Íþróttablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 22
12 IÞRÓTTABLAÐIÐ Evrópumeistarasundmótið í Monte Carlo Á síðastliðnu vori tók Sundráð Reykjavíkur áltvörðun um að senda nokkra menn á Evrópumeistaramótið í sundi, sem lialda átti í Monte Carlo dag- ana 10. - 14. september 1947. Var talið æskilegt, að 2-3 sundkennarar væru með í förinni, þvi margt er hægt.að læra á slíkum mótum, en þvi miður strandaði sú ákvörðun á gjaldeyriserfiðleikum, og leit jafnvel svo út um tíma, að enginn erlendur gjaldeyrir fengist til fararinn- ar. Úr þessu rættist þó svo á síðustu stundu, að gjaldeyrir fékkst handa þremur þátttakendum og fararstjóra, og urðu fyrir valinu Sigurður Jónsson K.R. Sigurður Jónsson Þingeyingur og Ari Guðmundsson Ægir, en fararstjóri var formaður S. R. R., Erlingur Pálsson yfir- lögregluþjónn, sem jafnframt sat þing alþjóða-sundsambandsins, er haldið var samtímis mótinu. Við lögðum af stað héðan föstudaginn 5. september, með flugvélinni Heklu, á- leiðis til London, og gekk ferðin þangað ágætlega. Æskilegast hefði verið að geta hka farið með flugvél síðari hluta leið- arinnar, en það reyndist ógerlegt vegna kostnaðarins, og urðum við því að sætta okkur við þreytandi járnbrautarferða- lag. Lögðum við i þá ferð laugardags- morguninn kl. 8 og var fyrsti áfanginn til Folkestone og síðan með ferju yfir Ermasund til Boulogne í Frakklandi og svo áfram með lestinni til Parísar og komum þangað um kl. 5 síðdegis. Leit uðum við uppi íslenska sendiráðið, og hittum fulltrúann, Kristján Albertsson, sem greiddi götu okkar með sérstakri lipurð og dugnaði. Dvaldi hann með okkur um kvöldið. Næsta dag, sunnudaginn 7. sept. héld- um vio' áfram ferðinni með járnbrautar- lest alla leið til Monte Carlo. Tók sú ferð 17 klst. og var lítið næði til hvíld- ar eða svefns um nóttina. Við komum á leiðarenda síðdegis á mánudag og gáf- um okkur fram á aðalskrifstofu móts- ins. Var okkur fenginn dvalarstaður á Hotel Vindsor. Þótti okkur gott að vera komnir alla leið heilu og höldnu, því Eftir Ara Guðmundsson við vorum bæði þreyttir og syfjaðir eftir ferðalagið og þvi fegnir hvildinni. Allir aðrir þátttakendur mótsins voru komnir fyrir nokkrum dögum, farnir að æfa sig og venjast lauginni og Joftslag- inu. Flestir höfðu komið loftleiðis alla leið eða með bifreiðum, sem þeir höfðu algerlega til eigin umráða. Á þriðjudagsmorguninn fórum við á fætur kl. 8 og gengum út að sund- lauginni, sem er nm hálfrar klst. gang frá gistihúsinu. En síðar fórurn við þessa leið oftast með strætisvagni, sem lagði upp frá Casino-torginu, er var skammt frá Hotel Windsor. Þegar að sundlauginni kom, var okkur feng- inn lykill að klefa okkar. Vorum við fljótir að tína af okkur spjarirnar og steypa okkur í laugina. Sundlaugin er ákaflega falleg, 50x18 metra sjólaug, og skipt i 7 brautir. Sjónum er dælt beina leið í hana, og var hitinn 20 - 25 stig i lauginni. Hvert land hafði sína sérstöku braut til æfinga ákveðna hluta dagsins. Sum lönd þurftu þó tvær braut- ir vegna fjölda þátttakendanna. Við höfðum þriðju braut til æfinga tvisvar á dag, eina klst. i hvert sinn, en tíminn færðist til daglega, svo hann skiptist sem jafnast niður á keppend- urna. Þennan sama dag hittum við Svíann Per Olof-Olsson, og var hann mjög á- nægður yfir því að sjá íslendinga á mótinu. Leiðbeindi hann okkur eftir því sem hann hafði tíma til. Að lolcinni fyrstu æfingunni fórum við að skoða okkur um i bænum og sá- urn margt nýstárlegt, sem nærri má geta, til dæmis spilabankann fræga, sem allt furstadæmið Monaco lifir á. Monte Carlo er ákaflega þrifalegur bær. Þarna eru margar skrautlegar bygg- ingar og landslagið einkennilegt og fagurt. Miðvikudaginn 10. sept. átti setn- ingarhátíðin að byrja kl. 3, en hún Frá setningu Evrópumeistaramótsins í Monte Carlo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.