Íþróttablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
41
segja, að þótt Norðmenn hafi að sjálf-
sögðu meiri sigurmöguleika,, munu
ísl. keppendurnir standa sig með
prýði og keppnin verða þeim mikill
og nauðsynlegur styrkur fyrir Olym-
píuleikana, sem hefjast mánuði síðar.
í sambandi við landskeppnina vil
ég nota tækifærið og færa hinu ný-
stofnaða Frjálsíþróttasambandi Is-
lands mínar heztu árnaðaróskir um
leið og ég vona, að þetta fyrsta stóra
hlutverk þess — að sjá um tands-
keppnina við Noreg — fari því vel
úr hendi.
Albert Guðmundsson er frægasti
knattspyrnumaður sem Islendingar
hafa nokkru sinni átt. Hann leikur
nú með franska atvinnuliðinu Nancy.
Hefir hann staðið sig það vel að
hann hefur nokkrum sinnum verið
valinn í frönsk úrvalslið til keppni
við aðrar þjóðir.
Frakkar telja Albert einhvern besta
leikmann meðal atvinnumanna á meg-
inlandi Evrópu, og er hann dáður svo
mjög í Frakklandi að líkja má við
hina frægustu leikara í Bandaríkjun-
um. í næsta blaði mun birtast ítarleg
grein um keppni Alberts erlendis.
Imsar
Yrjö Nora frjálsíþróttakennari Armanns
og frú hans var haldið kveðjusamsæti
11. ágúst s.l. Leystu Ármenningar þau
út með góðum gjöfum, en hjónin gáfu
félaginu veggtöflu, sem á voru fest öll
þau afreksmerki, sem veitt eru fyrir í-
þróttir í Finnlandi, 56 að tölu. Eins og
kunnugt er, höfðu frjálsar íþróttir i Ár-
manni legið í nokkrum dvala siðustu ár-
in, en við komu Nora hefur færst nýtt
líf í þessa starfsemi félagsins, þótt á-
rangur af kennslu hans muni frekar
koma í ljós næsta sumar.
Georg Bergfors
frjálsiþróttakennari IR hefur nú lokið
öðru kennslutímabili sinu hér á landi.
Fór liann utan með IR-flokknum í ágúst-
lok. Það munu allir vera sammála um
það', að Bergfors hafi unnið hér mikið
og gott starf á sviði frjálsra íþrótta. Hef-
ur áhugi hans og dugnaður verið ódrep-
andi, enda óhætt að fullyrða að hann
eigi sinn þátt í þeim fjörkipp sem nú
hefir færst í þessa íþróttagrein hér á
landi.
Aðalfundur íþróttakennarafélagsins.
Aðalfundur íþróttakennarafélags ís-
lands var haldinn í Reykjavík sunnu-
daginn 2. nóv. s.l.
í skýrslu stjórnárinnar kom m. a.
fram að félagið hefur íyrir sitt leyti
leyft að 10 erlendum mönnum, mest-
megnis vel menntuðum íþróttakennur-
um, yrði veitt undanþága til íþrótta-
kennslu bér á landi árið 1947. Einni
umsókn frá ókennaralærðum manni
bafði hinsvegar verið synjað, ]>ar eð
félagið taldi að hér væri völ á jafn
færum íslenzkum kennurum.
Aðalfundurinn samþykkti einróma
aðgerðir stjórnarinnar í þessum mál-
um og skoraði á hana að lialda fram-
vegis á þessum fræðilega og hagsmuna-
lega rétti félagsins með sömu festu og
sanngirni.
Síðastliðið vor efndi íþróttakennara-
félagið til námskeiðs fyrir þá íþrótta-
kennara, sem vildu njóta kennslu hins
ágæta finnska iþróttakennara Irjö
fréttir
Nora. Þá barst félaginu poð frá finnska
íþróttakennarasambandinu um að senda
tvo kennara á bina iniklu íþróttahátíð,
sem haldin var í Helsingfors siðastlið-
ið sumar, og einnig að taka þátt í
námskeiði, sem stofnað var til i þessu
sambandi. Fulltrúar félagsins þar voru
frú Fríða Stefánsdóttir og Jón Þor-
steinsson.
Mikill áhugi er fyrir því meðal
kennara að hagkvæmar ráðstafanir
verði gerðar til þess að unnt verði að
fjölmenna til Ólympíuleikanna, sem
haldnir verða á næsta sumri.
Meðlimir íþróttakennarafélagsins eru
nú rúmlega 100 og eru þeir allir starf-
andi íþróttakennarar viðsvegar á land-
inu. Stjórn félagsins var að mestu end-
urkosin, og skipa hana: Halldór Er-
lendsson formaður, Baldur Kristjóns-
son ritari, Soffía Stefánsdóttir gjald-
keri og Vignir Andrésson varaform.
FRÉTTIR FRÁ I. S. I.
16. gr. íþróttalaganna.
Samkvæmt ályktun síðasta ársþings í.
S. í., leitaði stjórn sambandsins sam-
komulags um túlkun og framkvæmd 16.
gr. íþróttalaganna við fulltrúa fræðslu-
málastjórnar, formann íþróttanefndar
ríkisins, skólastjcra og forstöðumenn í-
þróttafélaga.
Á fundum þessum fékkst samkomulag
og fer það hér á eftir:
Fundurinn lítur svo á að framkvæma
beri 16. gr. iþróttalaganna þannig:
a) . Nemendum 14 ára og eldri, sé leyft
að iðka íþróttir í iþróttafélögum, ef það
kemur ekki í bága við skólamálið.
b) . Nemendur í skólum 12 -14 ára sé
beimilt að iðka sund utan skóla með
samþykki skólastjóra, foreldra og skóla-
læknis, enda sé börnum 12-13 ára ekki
leyfð keppni.
c) . Nemandi sem óskar eftir að iðka
iþróttir utan skóla, sýni vottorð frá
skólalækni sínum, er sanni heilbrigði
nemandans til þess að taka þátt i auknu
íþróttanámi.
Á þeim þremur fundum, sem haldnir