. Kl. 8,45 hófst svo ganga þessara 60 þúsund íþróttamanna, fyrst kom fánaborg, síðan allir erlendir íþróttamenn, þjóðirnar eftir stafrófsröð karlmenn sem tóku þátt i hópsýningunum og s. frv. Var bæði tilkomumikið og há- tíðlegt að sjá skrúðgönguna. Gangan stóð yfir i tvær klukkustundir um götur Helsingfors og var fagnað ákaft og innilega af hundruðum þúsunda glaðra Finna í glampandi sólskini. I borginni voru nú að minnsta kosti tvöfalt fleiri íbúar en venjulega. Skrúðgangan staðnæmdist á þren ur aðaltorgum borgarinnar: Stórtorg- inu, Sölutorginu og Járnbrautartorg- inu. Kl. 11 árd. hófst útig'uðsþjónusta og talaði Gulin biskup af tröppum stórkirkjunnar, en þar á torginu fyr- ir framan stóðu um 40 þúsund í- þróttamenn og meðal þeirra allir er- lendu íþróttamennirnár. Biskupinn flutti kveðju finnsku kirkjunnar og þakkaði það samstarf, sem löngu Jens Guðbjörnsson, form. Ármanns og fararstjóri í Finnlandsförinni. væri hafið milli kirkjunnar og íþrótta hreyfingarinnar. Kl. 2 þennan sama dag hófst svo setning mótsins mjög hátíðlega á Olympsleikvanginum, sem tekur 60 þús- und áhorfendur. — Þar fluttu ræður Kaikoski forseti iþróttasambandsins, Kaskela framkvæmdastjóri hátíðar- haldanna og Paasikivi forseti Finn- lands, sem setti hátíðina. Var hon- um aflient nafnaskrá með rúmum 800 nöfnum (íþróttaboðhlaupið). Finnar söfnuðu peningum á þann hátt til mótsins að hver maður sem skrifaði nafn sitt á nafnaskrána greiddi 20 mörk (ca. 1 krónu). Engin le:ð er að segja frá mótinu í stuttri blaðagrein, en til gamans er hér dagskráin einn daginn: Kl. 8 árd. Skotkeppni, kl. 8 Finnskur knattleik- ur, kl. 9 Áhaldaæfingar fimleika- man'na, kl. 9 Körfubolti, kl. 9 Glímu- keppni, kl. 10 Nútíma fimmtarþraut, kl. 10 Veðreiðar, kl. 10 Frjálsar íþrótt- ir, kl. 11 Herkeppni, kl. 12 kvenleik- fimi, kl. 12 Róður, kl. 13 Veðreiðar, kl. 14 Skilmingar, kl. 15 Kvenleik- fimi, kl. 16 Tennis, kl. 18 Frjálsar íþróttir, kl. 18 Glíma, kl. 19 Hand- knattleikur, kl. 19 Fimleikar, kl. 19,30 Róður, kl. 20 Kvenleikfimi, kl. 22 Hlaup eftir áttavita. Eins og kunnugt er fóru héðan þrír Þátttakendur Islands í skrúögöngunni. Fremst ganga merkisberi, fánaberar, Jón Þorsteinsson, Jens Guðbjörnsson og kona hans, sem skartar ísl. búningi. —

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.