Íþróttablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 21
IÞRÓTTABLAÐIÐ
11
Norðurlandafarar IR 191fl. Frá vinstri, fremri rö6: Kjartan, Sig. Sig., Þórar-
inn, Reynir, Magnús, Finnbjörn, Jóel, Óskar og Þorbjörn fararstjóri. Aftari
röð: Sig. Steinsson, Pétur, Gísli, Örn, Haukur og örn Eiðsson.
t>egar keppninni var lokið var okkur
boðið til veizlu i félagsheimili ÖSK. Að
henni lokinni gengum við aftur út á
völlinn til myndatöku. Fyrst voru tekn-
ar hópmyndir, en síðan er menn fóru
að stökkva stangarstökk sér til gamans,
voru teknar myndir af því. Mér er
minnisstætt, að Sviarnir vildu fá mynd
af einhverjum Islendingi i stangar-
stökki. Fyrir valinu varð auðvitað Sig-
urður Steinsson, en hann er eins og
mörgum er kunnugt „gamall“ stangar-
stökkvari. Til þess nú að vera vissir um
að myndin yrði ekki misheppnuð, varð
það að samkomulagi, að Sigurður átti
að sitja á herðum þess sterkasta i hópn-
um, en síðan var stönginni stillt upp
fyrir framan hann, og átti hann síðan
að halda um hana og setja sig í „stell-
ingar“, en stökkránni var haldið á milli
hans og stangarinnar. Hvort myndin
heppnaðist veit ég ekki, en undirbún-
ingurinn var góður. Þegar þessu var
lokið stakk einhver upp á því, að við
færum í fótbolta. Við ÍR-ingarnir lék-
um síðan, ásamt nokkrum Svíum, sem
gengu í lið með okkur (vorum 17 alls),
á móti ÖSK. Leiknum lauk með sigri
okkar 2-0. Verðlaunin voru afhent þeg-
ar í stað, en það voru 100 rakblöð, sem
við skiptum bróðurlega á milli okkar,
og fengu allir sinn skammt, einnig þeir,
sem ekki voru byrjaðir að raka sig.
Strax að verðlaunaafhendingunni lok-
inni, var okkur sýnd íþróttahöll stað-
arins. Og það var sannkölluð höll, því
megið þið trúa, enda mun þetta vera
stærsta og glæsilegasta íþróttahús i
Svíþjóð. Þarna í húsinu var allt sem
hugsast getur: Leikfimisalur, handknatt
leikssalur, tennis og badmintonsalur
frjálsíþróttabraut, þar sem m. a. var
hægt að stökkva stangarstökk, hnefa-
leika-, glímu- og' lyftingasalur og fleira
mætti telja. Þarna var einnig samkomu-
salur, fundaherbergi, og skrifstofur. —
Sem sagt, við hefðum ekki getað látið
okkur dreyma um að húsið væri eins
glæsilegt og raun bar vitni um. Þegar
við höfðum skoðað húsið, var okkur öll-
um boðið á útiskemmtistað, sem Öre-
brobúar kölluðu „Idrottsmessan", og
var nokkurs konar Tivoli. Þarna var
margt að sjá og heyra, en meðal annars
var dansað. Við strákarnir gátum aðeins
verið þarna rúman klukkutíma, því að
við áttum að fara með lestinni til Málm-
eyjar klukkan 11,15 um kvöldið. Okkur
var óljúft að fara frá Örebro, því að
hvergi í Svíþjóð höfðum við séð annað
eins samansafn af fallegum stúlkum
eins og þarna. Enda komu fram radd-
ir um það, að betra mundi vera að gista
þarna en að ferðast alla nóttina sitjandi
í járnbrautarlest. Og svo erfitt reyndist
það að fara að suma þurfti Þorbjörn
fararstjóri að sækja inn á danspallinn,
svo að þeir yrðu ekki eftir. Sumir höfðu
einnig orð á því við Svíana, hvort ekki
mundi vera hægt að fá vinnu þarna í
Örebro, ef þeir yrðu eftir. Áður en við
lögðum af stað á járnbrautarstöðina,
sýndu nokkrar stúlkur okkur þann lofs-
verða heiður, að koma að kveðja okk-
ur, enda þótt það væri 15 min. gangur
frá skemmtistaðnum. Ferðalagið, sem
við áttum fyrir höndum til Málmeyjar
varð einhvar sú mesta hörmung, sem ég
hefi lent í. Það byrjaði að vísu vel, og
fengum við fyrst allir að sitja í klefa
saman. Við reyndum eftir megni að
sofa, og er ég var um það bil að blunda,
var kallað, að við ættum að skipta um
lest. Þá var það, sem ósköpin hófust.
Þröngin í lestinni var svo mikil, að
við urðum að skifta okkur niður á fjóra
klefa. Við Jóel, Haukur og Finnbjörn
lentum inn í reykingarklefa, þar sem
þrír Sviar lágu fullir. Við létum lögregl-
una (þ. e. Jóel) reka þá upp, til þess að
fá sæti við hlið þeirra. Einn þeirra söng
alla nóttina, svo að okkur varð ekki
mikið svefnsamt í þeim klefa. Þegar fór
að liða á nóttina og niér tókst ekki að
sofna, gekk ég út á ganginn, til þess
að athuga, hvernig umhorfs væri í
næstu klefum. Hinir strákarnir höfðu
reynt að hreiðra um sig með því að
halla sér hver upp að öðrum. I einum
klefanum sá ég, að tveir strákanna
höfðu lireiðrað um sig upp í netunum,
sem héngu yfir sætunum, og ætluð eru
fyrir farangur. Mér er sagt að í einum
klefanum hafi einn strákanna rekið upp
tvo Svía, sem höfðu lagt sig þar, en
síðan lagt sig þar sjálfur og sofnað.
Er við komum til Málmeyjar um morg-
unin var ástandið aumt hjá okkur strák-
unum. Óútsofnir og skjálfandi úr kulda
og taugaóstyrk fórum við með töskurn-
ar okkar i gegnum tollskoðunina i Málm
ey. Siðan fórum við með ferjunni til
Kaupmannahafnar. Þar dvöldumst við í
þrjá daga, eða þar til við flugum heim
með „Heklu“ fimmtudáginn 18. sept.
Flugferðin gekk að óskum, enda þótt
lendingarskilyrði hér heima væru slæm.
Þessi för var þá á enda. Það má segja,
að hún liafi tekizt vel að mörgu leyti,
og eitt er víst, að skemmtileg var hún
og ógleymanleg þeim er hana fóru. Það
er vonandi, að þetta verði ekki síðasta
för íslenzkra frjálsiþróttamanna til
annarra landa, heldur aðeins byrjunin.
Örn Clausen.